VINNUR ÞÚ 325.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS

Hönnun

Þegar líða fer að jólum er þakklæti ofarlega í huga margra,

Það er orðið að hefð hér á Svart á hvítu að fagna jólunum með glæsilegum gjafaleik. Ég bý svo vel að eiga einn besta lesendahóp sem ég veit um, þið ásamt samstarfsaðilum mínum gerið mér kleift að starfa við það sem ég elska að gera og fyrir það vil ég þakka með einum ofur stórum gjafaleik. Svart á hvítu bloggið fagnaði nýlega 8 ára afmæli sínu og ennþá stækkar lesendahópurinn með hverri vikunni sem líður ♡

Í þetta sinn hafði ég samband við mínar uppáhalds verslanir sem eru jafnframt á meðal fallegustu verslana landsins og gefa þær hver um sig 25.000 kr. gjafabréf.

Einn heppinn lesandi á því von á að næla sér í samtals 325.000 kr. gjafabréf í þessum glæsilegu verslunum, í þeim má finna það allra besta þegar kemur að hönnun og fallegum hlutum fyrir heimilið og er þetta lúxusgjafabréf af bestu gerð.

Verslanirnar sem um ræðir eru:

Epal, Hrím, iittala, Kokka, Kúnígúnd, Línan, Lumex, Módern, Penninn Húsgögn, Salt, Snúran, Winston Living og síðast en ekki síst er það tískuverslunin AndreA.

Ég tók saman óskalista úr hverri verslun sem gefur ykkur góða hugmynd um hvað þið gætuð nælt ykkur í fyrir gjafabréfið. Njótið!

// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur. Ég mæli einnig með að fylgja verslununum á samfélagsmiðlum til að vera með puttann á púlsinum. 

 

Í Epal búa nokkrir af frægustu hönnuðum heims og sérhæfir verslunin sig í úrvali af gæðahönnun frá Norðurlöndum og víðar. Hér má einnig finna brot af því besta af íslenskri hönnun. Epal má finna í dag á fimm stöðum, í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni, Hörpu og nýlega opnuðu þau aftur á Keflavíkurflugvelli.

// Epal er á Facebook og á Instagram @epaldesign

Í verslunum Hrím er lögð áhersla á fallega og sérvalda íslenska hönnun ásamt góðu úrvali af hönnunarvörum frá öllum heimshornum, þó helst frá Skandinavíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Verslanir Hrím hönnunarhúss eru staðsettar á Laugavegi og í Kringlunni og má þar finna úrval af skemmtilegri hönnunar- og gjafavöru fyrir alla.

// Hrím er á Facebook og á Instagram @hrimhonnunarhus

Iittala þarf vart að kynna, stofnað árið 1881 og nýtur í dag gífurlegra vinsælda um allan heim. Eitt besta iittala vöruúrvalið má finna í iittala versluninni í Kringlunni sem er eins og draumur fyrir fagurkera. Þar má finna safngripi eins og Toikka glerfuglana, Aarre vegghanka ásamt að sjálfsögðu klassískum munum eins og matarstell, Aalto vasa og fleira.

// Iittala verslunina má finna á 1. hæð í Kringlunni, en iittala má finna á instagram @iittala

 

Kokka á Laugavegi er ein af bestu verslunum miðborgarinnar og er hreint ótrúlegt hve mikið vöruúrval kemst fyrir á fáum fermetrum. Kokka sérhæfir sig í öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og leggja þau áherslu á vel hannaðar og vandaðar vörur, og það mætti segja að það sé eitthvað fyrir alla þarna inni!

// Kokka er á Facebook og á Instagram @kokkarvk

Kúnígúnd er sérverslun á Laugavegi, Kringlunni og á Akureyri sem býður upp á vandaða gjafavöru og ber þar hæst vörur frá dönsku hönnunarfyrirtækjunum Georg Jensen, Royal Copenhagen, Holmegaard og Bing & Gröndal. Kúnígúnd er ein af eldri og glæsilegri verslunum landsins og þarf vart að kynna hana fyrir ykkur né ömmu ykkar.

// Kúnígúnd er á Facebook og Instagram @kunigund.verslun

Línan sem stofnuð var árið 1976 er staðsett í Kópavoginum og er með sérstaklega fallegt og skemmtilegt vöruúrval. Hér má finna úrval af gjafavöru og húsgögnum og má nefna þekktu merkin House Doctor og Voluspa sem eru meðal vörumerkja.

// Línan er á Facebook og Instagram @linan.is

 

Í Lumex finnur þú ótrúlegt úrval af fallega hönnuðum ljósum, hér býr einnig einn ástsælasti hönnuður allra tíma, Tom Dixon. Lumex sérhæfir sig í lýsingu fyrir fyrirtæki og heimili en er einnig með fallega og einstaka smávörudeild sem er heimsóknarinnar virði.

// Lumex er á Facebook og Instagram @lumexlight

 

Módern er glæsileg verslun í Skeifunni og má hér finna klassíska og fallega gæðahönnun í blandi við framúrstefnulega hönnun eins og hún gerist best hverju sinni. Módern býður upp á úrval af húsgögnum, ljósum og gjafavöru frá yfir 60 heimsþekktum vörumerkjum.

// Módern má finna á Facebook og á Instagram @modern_island

Í Penninn Húsgögn má finna eitt af vinsælustu hönnunarmerkjum samtímans, Vitra sem framleiðir m.a. hönnun Eames hjónanna. Hér má finna tímalausa hönnun heimsþekktra hönnuða og framleiðenda ásamt bókum og öðrum fylgihlutum heimilisins.

// Penninn Húsgögn er á Facebook og á Instagram @penninnhusgogn

SALT er falleg lífstíls- og gjafavöruverslun staðsett í Kringlunni. Í SALT finnur þú eitthvað fallegt fyrir öll rými heimilisins og á meðal helstu vörumerkja má nefna vinsæla House Doctor, Meraki ásamt gourmet gjafavörum frá Nicolas Vahé.

// SALT má finna á Facebook og á Instagram @saltverslun

Snúran er ein af glæsilegri verslunum landsins og má þar einnig finna vinsæla danska vörumerkið Bolia. Snúran opnaði nýja og stærri verslun í lok sumars í Ármúla 38 og er þar hugsað út í hvert smáatriði. Snúran og Bolia kappkosta að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið.

// Snúran er á Facebook og á Instagram @snuranis

Winston Living er einn af földu demöntum miðborgarinnar, staðsett við Hverfisgötu 32 og Hljómalindartorg í 101 Reykjavík (sama verslun). Winston Living býður upp á hágæðavörur og leggur áherslu á sterk en sígild sérkenni og skipta minnstu smáatriði máli. Hér má finna sérvalið úrval af innanhúshönnun, aukahlutum og lífsstílsvörum.

// Winston Living er á facebook og á Instagram @winstonliving

Að auki vildi ég einnig hafa uppáhalds tískuvöruverslunina mína með, AndreA Boutique. Andrea Magnúsdóttir er ein af færustu fatahönnuðum landsins og í verslun sinni á Strandgötunni í Hafnarfirði selur hún fatahönnun sína í bland við gott úrval af fylgihlutum og skarti. Hér ættu flestar konur að geta fundið fallegan jólakjól.

// Andrea Boutique er á Facebook og Instagram @andreabyandrea

Mikilvægt

Til að skrá sig í pottinn þarf að:

  1. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafni.
  2. Deila þessari færslu (stilla færsluna á public til að ég sjái að þú hafir deilt).
  3. Áhugasamir mega svo fylgja Svart á hvítu á facebook, Instagram og Snapchat – ekki skylda.

Vinningshafi verður dreginn út föstudaginn 22. desember 

Á næstu dögum mun ég kíkja í heimsókn í verslanirnar og skoða jólagjafahugmyndir og sýna ykkur hvað hægt er að fá fyrir lúxus gjafabréfið góða.

Fylgist því endilega með á Snapchat // Svartahvitu þar sem gætu leynst aukavinningar á meðan að leiknum stendur ♡

Jólakveðja, Svana 

JÓLADAGATAL SNÚRUNNAR ♡

Jóladagatal Snúrunnar hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur, en á hverjum degi til jóla er hægt að vinna ótrúlega veglega vinninga, í fyrradag var hægt að vinna New Wave veggljósið frá Design by us sem mig dreymir um að eignast, kertastjaka frá Finnsdóttir og fleira fínerí. Dagatalið sem finna má á Facebook síðu Snúrunnar og á Snúran.is er þannig sett upp að þú þarft að taka þátt á hverjum degi til að eiga möguleika á að vinna þann dag, og þar sem mjög góðir vinir mínir vinna í Snúrunni þá hafa þau hvíslað að mér nokkrum hlutum sem eru á bakvið gluggana og ég verð að segja að þetta er ótrúlega veglegt dagatal og ég er mjög spennt fyrir mörgum þeirra. Heildarverðmæti vinninga er yfir 500 þúsund!

Það er líka einn kostur að mínu mati þar sem ég er frekar gleymin þá gat ég hakað við að fá áminningu á hverjum degi í póstinn minn svo missi aldrei af:) Mæli með!

Jóladagatal Snúrunnar from Snúran on Vimeo.

Hver elskar ekki að fá vinninga? Og svo vil ég líka bæta við varðandi árlega jólagjafaleikinn minn þá hef ég verið að fá nokkrar fyrirspurnir hvort það verði endurtekið í ár og svarið er að sjálfsögðu já! Ég er á fullu að vinna í því að setja í gang eitt stykki ótrúlega veglegan jólagjafaleik sem þið viljið ekki missa af ♡

SNÚRAN STÆKKAR & BOLIA BÆTIST VIÐ

BúðirFyrir heimilið

Í gær opnaði ein af mínum uppáhalds verslunum, Snúran nýja og stærri verslun en þau kynntu einnig nýtt merki sem er eftir að spila stóran þátt í nýju versluninni en það er danska vörumerkið Bolia! Ég kíkti á þau snemma í gær á meðan þau voru á haus að klára að græja nýju verslunina og ég heillaðist alveg upp úr skónum. Verslunin er einstaklega falleg á alla vegu, vel er hugsað út í öll smáatriði og það er skemmtileg upplifun að ganga þarna um – þið munið mjög vel skilja mig þegar þið kíkið í heimsókn! Það var engin önnur en Rut Káradóttir sem hannaði rýmið sem er hið glæsilegasta, versluninni er síðan skipt upp í nokkrar fallegar stofur sem hver hefur sitt litaþema en bleika stofan er og kemur til með að vera mín uppáhalds. Ég tók þessar myndir þegar allt var ekki alveg 100% klárt svo ég kem mögulega til með að uppfæra þær þegar ég kíki næst við en í opnunarhófinu í gærkvöldi var varla hægt að þverfóta fyrir fólki svo engar myndir voru teknar þá:)

Fyrir áhugasama þá er nýja verslunin staðsett í Ármúla 38 og ég mæli svo sannarlega með að kíkja við! Til hamingju elsku Snúru vinir ♡

ÚTSKRIFTAR & BRÚÐARGJAFIR

ÓskalistinnVerslað

Núna er útskriftar og brúðkaupstímabilið aldeilis að hefjast – nokkrar útskriftir eru þegar búnar (til hamingju) en stærsti hlutinn enn eftir og yfir mig rigna fyrirspurnir um gjafahugmyndir. Ég er vön að taka saman ýmsar gjafahugmyndir fyrir ykkur en í þetta sinn ætla ég að bregða út af vana og í samstarfi við verslunina Snúruna var ég beðin um velja nokkrar af mínum uppáhalds vörum sem ég tel að muni slá í gegn sem útskriftar eða brúðargjafir. Ég ákvað að taka saman hluti á breiðu verðbili enda vinsælt að slá oft saman margir í gjöf við stórt tilefni. Ég sjálf er á leið í útskrift hjá góðri vinkonu eftir rúma viku en það vill svo til að hún er að vinna í Snúrunni svo þessi listi nýtist mér sjálfri ólíklega haha.

Ég vonast til þess að þessar hugmyndir komi ykkur vel að notum og neðst í færslunni má finna tengil inn á hverja vöru í vefverslun Snúrunnar þar sem finna má frekari upplýsingar. Eins og alltaf þá vel ég eingöngu hluti sem henta mínum persónulega stíl og er það sem ég myndi sjálf versla fyrir mig, í gjafir eða er jafnvel nú þegar búin að fá mér. Kvenlegt, smá glamúr, svart, hvítt og að ógleymdum bleikum – þannig vil ég hafa hlutina.

//1. Teppi frá TAKK HOME sem nota má sem rúmteppi eða sófateppi. //2.  Gyllt og fallegt kælifat undir vínflöskur frá ByON. //3. Ballroom ljós frá Design by us er draumur. //4. Dásamlega leirstellið frá danska Bitz er falleg brúðargjöf sem hægt er að halda áfram að safna í. //5. Glæsilegur spegill frá Reflections. //6. Mette Ditmer handklæði í minimalískum stíl. //7. Moscow Mule koparbolli fyrir sumarboðin. //8. Honkadonka vasinn frá Finnsdóttir er vinsæll – líka til svartur og gordjöss. //9. Nordstjerne blómavasi eins og ég sjálf á – fullkominn undir rósirnar. //10. Bleikur kristals kertastjaki frá Reflections. //11. Velúr púði frá Semi Basic. //12. Einstakt textílverk eftir Elvu Dögg. //13. Íslenskt ilmkerti frá Urð – Stormur er minn uppáhalds ilmur. //14. Stockholm kertastjaki frá ByOn. //15. Mette Ditmer rúmteppin eru góð gjöf – ég á eitt slíkt og elska það. – Til í nokkrum litum. //16. Fyrir þá sem eru stórtækir þá er þetta speglaborð frá Reflection hrikalega fallegt. //17. Handklæði eru klassísk brúðargjöf og tilvalið að óska sér fallegt sett af slíku. //18. Fiðrildastóllinn klassíski sem margir hönnunarunnendur elska. Þessi er frá sænska ByOn og er úr Buffalo leðri. 

Það er svo skemmtilegur tími framundan sem einkennist af nóg af veislum og ólíkum tilefnum ♡ Þið hikið svo ekki við að senda á mig línu eins og áður ef þið eruð með spurningar eða vantar ráðleggingar.

LANGAR: Paradisco Productions

LANGARSHOP

English Version Below

Jess. Heppin þið! Ég sé að dönsku veggspjöldin frá Paradisco Productions eru nú loksins komin í sölu á Íslandi. Það eru aldeilis fínar föstudagsfréttir að deila hér …

Ég kynntist þessu merki í einni af uppáhalds búðinni minni  – Artilleriet (sú verslun fær síðar sér færslu út af fyrir sig).

Ég safnaði saman smá innblæstri til að kynna ykkur fyrir merkinu. Það eru ekki margir sem hafa efni á vönduðum málverkum eða slíku og þess vegna eru svona veggspjöld góð lausn þar til maður giftir sig :) Ég er líka alltaf svo smeik við að fá leið á verkum uppá vegg hjá mér og þessari lausn er mun auðveldara að skipta út. Ekki misskilja mig, mig dreymir um mörg falleg málverk þessa dagana en veskið leyfir það því miður ekki.

Fást: Snúrunni

//

I have been looking at the posters from the danish Paradisco Productions last days. I am trying to chose one on my wall after I saw them in one of my favorite shops in Gothenburg – Artilleriet.
I collected some inspiration from the brand ..

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMILI Á LEIÐ Í JÓLABÚNING

Hönnun

Í gær fór ég í fyrstu heimsóknina af mörgum í eina af fallegustu verslunum landsins sem tekur þátt í risa jólagjafaleiknum hér á blogginu, Snúruna. Og haldið þið ekki að fyrsti aukavinningurinn sé mættur á Snapchat, fallegur “jóla” kertastjaki frá Finnsdóttir, hann er þó of fallegur til að ég geti hugsað mér að pakka mínum niður eftir jól. Ég keypti mér sjálf svona kertastjaka fyrir nokkrum vikum síðan og varð því mjög glöð þegar Rakel í Snúrunni vildi gefa einum heppnum sama kertastjaka. Dálítið í anda Bing & Grøndahl sem ég held mikið upp á.

15388744_10155522023098332_477887691_o15409684_10155522031808332_1165475505_o

Ég hafði hugsað mér að nýta helgina til að jólast dálítið og mögulega baka! En þið? Ég vil endilega benda áhugasömum á það að gjafaleikurinn á snapchat rennur út í kvöld, það eina sem þarf að gera er að taka skjáskot af mynd sem ég birt þar af vinningnum.

svartahvitu-snapp2

VINNUR ÞÚ 240.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS?

Uppáhalds

*Uppfært*

Þvílík gleði   Í gær, þann 19. desember afhenti ég vinningshafanum 240 þúsund króna gjafabréf í fallegustu verslunum landsins. Hjartað mitt er yfirfullt af gleði og mikið sem vinningurinn rataði á góðan stað. Vigdís Hauksdóttir er sú allra heppnasta og fékk ég kærastann hennar með mér í lið til að koma henni á óvart og sjá má viðbrögðin á facebook síðu Svart á hvítu.
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegar og jákvæðar móttökur í leiknum sem og á Snapchat rás Svartahvitu  Ég vildi óska þess að ég hefði getað glatt ykkur öll – en það kemur kannski síðar.
Einnig vil ég þakka mínum kæru samstarfsaðilum fyrir að gera þennan frábæra leik að veruleika – þið eruð best 

**

Þá er komið að stærsta gjafaleik í sögu Svart á hvítu bloggsins sem fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu. Ég er full þakklætis fyrir ykkur, þennan risavaxna og trygga lesendahóp sem bloggið mitt hefur eignast á undanförnum 7 árum og ég er jafnframt þakklát fyrir samstarfsaðila mína sem gera mér kleift að sinna því sem ég hef ástríðu fyrir, að blogga. Til að sýna ykkur þakklæti efni ég til eins glæsilegasta gjafaleiks sem haldinn hefur verið.

Uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu er án efa desember og það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda jólagjafaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 240.000 kr. gjafabréf í mínum uppáhalds verslunum sem eiga það sameiginlegt að vera fallegustu verslanir landsins. Í þeim má finna það allra besta þegar kemur að hönnun fyrir heimilið og er þetta gjafabréf draumur fyrir alla fagurkera.

Verslanirnar sem um ræðir eru Aurum, Epal, Kokka, Kúnígúnd, Línan, Lumex, Módern, Myconceptstore, Norr11, Rökkurrós, Scintilla og Snúran sem gefa samtals 240.000 kr. gjafabréf.

Ég tók saman brot af mínum uppáhaldsvörum frá verslununum til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 240.000 kr. gjafabréfið. Á næstu dögum mun ég einnig heimsækja verslanirnar og sýna á Snapchat @svartahvitu jólagjafahugmyndir ásamt því hvað hægt er að fá fyrir gjafabréfið glæsilega.

// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur.

 

aurum

Aurum er ein af skemmtilegri verslunum landsins með fjölbreytt úrval af hönnun frá öllum heimshornum og vekur verslunin gjarnan athygli fyrir fallegar gluggaútstillingar og bíð ég alltaf spennt eftir jólaglugganum. Verslunin í Bankastræti er tvískipt: Aurum skart og Aurum Hönnun & Lífsstíll og er því hér að finna eitthvað fyrir alla, stóra sem smáa og unga sem aldna.

// Aurum er á Facebook, Instagram og einnig á Pinterest

epal1

Í Epal búa nokkrir af frægustu hönnuðum heims og sérhæfir verslunin sig í úrvali af gæðahönnun frá Norðurlöndum og víðar. Hér má einnig finna brot af því besta af íslenskri hönnun. Epal má finna í dag á fjórum stöðum, í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og í Hörpu.

// Epal er á Instagram, Facebook og á Snapchat @epaldesign
kokka1

Kokka á Laugavegi er ein besta verslun miðborgarinnar og er hreint ótrúlegt hve mikið vöruúrval kemst fyrir á fáum fermetrum. Kokka sérhæfir sig í öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og leggja þau áherslu á vel hannaðar og vandaðar vörur. Kokka er einn af mínum uppáhalds og tryggustu samstarfsaðilum og fagnaði verslunin í ár 15 ára afmæli sínu.

// Kokka er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kokkarvk

kunigund

Kúnígúnd er sérverslun á Laugavegi, Kringlunni og á Akureyri sem býður upp á vandaða gjafavöru og ber þar hæst vörur frá dönsku hönnunarfyrirtækjunum Georg Jensen, Royal Copenhagen, Holmegaard og Bing & Gröndal. Kúnígúnd er ein af eldri og glæsilegri verslunum landsins og þarf vart að kynna hana fyrir ykkur né ömmu ykkar.

// Kúnígúnd er á Facebook, Instagram og á Snapchat @kunigund.island

 

linan1

Línan var stofnuð árið 1976 ótrúlegt en satt, en það eru ekki nema nokkur ár frá því að ég uppgötvaði þennan demant í Kópavoginum og kolféll fyrir versluninni enda úrvalið sérstaklega skemmtilegt. Hér má finna úrval af gjafavöru og húsgögnum og má nefna þekktu merkin House Doctor og Voluspa sem eru meðal vörumerkja.

// Línan er á Facebook, Instagram og sjá einnig á Pinterest

lumex

Í Lumex býr einn ástsælasti hönnuður allra tíma, Tom Dixon sjálfur sem tekist hefur að heilla upp úr skónum flesta hönnunaraðdáendur um heim allan. Lumex sérhæfir sig í lýsingu fyrir fyrirtæki og heimili en er einnig með fallega smávörudeild sem er heimsóknarinnar virði.

// Lumex er á Facebook og einnig á Pinterest

modern

Húsgagna- og lífstílsverslunin Módern fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu og hélt upp á þann áfanga með því að flytja sig yfir í stórt og glæsilegt húsnæði í Faxafeni. Í Módern má finna tímalausa hönnun eða framúrstefnulega hönnun eins og hún gerist best hverju sinni með áherslu á gæði og má hér finna vörumerki á borð við sígilda ítalska Minotti og vinsæla Kähler.

// Módern er á Facebook

myconseptstore

Myconceptstore er falleg verslun á Laugaveginum sem lætur mér alltaf líða eins og ég sé að rölta um stræti Parísarborgar. Hér er lögð jafn mikil áhersla á fallegt umhverfi og fallegar vörur og er það viss upplifun að heimsækja verslunina. Hér fást sérvaldar vörur fyrir heimilið, dásamlegar úlpur, skart, bækur og margt fleira.

// Myconceptstore er á Facebook 

norr11

Danska hönnunar- og húsgagnafyrirtækið Norr11 er með glæsilegan sýningarsal og notalega verslun á Hverfisgötu beint á móti Þjóðleikhúsinu. Norr11 er ungt merki sem einsetur sér að búa til falleg húsgögn sem standast tímans tönn. Í Norr11 má einnig finna vinsæl merki á borð við Frederik Bagger og Playtype.

//Norr11 er á Instagram og á Facebook

rokkurros

Rökkurrós er einn af földu demöntum Reykjavíkur og er þessi fallega verslun staðsett í verslunarkjarnanum Grímsbæ. Rökkurrós er lífstílsverslun sem selur fatnað, fylgihluti og hönnunar- og gjafavöru. Vintage, bohemian og nútímalegar hönnunarvörur eru samblandan sem Rökkurrós hefur upp á að bjóða og má þar m.a. finna vinsæla merkið Love Warriors.

// Rökkurrós er á Instagram og á Facebook

scintilla

Scintilla hefur verið fastagestur á Svart á hvítu blogginu undanfarin ár og verið lengi eitt af mínum uppáhaldsmerkjum. Scintilla er íslenskt hönnunarhús sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á textíl og gjafavöru fyrir heimili, hótel og fyrirtæki.

// Scintilla er á Instagram og á Facebook

snuran

Snúran er ein af glæsilegri verslunum landsins og jafnframt rekin af vinkonu minni Rakel Hlín sem ég kynntist í gegnum bloggið. Snúran er verslun í Síðumúla 21 sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið. Ath. Snúran ólíkt hinum verslununum gefur 20.000 kr. gjafabréf fyrir Bitz leirstelli sem ég hef áður dásamað og dreymir sjálfri um að eignast.

// Snúran er á Facebook, Instagram og á Snapchat @snuran.is

 

Þá eru það mikilvægu atriðin:

Til að skrá sig í pottinn þarf að,

1. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með fullu nafni (það þarf að skrolla mjög langt niður).

2. Fylgja Svart á hvítu á facebook.

3. Líka við og deila þessari færslu (stilla færsluna á public til að ég sjái að þú hafir deilt).

Á næstu dögum mun ég kíkja í heimsókn í verslanirnar og sýna góðar jólagjafahugmyndir  á Snapchat ásamt því að hver veit nema þar verði hægt að næla sér í aukavinninga – ég mæli því með að fylgjast vel með.

svartahvitu-snapp2

Ég dreg út einn heppinn vinningshafa mánudaginn 19. desember.

Ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska ykkur gleðilegra jóla.

x Svana

ÓSKALISTINN: ÞÁ ER ÞAÐ SVART

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Ég ákvað að henda saman í einn góðan óskalista fyrir heimilið og áður en ég vissi af hafði ég aðeins valið svarta hluti og meirihluti þeirra eiga heima í eldhúsinu. Fyrst og fremst er það eini hluturinn sem er ekki svartur, en það er þetta ó svo fallega kúaskinn sem ég hef verið að leita mér að í nokkrar vikur núna en án árangurs (hæ allir sem geta gefið mér ábendingar). Það horfir á mig á hverjum degi á desktopinu á tölvunni minni ásamt nokkrum óskahlutum fyrir heimilið – sá listi tæmist að sjálfsögðu aldrei. Skemmtileg tilviljun að ég las yfir nýjustu færsluna hjá Pöttru áður en ég birti þessa og sá þar fína brúna kúaskinnið sem hún fjárfesti nýlega í. Svona skinn eru mjög slitsterk og á að vera auðvelt að hreinsa þau og því henta þau ágætlega undir borðstofuborð eða stofuborð. Ég var jafnvel komin á það að flytja inn eitt skinn frá USA en ákvað að það væri jú töluvert hagkvæmara fyrir að versla slíkt innanlands. Ég skal leyfa ykkur að fylgjast með ef ég finn draumaskinnið…

svart2

 

Þessir svörtu hlutir eiga það sameiginlegt að vera ekki bara fallegir heldur líka töff. Ef þið viljið sjá alsvart eldhús þá mæli ég með því að kíkja á þetta hér fyrir hugmyndir, sumir fara jú alla leið með svarta litinn. Það styttist í að ég byrji að taka saman jólagjafahugmyndir en á þessum lista má að sjálfsögðu finna ýmislegt hentugt í pakkann:) Takið eftir að ég linka yfir í vefverslanir á allar vörurnar í upptalningunni hér að neðan.

// 1. EM 77 Reverse hitakanna frá Stelton, í möttu svörtu ólík hinum hefðbundnu, Kokka.  // 2. Svart marmarahliðarborð frá Zuiver, Línan. // 3. Brass blómapottar frá Hübsch, Línan. // 4. Mjög fallegt og smá dramatískt matarstell frá Mr. Bitz, Snúran. // 5. Teketil fyrir nýju hollu mig frá Stelton, Kokka. // 6. Lítill blómavasi frá Hübsch, Línan. // 7. Stór blómavasi frá Finnsdottir, Snúran. ( Til miðnættis er 20% afsláttur af öllu á Snúran.is í tilefni 11.11) // 8. Lífrænt viskastykki, Kokka. // 9. Vipp ruslatunna, Kokka & Epal. // 10. Pepples frá Normann Copenhagen, væntanlegt í Epal. // 11. Geggjuð tímaritahilla frá Hübsch, Línan. // 

skrift2

HÖNNUN: NAGELSTAGER Í GYLLTU

HönnunKlassík

Klassísku Nagelstager kertastjakarnir voru að koma út í messing og eru alveg gullfallegir í þeirri útgáfu. Kertastjakarnir voru upphaflega hannaðir af Fritz Nagel árið 1965 en hætt var þó að framleiða þá í fjölmörg ár og var þá helst hægt að finna þá á antíkmörkuðum. Það eru aðeins örfá ár síðan að stjakarnir voru uppgötvaðir á ný og settir í endurframleiðslu og þá drógu margir sína gömlu stjaka fram úr skápum og hafa haldið áfram að safna. Nagelstager eru ofboðslega falleg hönnun sem ég gæti vel hugsað mér að safna einn daginn.

 nagel-stoff-ljusstake-massing-modul-5

13827216_1638001673179742_719941527_n

ef4073894ab95cf0e5c0332f488cea9f

Ég get þó ekki gert upp við mig hvort ég sé hrifnari af gulli eða silfri? Fyrir áhugasama þá er Snúran söluaðili Nagelstager á Íslandi.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SNÚRAN FÆR ANDLITSLYFTINGU

Fyrir heimiliðVerslað

Ég trúi því varla að ég sé ekki ennþá búin að birta hér myndir eftir að ein uppáhaldsbúðin mín Snúran stækkaði talsvert um daginn. Ég átti hinsvegar leið þangað í morgun að kaupa gjöf handa vinkonu minni sem er nýbökuð tveggja barna móðir og var þá að sjá verslunina í fyrsta sinn eftir andlitslyftinguna og vá þvílíkur munur! Búið að mála alla veggi í mjög hlýlegum tónum og leggja æðislegar teppaflísar og núna njóta vörurnar sín mikið betur. Það er svo skemmtilegt hvað þetta hverfi er í miklum blóma og margar spennandi verslanir þar að finna, mæli svo sannarlega með bíltúr í Síðumúlann.

13707769_1487656147915036_2267825696653659875_n 13716171_1487655371248447_5797850338945664413_n 13731644_1487655504581767_7802528469657456780_n 13770448_1487656164581701_6293428150668251699_n 13781715_1487656167915034_6238973207729052206_n13315341_1436994529647865_7870220048414113119_n

Myndirnar að ofan fékk ég lánaðar á facebook síðu Snúrunnar, ljósmyndari: Anna Kristín.

13838445_10155038940013332_1989336008_o

Við fórum í smá vinkonuleiðangur í morgun í gjafaleit, Kristbjörg og Inga mínar verða eflaust agalega glaðar að ég birti myndina af þeim:)

Verslunin er orðin algjör draumur í dós, ég er með augun á nokkrum vörum þarna inni og þá helst LA:Bruket sápunum og kremum sem ég þarf að fara að endurnýja ásamt einum gordjöss blómavasa sem er reyndar það allra síðasta sem ég þarf á að halda. Það helsta sem ég þyrfti á að halda er að halda góða bílskúrssölu og tæma úr skápunum hluti og föt sem ég er hætt að nota!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111