fbpx

MÆÐRADAGSGJAFIR ♡

Óskalistinn

Mæðradagurinn er á sunnudagin og í tilefni þess tók ég saman lista af fallegum gjafahugmyndum fyrir ykkar konu(r). Ég minni þó á að myndskreytt kort með kveðju eða falleg blóm er líka dýrmæt gjöf og það þarf ekki að kosta mikinn pening að gleðja. Þó vitið þið sem fylgist hér með að ég heillast af fallegum hlutum og hef einstaklega gaman að því að taka saman óskalista eins og þennan hér að neðan. Fyrir ykkur sem eruð að leita að fallegri gjöf fyrir Mæðradaginn – leitið ekki lengra.

Hér eru þeir hlutir sem rata á minn óskalista þessa stundina – íslensk hönnun, fallegt fyrir heimilið og smekklegir skór fylgihlutir ♡

 

// Blómavasi Narciso frá Haf store, 34.900 kr. // Bleik karafla frá Kokku, 5.950 kr. // Glow líkamsolía frá Angan, Haf store, Epal, Hrím (6.990 kr.) // Gordjöss eyrnalokkar frá Hlín Reykdal, fást í Epal og Hlín Reykdal á Granda, 22.000 kr. // Röndóttur púði OYOY frá Snúrunni, 11.500 kr. // Bjútífúl hringur, Soru Jewellery frá Hlín Reykdal, 25.000 kr. // Hlébarða mittisveski Faux fur, frá AndreA, 21.900 kr. // Ilmkerti Eucalyptus frá Dimm, 6.990 kr. // Marmarabakki undir fínerí, frá Dimm, 11.490 kr. // Geggjaður kollur (Pouf) sem til er í nokkrum litum, Snúran, 48.900 kr. //  Skór með gylltum hæl, frá Apríl skór, 29.990 kr. // Sætur Múmín sumarbolli, m.a. Kokka og Epal, 3.100 kr. //

Eigið góða helgi x

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

EKKI MISSA AF // SUMARMARKAÐUR NETVERSLANA ER UM HELGINA!

Skrifa Innlegg