fbpx

SNÚRAN STÆKKAR // FALLEG HÖNNUN & ÍSLENSK LIST

HönnunListSamstarfVerslað

Ein af mínum uppáhalds verslunum Snúran stækkaði á dögunum og opnaði fallegt sýningarrými á efri hæð verslunarinnar í Ármúlanum. Þar má finna úrval af fallegum húsgögnum í bland við smávöru, hönnun ásamt glæsilegri listasýningu á verkum Kristins Más Pálmasonar sem ég held persónulega mikið upp á. Um er að ræða sölusýningu á stærri listaverkum ásamt tveimur minni eftirprentunum.

Ég mæli svo sannarlega með heimsókn að skoða bæði fallega hönnun og list – leyfum myndunum að tala sínu máli ♡

Til hamingju Snúran með vel lukkaða stækkun á fallegu versluninni ykkar!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

SÆNSK FEGURÐ MEÐ FALLEGUM BARNAHERBERGJUM

Skrifa Innlegg