fbpx

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI // PIPARSVEINAÍBÚÐ Í TRYLLTUM LITUM

Íslensk heimili

Vá hvað ég er að elska litasamsetninguna á þessu fallega íslenska heimili sem hannað var af HAF STUDIO. Íbúðin er mjög björt og opin og aðeins glerveggir aðskilja svefnherbergið frá alrýminu sem er skemmtileg nýting á plássi og sjáið líka hvað veggurinn sem tengir forstofu við svefnherbergið nýtist vel undir skápa. Eigum við síðan að ræða eitthvað bleika flísalagða vegginn og þetta tryllta baðherbergi.

Frábærlega vel hannað heimili sem nú er komið á sölu!

Áhugasamir ættu að smella hér –

Myndir // Fasteignaljósmyndun – Mbl.is 

Algjörlega einstakt heimili, hér býr greinilega mikill smekkmaður!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

EKTA SKANDINAVÍSKT SJARMATRÖLL

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Þórlaug Einarsdóttir

  19. May 2020

  Veistu nokkuð hvaðan borðstofustólarnir í íbúðinni eru :)?

  • Svana

   19. May 2020

   Já þetta eru Ton stólar:) Fást hér heima í Epal.