fbpx

SMART HEIMA HJÁ THERESE SENNERHOLT

Heimili

Therese Sennerholt er ein smekkleg kona svo lítið sé sagt – hún er grafískur hönnuður og starfar sem listrænn stjórnandi fyrir merki eins og H&M. Ég versla yfirleitt öll tímarit þar sem nafnið hennar kemur fram og hef fylgst með henni frá upphafi þar sem hún sló í gegn með svart-hvítum grafískum plakötum sem skreyttu mörg skandinavísk heimili á sínum tíma. Ég tók viðtal við hana fyrir nokkrum árum síðan fyrir tímarit sem ég skrifaði þá fyrir ásamt því að birta innlit á heimilið hennar fyrir 6 árum síðan hér á blogginu – sjá hér –. Það er skemmtilegt að sjá að heimilið er enn það sama, en stíllinn hefur vissulega þróast.

Héðan er svo sannarlega hægt að fá innblástur.

Stílisering: Lotta Agaton Interiors
Myndir: Erik Lefvander /Residence

Innlitið birtist upphaflega hjá sænska tímaritinu My Residence sem skreytir ennþá sófaborðið mitt enda algjör draumur að fletta.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

VIDEO // VELKOMIN HEIM TIL CAMILLU PIHL

Skrifa Innlegg