fbpx

SVONA ER UPPSKRIFTIN AF STÍLHREINU HEIMILI Í SKANDINAVÍSKA STÍLNUM

Heimili

Í dag kíkjum við á fallegt heimili í Malmö sem er í þessum klassíska stílhreina og ljósa skandinavíska stíl. Þessi eftirsótti stíll heppnast best þegar allt er hvítt í grunninn og bætt inn náttúrulegum elementum eins og ljósum viðarhúsgögnum, textíl í ljósum litum, marmara á völdum stöðum, skinn á gólfi og gærur á stólum, viðar og marmari í nokkrum skrautmunum eða húsgögnum og svo að lokum svartir skrautmunir, myndir eða stök húsgögn fyrir meiri dýpt. Einnig er algengt að sjá að minnsta kosti eitt hönnunar íkon á svona heimilum og í þessu tilfelli eru þau nokkur. Þetta er nákvæmlega uppskriftin af þessum vinsæla stíl – endilega leikið eftir ef þetta heillar ♡

Til að bæta inn mýkt og hlýleika eru gólfsíðar beige litaðar gardínur og ljós teppi og rúmi og sófa, reyndar er nóg af textíl á þessu heimili sem gerir það svona heillandi og heimilislegt.

Þið sem fylgist með mér á Instagram þá setti ég inn í story um daginn að ég væri að hugleiða að setja svona fronta á ofna á heimilinu, alveg klassískt að sjá slíkt á skandinavískum heimilum en þekkist varla hér heima. Myndin að ofan sýnir góða lausn við ofn við forstofu og nýtist um leið sem fráleggsborð.

Myndir : Lansfast.se via Nordic Design

Algjör draumur – hvernig finnst ykkur þetta heimili?

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT FRÁ HAY // 3 DAYS OF DESIGN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Anna Sesselja

  27. May 2019

  Hæhæ, veistu hvaða vegglampar þetta eru í svefnherberginu?

  • Svart á Hvítu

   27. May 2019

   Hæhæ, þekki ekki þessa týpu, en virðast vera einhverskonar stæling á Arne Jacobsen vegglömpunum AJ frá Louis Poulsen:)