fbpx

YFIR 50 FALLEGAR JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

JólÓskalistinnSamstarfVerslað

10 dagar til jóla ♡

Jólagjafahugmyndir Svart á hvítu eru gífurlega vel lesnar og skal engan undra – spurningin sem er svo ofarlega í hugum margra þessa dagana “hvað á að gefa xxx…” og því tilvalið fyrir mig að reyna mitt besta að aðstoða ykkur við valið. Hér hef ég tekið saman brot af því besta úr nokkrum af mínum uppáhalds verslunum. Hér má sjá fallega hönnun, nytsamlega hluti og annað spennandi sem heillar augað og sem á það allt sameiginlegt að vera bæði vandað og fallegt.

Ég er afskaplega ánægð með hugmyndalistana í ár og vona svo sannarlega að þeir komi að góðu gagni. Það var að minnsta kosti ótrúlega skemmilegt að taka saman allar þessar hugmyndir og bæta nokkrum á minn eigin óskalista – það má jú alltaf leyfa sér að dreyma. Smellið svo endilega á vörurnar í textanum og þá lendið þið í viðkomandi verslun – viljið þið njóta þess að versla heima í stofu. Nokkrir dýrir hlutir prýða yfirleitt þá lista sem ég tek saman, sem gæti hentað vel fyrir þau ykkar sem kaupa saman eina veglega gjöf fyrir heimilið, tjah eða einhvern sem ætlar að gera extra vel við sig í ár!

Þrátt fyrir að nafnið gefi til kynna að hér séu einungis herragjafir, þá henta þær flestar að sjálfsögðu einnig fyrir konur. Ég gæti að minnsta kosti hugsað mér að eiga langflest af þessum vörum ♡

lampar – list – smekklegir smáhlutir – ég elska þennan lista! 

 

 

// 1. Karafla Aida, Ramba. // 2. Freddy Mercury stytta. Epal og Snúran. // 3. Ljós, Astep Model 2065. Lumex. // 4. Steikarbretti hnota. Kokka. // 5. Valkea kertastjaki iittala. ibúðin og iittala sölustaðir. // 6. Stelton hitabrúsi. Kokka. // 7. Handáburður L.A. Bruket. Dimm. // 8. Beoplay heyrnatól, Bang Olufsen. Ormsson. // 9. Frederik Bagger glös. Epal. // 10. Sólgleraugu fyrir veiðimanninn. ÉgC Hamraborg. // 11. Veggkertastjaki mini. HAF store. // 12. Leður fartölvutaska. Dimm. // 13. Sjöstrand flóari. Sjöstrand.is, HAF store og Epal. // 14. Putki lampi iittala, ibúðin Kringlunni. // 15. Bedside Gun frá Flos. Lumex. // 16. Rúmföt röndótt Studio Feder. Ramba. // 17. Dagbók 2021 frá Rakel Tomas. // 18. Plakat, Dúkrista. Mikado.

// 1. Taccia borðampi, Flos. Lumex. // 2. Andlitsskrúbbur, því karlmenn þurfa líka að hugsa um húðina – þessi er frá Origins. //3. Albúm frá Printworks – tilvalið að láta nokkrar myndir fylgja í. Epal, Módern og Nomad. // 4. T lampi frá Frama. Mikado.  // 5. Viðarbretti frá Holm. Snúran. // 6. Þú finnur mikið úrval hnífa í Kokku. // 7. Mæli með þessu skóhorni, Normann Copenhagen. Epal.  // 8. Stílhreint slökkvitæki með gasi – eitthvað sem öll heimili ættu að eiga. Kokka. // 9. Fuglar Toikka frá iittala. ibúðin. // 10. Untitled, verk eftir Sigurð Atla Sigurðsson. // 11. Hurðastoppari eða bókapressa frá Tom Dixon. Lumex. // 12. Harvey glös. Ramba. // 13. Falleg koparpanna. Kokka. // 14. Leðursvunta. Dimm. // 15. Unisex hör/bómullar sloppur. Dimm. // 16. PH 2/1 Amber lampi. Epal. // 17. Cowboy teppi blátt, Anna Thorunn. Ramba. //

// 1. Grænt ullarteppi, Dimm. // 2. Ultima Thule Glös, ibúðin. // 3. Kubus kertastjaki grár. Epal. // 4. Helgar og ræktartaska. Dimm. // 5. Karl Lagerfeld stytta. Epal og Snúran. // 6. Rakspíri er alltaf góð gjöf, Sauvage frá Dior. // 7. Aarke sódatæki. Aarke.is. // 8. Viðarbretti. Ramba. // 9. Plakat, Einar Guðmundsson. Mikado. // 10. Rifjárn. Kokka. // 11. Holm Pizzakefli. Snúran. // 12. Astep model 548 lampi. Lumex. // 13. Veglegur penni. Mikado // 14. Stelton blandari Rig Tig. Kokka. // 15. Pressukanna, Tom Dixon. Lumex. // 16. On beer and Food, bók. HAF store. // 17. Posea bekkur. Snúran. // 18. Valkea kertastjaki iittala. Sölustaðir iittala. // 19. Tid no.1 úr. HAF store. // 20. Flowerpot lampi. Epal. //

Þá erum við komin með yfir 100 jólagjafahugmyndir. Kíktu endilega einnig á “Yfir 50 jólagjafahugmyndir fyrir hana.” Njótið! 

Fylgstu með á Instagram @svana.svartahvitu

YFIR 50 FALLEGAR JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANA

Skrifa Innlegg