fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR 2021 // FYRIR HANN

JólSamstarfVerslað

Jólagjöfin fyrir hann er yfirleitt með síðustu gjöfunum sem ég versla. Það á þá við manninn minn, pabba og mág minn – og yfirleitt þykir mér erfiðast að finna þessa einu réttu gjöf fyrir mína menn þó það takist oftast að lokum. Þeir elska græjur og nytsamlega hluti, eitthvað sniðugt og jú líka eitthvað flott. Ég setti þennan lista saman á meðan Andrés minn sat við hliðiná mér … og inná milli heyrðist “það vill enginn strákur fá svona í jólagjöf.” Svo því var þá kippt út og mjög nytsamlegum hlut bætt við í staðinn haha. Svona eins og vekjaraklukka sem vekur með ljósi og borvél. En engu að síður þá veit ég vel að við erum öll svo ólík og með ólíkar hugmyndir hvað er góð gjöf. Margir karlmenn vilja fína hluti fyrir sig eða heimilið, aðrir góða bók og einhverjir óska sér nýja græju.

Gjafahugmyndirnar eru úr öllum áttum, margt nytsamlegt og praktískt ásamt fallegum hlutum fyrir heimilið. Ég vona að þessi listi gefi ykkur góðar hugmyndir ♡

// 1. Bogi kertastjaki. Haf store. // 2. Vínandari Menu. Epal. // 3. Frederik Bagger glös. Snúran og Epal. // 4. Töff vinnuskyrta eða hversdagsskyrta – mínum langar í svona. Vorverk Mosfellsbæ. // 5. Skurðarbretti, Lene Bjerre. Póley. // 6. Klassískir leðurhanskar. Feldur. // 7. Vekjaraklukka sem vekur með dagsljósi. Eirberg. // 8. Peppbók! Þessi bók er á lista hjá mínum, eftir Þorkel Mána Pétursson. Ýmsar bókaverslanir. // 9. Sjöstrand espressóvél. // 10. Súrdeigsbrauð frá grunni bók. Epal. // 11. Glæsilegir ostahnífar, Póley og Bast. // 12. Brons skál / fat fyrir matarboðin. Bast og Snúran. // 13. Grilláhöld. Ramba. // 14. Virva lampi iittala. ibúðin. // 15. Lucie Kaas, tréstytta – margir þekktir karakterar til! Póley, Snúran. // 16. Smart helgartaska eða í ræktina. Dimm. 

// 1. Falleg sængurver Midnatt. Dimm. // 2. Kokteilahristari. Ramba. // 3. Skegggreiða og aðrar skegghirðuvörur. Kormákur og Skjöldur. // 4. Sólgleraugu, David Beckham. ÉgC. // 5. Kinfolk bók – frumkvöðlar. Epal. // 6. Leðursvunta í gjafaöskju. Dimm. // 7. On Beer and Food bók, um pörun bjórs og matar. Haf store. // 8. Skeggolía, Kormákur og Skjöldur. Epal. // 9. Manicure set – Handsnyrtisett, tilvalið fyrir vinnandi hendur (bæta jafnvel góðum handáburð með! Snúran. // 10. Aida hnífapör svört. Dimm. // 11. Pizzabretti, Aida. Dimm. // 12. Holm pizzakefli. Snúran. // 13. Veggstjaki mini. Haf store. // 14. Góð borvél – nauðsynleg á hvert heimili. Sindri. // 15. Takk home snyrtitaska. Póley, Epal, Snúran og fleiri. // 16. Bjórglös Ultima Thule, iittala. ibúðin og söluaðilar iittala. // 17. Nike hlaupaskór. Hverslun. // 18. “Ég alaðist upp við svo góða íslensku” haha – ég elska svona verk. Þetta og svo miklu meira á jólasýningu Listval

Ef þú kæri lesandi áttir eftir að skoða jólagjafahugmyndir – Fyrir hana – smelltu þá hér ♡

Takk fyrir lesturinn, mikið vona ég að þessar hugmyndir komi að góðum notum – og enn fleiri hugmyndir eru á leiðinni!

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR 2021 // FYRIR HANA

Skrifa Innlegg