fbpx

LÍFLEGT OG LJÓST HEIMILI Í MALMÖ

Heimili

Áberandi mottur eða svokallaðar “statement” mottur er heitasta trend ársins að mati sérfræðinga og ef þið eruð í vafa með hvað það hugtak stendur fyrir þá þurfið þið að kíkja í heimsókn hingað. Bjart og ljóst heimili í Malmö, það fer bráðum að vera undantekning að sjá hvítmálaða veggi en ég heillast alltaf jafn mikið af hvítum heimilum, sjáið þá hvað mottan gerir rosalega mikið fyrir heildina og lyftir því á hærra plan. Það er lítið um svokallaðar hönnunarvörur á þessu heimili sem gerir það svo persónulegt – kíkjum í heimsókn!

    

Myndir : Elle Decoration

Ég er alltaf með augun opin fyrir fallegum mottum, rakst á æðislega fallegar nýlega í London í Anthropology sem ég hefði mikið viljað taka með í heimlán og máta. Það er nefnilega vandasamt val að finna fallega mottu, sérstaklega ef þú ert í leit að einhverju einstöku – eins og ég ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MÆÐRADAGSGJAFIR ♡

Skrifa Innlegg