INNLIT: BLÁTT & BJÚTÍFÚL

Heimili

Má bjóða ykkur að sjá einstakt heimili þar sem bláir litir ráða ríkjum. Takið einnig eftir hvernig glugga og hurðakarmar hafa verið málaðir í sama fallega lit og veggirnir sem kemur svona sérstaklega vel út. Það þarf að vera ansi djarfur til að leggja í að mála allt heimilið í svona sterkum lit en hér er útkoman stórkostlega falleg!

Myndir : Vosges Paris 

HELGARINNLIT : SKANDINAVÍSKUR DRAUMUR

Heimili

Ég er svo innilega glöð að það sé komin helgi enda mjög löng vika að baki sem einkenndist af mikilli vinnu. Mest hefði ég viljað fara upp í bústaðinn góða og ná að núllstillast en það þarf að bíða betri tíma, Bjartur minn fékk þó að fara þangað með ömmu sinni og afa. Talandi um Bjart Elías, þá á hann 3ja ára afmæli í næstu viku og í þessum skrifuðu orðum ligg ég yfir vefsíðum í leit að afmælisgjöf sem hittir í mark hjá einum sem elskar ofurhetjur en 4 daga fyrirvari er víst ekki mjög langur í heimi netverslana haha. Sjáum hverju mamman nær að redda!

Yfir í annað – fallegt innlit á þessari góðu helgi. Það er svo mikið haust í loftinu sem ég elska, kíkti einmitt í blómaverslun í dag og keypti mér fallegar Erikur til að hafa við útihurðina – alveg fullkomin haustblóm. Sýnist þau vera á tilboði í mörgum blómabúðum, mæli með:) En kíkjum þá á þetta fallega skandinavíska draumaheimili…

Via My Scandinavian Home

Virkilega fallegt heimili sem er smekklega innréttað, ég kann virkilega vel að meta grafísk smáatriðin og mynstrin sem eru góð andstæða við hvítan grunninn, þ.e. fyrir utan fallegu veggfóðruðu stofuna. Hér gæti ég aldeilis búið!

Eigið ljúfa helgi ♡

 

SVONA KEMUR INNANHÚSSHÖNNUÐUR SÉR FYRIR Á 44 FM

Heimili

Ætli það sé ekki ólíklegt að rekast á heimili innanhússhönnuðs og fá engar hugmyndir eða innblástur fyrir sitt eigið heimili? Þeir eru nefnilega almennt örlítið betri en við hin að hugsa í lausnum og nýta einnig hvern fermetra sérstaklega vel. Hér er um að ræða ekki nema 44 fm íbúð sem sænski innanhússhönnuðurinn Joakim Walles býr í hjarta Stokkhólms. Þegar fermetrar eru af skornum skammti þarf aldeilis að hugsa í lausnum og hér hefur Joakim tekist að koma sér einstaklega vel fyrir í þessari fallegu stúdíóíbúð. Sérsmíðuð opin hilla er notuð til að hólfa niður aðalrýmið og býr þannig til svefnherbergi sem er í senn vinnurými, hrikalega góð lausn og svo elegant þar sem á hillunum sitja allskyns listaverk og hönnunarbækur og verður því úr einskonar gallerí veggur.

Íbúðin var upphaflega hólfuð niður en Joakim reif allt út og endurskipulagði sem eitt opið rými.

Myndir via Nordic Design / Adam Helbaoui

Virkilega fallegt heimili og vel skipulagt. Við fyrstu sýn hefði ég giskað á að Joakim væri nokkuð fullorðinn maður miðað við val á innbúi og innréttingum svo það kom mér smávegis á óvart að sjá að hann er á mínum aldri. Einnig er skemmtilegt að sjá hvað íbúðin hefur breyst mikið á 5 árum eins og sjá má í þessu innliti hér. 

SKANDINAVÍSKUR SVEITADRAUMUR

Heimili

Þetta heimili er algjör draumur og ég veit að þið eigið eftir að vera jafn heilluð og ég. Gróft efnisvalið í textíl og viðarhúsgögnum á móti skjannahvítum máluðum veggjum og gólfi gerir þetta hið fullkomna sænska sveitasjarmaheimili og ég er nánast flutt inn í huganum. Myndaveggurinn er ótrúlega fallegur og mjög fjölbreytt verk sem prýða hann, einnig finnst mér fallegur fjölskyldumyndaveggurinn hjá stiganum – eitthvað sem vantar á mitt heimili, fleiri fjölskyldumyndir. Þetta er með fallegri heimilum sem ég hef skoðað en hér býr hin sænska Therese Johansen en hægt er að fylgjast með henni á instagram hér.

Via My Scandinavian home

Fallegt sænskt heimili – mig dreymir einmitt um að heimsækja Svíþjóð með fjölskylduna núna í sumar. Með hvaða borgum eða bæjum mælið þið að heimsækja með einn 3 ára í för?

SJARMERANDI ÍBÚÐ Í ♡ 101

Heimili

Þetta fallega íslenska heimili fangaði athygli mína á fasteignasöluvefnum í dag, staðsetningin er einstök og því kemur íbúðin að öllum líkindum til með að rjúka út. En það er eitthvað við þessa íbúð sem heillar mig svo mikið, kvenlegt yfirbragðið, fallegar ljósmyndir á veggjum og þekktar hönnunarvörur í bland við antíkmuni sem er einmitt eins og ég vil hafa mitt heimili. Þarna svífur greinilega góður andi yfir og húsráðandi með gott auga fyrir fallegum munum.

Ég er sérstaklega hrifin af þessu Marilyn Monroe plakati, en það eru fleiri myndir af þessari gyðju að finna á heimilinu.

Fyrir áhugasama kaupendur þá má finna allar upplýsingar um þetta sjarmatröll á Miðstræti HÉR.

VELÚR & GYLLT SMÁATRIÐI

Heimili

Þetta heimili er eitthvað allt annað en við erum vön að sjá og er alveg guðdómlega fallegt. Lúxusinn og elegansinn nær nýjum hæðum með þessum fallegu og gólfsíðu gardínum, gull og kopar smáatriðum, fiskibeinamynstruðu parketinu, velúr sófa og vönduðum húsgögnum. Ég held reyndar að það hefðu allir gott af því að bæta smá velúr við heimilið sitt það er nefnilega fátt sem segir meiri “lúxus” en það og tala nú ekki um hvað það er notalegt að koma við slíka hluti ahhh.

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-05

Þessi sófi er frekar sexý…

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-01curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-03 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-04 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-06 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-07 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-08 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-09

Innan um allan þennan lúxus er hressandi að rekast síðan á gamla rauðvínsflösku nýtta sem kertastjaka. Það þarf a.m.k. eitthvað smá að geta komið á óvart!

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-10 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-02curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-11 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-12 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-13 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-14

Myndir Studio Oink via Nordic Design

Þessi spegill frá Normann Copenhagen á síðustu myndinni er hægt og rólega alltaf að minna mig á sig, ég verð komin með hann á heilann innan skamms enda alveg frábær hönnun! En tölum aðeins um þessa gordjöss íbúð – litapallettan svo yfirveguð og falleg. Íbúðin er þó dálítið eins og hótelherbergi eiga helst að vera, en sófinn mætti alveg koma inn á mitt heimili, mikið sem ég held að það sé gott að kúra í honum.

svartahvitu-snapp2-1

FALLEGT INNLIT HJÁ BLOGGARA

Heimili

Ég hef í nokkur ár lesið bloggið Scandinavian Lovesong sem hin norska og smekklega Johanne Nygaard Duehlm heldur úti. Ég hef þar af leiðandi margoft séð myndir frá heimilinu hennar og jafnvel birt nokkrar hér á blogginu en það er sjaldnar sem við sjáum heildarinnlit hjá uppáhaldsbloggurunum okkar. Það var fyrir stuttu sem Bolig Magasinet kíkti í heimsókn til hennar og er útkoman að sjálfsögðu æðisleg. Heimilið hittir mig beint í hjartastað, skandinavískur og léttur stíllinn svíkur jú sjaldan.

stue-nordisk-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-_xbf2mf8plwmmlfg8yk9nwscarlett-johansson-plakat-spisestue-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-rywgovt-k1fdjjfq6m4q_ainvita-kokken-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-qap9pfzuvdlwoqldiqdddqspisestue-billedvaeg-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-tsbfpnj8qfn1fw1ucg8iiatremmereol-opbevaring-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-vqatry_ws3p7n7ojppktqq entre-trae-rundt-spejl-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-g67orkb2sukjynileahjza garderobe-opbevaring-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-ew1x89xabmd6_xvd_ybepg hjemmekontor-nordisk-opbevaring-hay-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-ugz6vkfqqioc2ph2xme_4g hjemmekontor-nordisk-sort-hvid-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-ugxyega-ggph9fiy4bgg6a  kontor-billevaeg-pynt-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-0r7fewhjsnjsaba7blccaa polaroid-billeder-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-zx9fjtmdqxg_ulplsbfyxq  skandinavisk-interior-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-0ctbfzfjzx9gj4plldlnrg sovevaerelse-puder-tekstil-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-nfpr4cmod-b7ysrjzyvw-g   entre-lys-tavle-kridt-dor-johanne-nygaard-dueholm-lejlighed-aalborg-lotrj-fxgyzl_-uzn9a1_a

Myndir Dianna Nilsson via Bolig Magasinet

skrift2

ÞEGAR PENINGAR ERU ENGIN FYRIRSTAÐA…

HeimiliHönnun

…þá kaupir maður sér sex stykki af bleikri Sjöu á gullhúðuðum fótum sem kemur í takmörkuðu upplagi. Jú það er bara þannig! Mynduð þið ekki líka gera það:) Stykkið kostar ekki nema 98.500 kr. En án alls gríns, þá er þessi íbúð ofsalega smekklega innréttuð, yfir borstofuborðinu hangir Zettel ljós eftir Ingo Maurer meistara ljósahönnunar, það er í raun ótrúlegt að það fari ekki meira fyrir hönnun hans hér á landi. Það er reyndar afar lítil verslun sem selur hönnun hans en þar er að finna marga gullmola, það eru Ítölsk ljós í Síðumúlanum, (þetta er sko engin auglýsing) mér finnst mér hreinlega bera skylda að upplýsa ykkur um svona lagað. Innbúið er að öðru leiti mjög vandað og augljóslega innanhússhönnuður sem vann þetta verk, enda afar smekklegur frágangur og innréttingar. Superfront hurðarnar á skenknum sem stendur á ganginum vekur athygli, ég hef áður fjallað um það fyrirtæki en þau sérhæfa sig í stökum “frontum” til að setja á Ikea húsgögn, algjör snilld!

grey4-683x1024grey3-1024x683

Þessi borðstofa er afar falleg

grey6-1024x683 grey5-1024x683SFDCEAF80B88C0644998AC432432E687C55_2200x grey1-1024x683SFD81BA114E3AAB4EB598C5E3830F37340E_2200x

Hér sést skenkurinn með Superfront hurðunum, þvílíkt flott!

grey8-1024x683SFD6C8879024A2B494B8614EFFDD95AEB0F_2200x SFDFE41E3F0C5B34F3FBD00D8D6A5E3313B_2200x

Myndir via Fantastic Frank 

Þarf ég að segja það…. þetta er sænskt! Næsta innlit verður eitthvað svakalega framandi;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

ÆVINTÝRALEGT HEIMILI HÖNNUÐAR

Heimili

Hér má sjá ótrúlega fallegt og líflegt heimili innanhúss og garðahönnuðsins Dorthe Kvist. Stíllinn á heimilinu er skandinavískur með bóhemísku ívafi, það er nóg af plöntum í hverju horni en Dorthe er sérfræðingur þegar kemur að plöntum og görðum. Hún leggur mikla áherslu á persónulegan stíl og gæði og vill að bæði hlutir og plöntur endist lengi.

eventyr1-ykoIFUDSbaHWZPS1NHL96Aeventyr8-lGjOd10YH-rTm-V-oTmQhQ

 Sniðug heimatilbúin hilla úr leðurbandi og tréspítu.

eventyr2-A_3VlghJNHTrVuYmyIumUAeventyr11-Qx2hqp53YlbG-izBNLuqmQ eventyr3-fk9JDdEL9wX5EkbD7kU9JQ eventyr4-q8j2CiAvrAHwsbOStqsRvg eventyr5-olXZnG8e1Gv57vBseX9EJA eventyr6-yU5iEfpRB7h_HLLUHfhh3A eventyr9-DJ7gUlJr_nxAtnGNb0qN4w

Þetta heimili fær alveg 5 af 5 mögulegum stjörnum, ofsalega fallegt heimili með persónulegum sjarma. Nokkrar hugmyndir þarna sem mætti tileinka sér, litirnir, veggpuntið og svo auðvitað allar fínu plönturnar sem gefa heimilinu svo mikið líf.


Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

GRÓFT & HRÁTT

Heimili

Hér má sjá eitt stykki smekklegt heimili þar sem stíllinn er grófur og hrár. Litapallettan er að mestu leyti svört og hvít en með notkun á við verður það töluvert hlýlegra en ella.

5014543_original

Góð hugmynd af stofuborði og einstaklega auðvelt í smíði.

5016761_original

Það kemur vel út að raða nokkrum myndarömmum uppvið vegg í stað þess að hengja þær upp.

5015061_original 5015374_original 5016054_original 5016395_original

Það er nú smá sveitarómans fílingur yfir þessu heimili sem er oft svo fallegur:)

Vonandi var helgin ykkar glimrandi góð!