fbpx

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI // HEIMA HJÁ RAKEL Í SNÚRUNNI

Íslensk heimili

Það kemur fáum á óvart að það sé smekklegt heima hjá Rakel Hlín eiganda einnar fallegustu verslunar landsins, Snúrunnar. Þessi glæsilega útsýnisíbúð sem staðsett er á 6. og 7. hæð í Kópavogi með glæsilegu útsýni yfir borgina er nú komin á sölu fyrir áhugasama. Heimilið er vandlega innréttað með fallegri list og hönnunarvöru sem flestar hverjar koma að sjálfsögðu úr Snúrunni. Ballroom ljósin setja sinn svip á heimilið ásamt vönduðum lömpum og speglum sem ég er bálskotin í.

Kíkjum í heimsókn –

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Listaverk eftir m.a. Kristinn Má Pálmason skreyta veggi heimilisins en þess má geta að nú stendur yfir sýning á nokkrum verkum hans í Snúrunni. Segi ykkur betur frá því innan skamms!

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is / Fasteignasíða Mbl.is 

Ég sé nokkra hluti á heimilinu sem sitja ofarlega á mínum óskalista… bæði skrautmuni og list. Fyrir áhugsasama um þessa glæsilegu íbúð smellið þá hér.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI // PIPARSVEINAÍBÚÐ Í TRYLLTUM LITUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    20. May 2020

    Eeeelska íslensk innlit. Ánægð með allt þetta smekkfólk að vera að selja núna ;)