MÁNUDAGSINNLIT: SÆNSKT & FALLEGT

Heimili

Þetta heimili er mjög sænskt ef svo má segja, ljóst í grunninn með fallegri hönnun, plöntum og hlýlegu yfirbragði. Í dag er síðasta vikan okkar í sumarfríi að hefjast og heill haugur af vinnu sem bíður mín eftir að leikskólinn hans Bjarts opnar aftur… ég á þó erfitt með að viðurkenna að sumarið sé senn á enda en þrátt fyrir það þá elska ég haustið – án efa besti tími ársins að mínu mati. Ég vona að þið hafið átt góða Verslunarmannahelgi og komið öll endurnærð tilbaka… eða hvað?

  

Myndir via Kvarteret Makleri

Fallegur sænskur heimilisinnblástur er góður til að byrja vikuna. Núna er eins gott að nýta þessa síðustu frídaga sem best áður en rútínan skellur á:)

SKANDINAVÍSKUR SVEITADRAUMUR

Heimili

Þetta heimili er algjör draumur og ég veit að þið eigið eftir að vera jafn heilluð og ég. Gróft efnisvalið í textíl og viðarhúsgögnum á móti skjannahvítum máluðum veggjum og gólfi gerir þetta hið fullkomna sænska sveitasjarmaheimili og ég er nánast flutt inn í huganum. Myndaveggurinn er ótrúlega fallegur og mjög fjölbreytt verk sem prýða hann, einnig finnst mér fallegur fjölskyldumyndaveggurinn hjá stiganum – eitthvað sem vantar á mitt heimili, fleiri fjölskyldumyndir. Þetta er með fallegri heimilum sem ég hef skoðað en hér býr hin sænska Therese Johansen en hægt er að fylgjast með henni á instagram hér.

Via My Scandinavian home

Fallegt sænskt heimili – mig dreymir einmitt um að heimsækja Svíþjóð með fjölskylduna núna í sumar. Með hvaða borgum eða bæjum mælið þið að heimsækja með einn 3 ára í för?

KORTER Í PÁSKA

Heimili

Ég var byrjuð að skrifa heitið á þessari færslu “Ljóst & stílhreint …” eða eitthvað í þeim anda en fannst ég allt í einu hljóma eins og biluð plata. Korter í páska skal hún því heita enda styttist í að við förum flest í langt og gott páskafrí! Ég veit ekki með ykkur en ég er þegar komin með nokkur verk á lista hvað skuli græja hér heima í fríinu en mig langar mjög mikið að gera allsherjar tiltekt – fara með poka í Rauða Krossinn og flokka skúffur og skápa. Jafnvel skúra ef ég er í þannig stuði, en ég skal vera fyrst að viðurkenna að það er það leiðinlegasta sem ég geri í lífinu haha.

Það er svo dásamlegt vor í loftinu að þetta innlit á sérstaklega vel við í dag, svo bjart og ljóst með einstaklega fallegri hönnun og smáatriðum.

Myndir via My Scandinavian home 

Ég kem til með að vera eitthvað hér á blogginu um páskana – er með páskaföndur og annað skemmtilegt á lista. En við ætlum einnig að kíkja upp í bústaðinn góða og kem til með að sýna frá því á snapchat.

INNLIT: BJART & HRIKALEGA FALLEGT SÆNSKT HEIMILI

BarnaherbergiHeimili

Ég elska þegar ég dett inná innlit sem eru nánast fullkomin og þetta er klárlega í þeim hópi. Ofsalega björt íbúð og innbúið alveg einstaklega fallegt með fullkominni blöndu af gömlu og nýju, klassík og trendum, ég tek sérstaklega eftir ljósunum sem er ansi veglegt safn af t.d. Eos fjaðraljósið, AJ lampi, Koushi ljós og fleiri. Ég mun koma til með að skoða þetta heimili aftur og aftur í leit að innblæstri…

SFDA1DEDEA8A5564FEB940870B14629C8C2 SFD7765AA252E774875B39A128072496581 SFDE9AED94AAAAD41AFB40F104F47318CE2

Fallegur viðarbekkur við borðstofuborðið, eitthvað sem við sjáum ekki mikið af og hrikalega flottur myndaveggur á bakvið.

SFD1B122A7B2EE14ABBAC987D5A47A9096E SFD4B20A69923E643818B33C1F87B18932E

Kristalsljósakróna yfir borðkróknum – hversu smart!

SFD5AE5AF9D862D417CB3365167094754BFSFDA8AC50B9762C445A8F51683B2A371F5B

Það er ekki oft sem ég verð upptekin af tækjum og græjum, en ég gæti alveg hugsað mér svona græjusett í mitt eldhús.

SFD33BEDA3C1402450ABA2AD87D39ED8E82

Ikea Sinnerlig ljósið er að koma sterkt inn,

SFD60C2577571F040BB96FA2DFE56BA936F

Eos fjaðraljósið frá Vita er líka guðdómlegt, gæti vel hugsað mér að eiga eitt stykki.

SFD7765AA252E774875B39A128072496581SFD9288960B19A64C4289CFFD59987C0A46 SFDE6D4F35B4DE74E51836D858662CEE413SFD76BE3083D02F4F3A99AD7B01E8F9ADEBSFDD8173C2474864F82B2A4D31734B25678

Góðan dag vel raðaði fataskápur!

SFD9AE859E7323D4A79807C6833A16D9E0BSFDD53A95DB7E6B430985A456A0BE8E8165SFD1CF2D6BF9BB44E8E85A819A5446B04CE SFDD2B5D6CF0DDE423FB20906BECB8D7D10

Og svo er það unglingaherbergið… algjör draumur!

SFD14D28113CDD7427E9D150DC224C82E63

Mikið sem það kemur vel út að stilla rúminu upp í miðju herbergisins, verður dálítill prinsessu fílingur á þessu og ljósið svo toppar þetta!

SFDDB29405BE852423FA6F6A8C6122D2095

Hér sést vel hversu góð blanda af gömlu og nýju er á þessu heimili, snyrtiborðið, stóllinn og borðlampinn virka alveg einstaklega vel í þessu umhverfi í bland við ljósari liti og meira módern hönnun. Of mikið af hvorum stíl getur alveg steindrepið stemminguna að mínu mati;)

SFDDB9661D28B7C41ADA8F036BCD836170F

Og þá er það barnaherbergið sem ég er mjög skotin í…

SFD8AD8891990BA42C9A8F0257E630E268ESFD6C2C31CE5B084E41802A7EC668E9E094SFD8D1E2776D0A847898D5E30EBB99A4B80SFD795B536F1A154B92B584332D491815AB

Ein mynd af baðherberginu fær að læðast með –

SFDE68F0B4CAB1F4590B8DD06BD687F1805SFDA343DB8006D8406B8C281BF08D3ED465SFD956297ECA671428383935B843576D3EBMyndir via Alvhem fasteignasala

Jiminn einasti hversu geggjað heimili? Ég er alveg bálskotin og er ekki frá því að nokkrir hlutir hafi ratað á óskalistann minn, -í fyrsta lagi er ég enn staðfastari á því nú að “ég verði” að eignast Eos ljósið í svefnherbergið eða í barnaherbergið og má ég líka biðja um að eignast eitt stykki unglingsstelpu til að geta græjað svona drauma unglingaherbergi fyrir?:)

Frá einum uppí tíu hversu fínt er þetta heimili að ykkar mati? I loooove it

P.s. varstu búin að sjá að ég er mætt á Snapchat? Er að prófa þann fína miðil og þér er velkomið að kíkja í heimsókn á svartahvitu ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SÆNSKT & FALLEGT

HeimiliStofaSvefnherbergi

Er ekki tilvalið að birta eitt ofurfallegt sænskt heimili eftir nokkra daga sumarleyfi, ég verð nú líka að segja að það hefur verið minna um djúsí innlit að finna í netheimum en venjulega svona yfir hásumarið, en þetta er allt að koma til núna:) Ég er þó orðin gífurlega spennt fyrir haustinu, það er algjörlega minn tími (ásamt vetrinum), búðirnar fyllast af fallegum nýjum vörum og jafnvel tímarit og bloggsíður verða öflugri. Það leggst nefnilega svo margt í dvala í sólinni, það er bara þannig!

sh1

Ég hef verið með augun opin fyrir nýju stofuborði í ágætistíma en án árangurs. Þessi hugmynd kemur þó mjög vel út, að blanda saman þremur minni sófaborðum/hliðarborðum. Þá myndi líklega DLM borðið frá Hay + Tray table verða fyrir valinu ásamt mögulega Around table frá Muuto? SFD2957B673598342CD9D9021CD67260A1C

sh2 sh3 sh4 sh5 sh6SFD32698740B67B4DC48325242197FAEEFE sh7 sh8 sh9SFDCE37B03535804E07B04DAE5ED7666A1CSFDFB81DB13680E4CC7A33005EFF34D5CE4

Ég er 100% sjúk í þessa íbúð sem er til sölu á sænsku fasteignasölunni Stadshem, rósetturnar í loftinu eru dásamlega fallegar sem og vegglistarnir, hvítu húsgögnin og viðargólfið ahhh þvílík fegurð.

 Jæja núna skal ég koma mér aftur í gang eftir sumarlægðina mína, ég kem nefnilega ENGU í verk í sól & hita. Ég hef jafnvel verið að fá spurningar hvort ég sé búin að eiga eftir að ekkert birtist hér inni í nokkra daga haha, það er þó ekki svo gott:) Tvær vikur eftir og eftir að innrétta heilt barnaherbergi. Jú ætli ég óski þessi ekki bara að rigningin mæti aftur á svæðið!

Eigið gott kvöld kæru lesendur.

-Svana

FÍNT Á 40 FERMETRUM

Heimili

Ég er sérleg áhugamanneskja um litlar íbúðir og hvernig er hægt að gera þær huggulegar. Það er oft mikil áskorun og ég tala nú ekki um ef að þessi litla íbúð er full af dökkum innréttingum, hurðum eða gólfefni.

Þessi íbúð hér að neðan er aðeins 40 fermetrar en ber það svo sannarlega ekki með sér, hvíti liturinn hefur mikið með það að gera en við vitum jú að hvítur litur lætur rýmin líta út fyrir að vera stærri. Þó er hættan við alhvít rými að þau verði kuldaleg og þá skiptir miklu máli að koma inn með smá hlýju í litum og efnum, t.d. mottur, gardínur ásamt teppi og púðum á sófann.

m_zps42cc96ee mmm_zpsc27df54b mmmm_zpse94b2ee1 mmmmm_zps2848fefd mmmmmm_zps0513521b mmmmmmm_zps8a01061dSFD11429D11DBBF4C8A80E08925E8AFB7E0 SFD78DB62EFE86940139309E4C4AF03FE5C

 Þetta er fullkomin stúdentaíbúð, og mikið væri nú gaman ef að verktakarnir sem sjá um byggingar á slíkum íbúðum hér heima hefðu það á bakvið eyrað að hvítt er alltaf málið þegar kemur að litlum leiguíbúðum. Stundum mætti nefnilega halda að það sé verið að gera grín í leigjendum, sérstaklega í íbúðum sem ætlaðar eru nemendum háskólanna, vinkona mín fékk eitt skiptið úthlutaða íbúð með appelsínugulum gólfdúk! Já, appelsínugulum.

Svíarnir hefðu nú hlupið hratt í burtu frá þeirri íbúð:)

Þessi hér að ofan er staðsett í Svíþjóð og er til sölu hér. 

Leyndarmál Makeup Artistans

Makeup ArtistMakeup Tips

Ráði hérna að neðan eru öll útfrá einu skemmtilegu förðunarráði – að setja hvítt undir liti til að gera þá meira áberandi.

Hér koma nokkur dæmi þar sem þið getið nýtt ykkur þetta ráð:

Til að gera áberandi litaðan eyeleiner. Setjið línu með hvítum eyelinerblýanti meðfram augnhárunum ykkar og setjið svo augnskugga í þeim lit sem þið viljið yfir hvíta litinn. Þið getið líka skipt upp línunni og gert marglitaðan eyeliner. Hvíti liturinn ýkir litinn á eyelinernum ykkar svo hann sést miklu betur!

Þið getið líka sett hvíta litinn yfir allt augnlokið ef þið viljið gera áberandi augnförðun. Ég nota það ráð t.d. ef ég er að gera dragförðun sem kemur nú alveg fyrir reglulega. Ég nota oft bara hvítan kremaðan augnskugga en ég hef heyrt mjög góða liti um jumbo eyelinerana frá NYX sem er einmitt fáanlegur í hvítu.

Grunnið neglurnar ykkar með hvítu naglalakki og setjið svo flottan lit yfir. Naglalakkið sem þið setjið yfir hvíta lakkið verður miklu þéttara, liturinn verður flottari og það koma engar ójöfnur í litinn. Hvítt naglalakk fáið þið t.d. hjá L’Oreal, OPI og Maybelline. Ef þið eruð svo heppnar að búa þar sem merkið Revlon fæst þá voru á koma á markaðinn tvöföld naglalökk þar sem hvíti liturinn er öðrum megin svo áberandi litur hinum megin.

Langar ykkur í nýjan og flottan pastel varalit – það er algjör óþarfi á að kaupa sér alltaf nýjan og nýjan varalit það erum að gera að nota það sem maður á til. Ég efast ekki um að margar ykkar eigi flottan og áberandi varalit – grunnið varirnar með hvítum eyeliner og setjið svo varalitinn yfir með varalitapensli og blandið þannig hvíta litnum saman við varalitinn. Hvíti liturinn lýsir litinn upp og matta áferðin á honum gerir varalitinn mattari svo hann endist ótrúlega lengi. Þið getið að sjálfsögðu líka blandað litunum saman á handabakinu áður en þið berið hann á varirnar.

Nokkur ráð fyrir ykkur inní helgina!

EH