fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR 2021 // FYRIR HANA

JólSamstarfVerslað

Ertu í jólagjafaleit? Þá er ég svo sannarlega með þér í liði ♡ Byrjum á því að skoða saman um 50 jólagjafahugmyndir og þrátt fyrir að þessi listi beri heitið “fyrir hana” þá er hann að sjálfsögðu fyrir öll kyn. Það er gaman að gleðja með fallegri gjöf og það þarf alls ekki að kosta alltaf mikinn pening, það er hugurinn sem gildir. Einnig er alltaf gaman að bæta við litlum hlutum við aðalgjöfina hvort sem það sé eins og t.d. einn andlitsmaski, óáfeng vínflaska, naglalakk eða uppáhalds sælgæti viðkomandi. Ég persónulega elska þannig gjafir sem búið er að leggja smá svona extra í. 

Ég vona að þessir jólagjafalistar komi til með að veita ykkur góðar hugmyndir í leit ykkar að réttu jólagjöfinni. Ég er alltaf tilbúin að aðstoða ef þið eruð að vandræðast með ykkar konu – eða mann. En næst koma jólagjafahugmyndir fyrir hann, og fyrir barnið.

Njótið ♡ Ég vona annars að aðventan sé að fara vel með ykkur. Ég er ein af þeim sem er ekki byrjuð að versla jólagjafirnar, einmitt árið sem ég stefndi á að klára fyrir desember. Stundum fara hlutirnir á annan veg – en þetta reddast alltaf allt og vonandi verða komandi dagar ljúfir fyrir okkur öll.

// 1. Frederik Bagger glös. Epal og Snúran. // 2. Listaverk, “Bara vera falleg” eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Listval. // 3.Vuelta borðlampi frá Ferm living. Epal. // 4. Nappula blómapottur á fæti. ibúðin og Epal. // 5. Feldur lúffur. Feldur verkstæði. // 6. Midnatt rúmföt í fallegum lit. Dimm. // 7. New Wave veggljós, Snúran. // 8. Vetur ilmkerti. Haf store. // 9. Bioeffect gjafasett – þvílíkt dekur. Fæst m.a. hjá Bioeffect, Lyfju og Hagkaup. // 10. Essie naglalökk – tilvalið að bæta við aukalega í gjöfina. Flestar snyrtivöruverslanir. // 11. Æðisleg kroppastytta. Póley Vestmannaeyjar. // 12. Jodis By Andrea Röfn, leðurökklaskór – elska mína svona. Skór.is & Andrea Boutique. // 13. Ferðasnyrtispegill með stækkun og ljósi – ég hef átt stóran og langar einnig í þennan litla. Eirberg. (er að koma ný sending) // 14. Dagbók 2022 Sólrún Diego. Fæst í ýmsum bókaverslunum og hér. 

// 1. Fluffy inniskór. AndreA. // 2. Watt & Weke loftljós. Dimm. // 3. Gordjöss Royal Copenhagen skál. Epal. // 4. Ilmkerti Gleðileg jól frá Urð. Snúran, Epal og fleiri. // 5. Snúin kerti, Paia. Snúran og Dimm. // 6. Húðin og umhirða hennar – Bók eftir Kristínu Sam. Bókaverslanir og Nola.is. // 7. Eyrnalokkar. Hlín Reykdal. // 8. String Pocket hilla í beige lit. Epal. // 9. Flottur Nike æfingarbolur í beige lit. Hverslun. // 10. Bliss skál, Anna Thorunn. Epal, Rammagerðin, Ramba og fleiri. // 11. Balance kertastjaki frá Ferm Living. Epal. // 12. Essie naglalökk – tilvalið að bæta við aukalega í gjöfina. Flestar snyrtivöruverslanir. // 13. Mette Ditmer snyrtitaska. Snúran. // 14. Kastehelmi kertastjaki frá Iittala. Söluaðilar iittala og ibúðin. // 15. Marmaraskál á fæti, Bloomingville. Ramba. // 16. Angan gljáandi húðolía, Volcanic Bliss. Haf store, Epal og fleiri. // 17. SÆNG – ef það er eitthvað sem mig dreymir um í ár – þá er það mjúkur stór pakki með sænginni í sem ég svaf með á Hótel Geysir. Fæst hjá sofðuvel.is

// 1. Eclipse lampi. Haf store. // 2. Hlín Reykdal eyrnalokkar. Snúran. // 3. Fallegt og klassískt lítið leðurveski. AndreA. // 4. Fallegir koparhælar eftir Andreu Röfn x Jodis. Skór.is. // 5. Glæsilegur kristal kertastjaki frá Reflections. Snúran. // 6. Svört viðarskál, Bloomingville. Ramba. // 7. Voluspa ilmkerti. Póley. // 8. Urð, hand og líkamskrem, Dimm, Snúran, Epal og fleiri. // 9. Fallegt bómullarteppi. Dimm. // 10. Dóttir vasar 3/pk. Póley og Snúran. // 11. Snyrtispegill með stækkun og ljósi – ég elska þessa spegla. Eirberg. // 12. Vanilla Black ilmstangir, þessi ilmur er mjög góður. Ramba, Snúran, Bast og fleiri. // 13.  Bioeffect gjafasett – þvílíkt dekur. Fæst m.a. hjá Bioeffect, Lyfju og Hagkaup. // 14. Desember bók frá Home & Delicious. Epal. // 15. Ultima Thule skál – alltaf í notkun hér á bæ. ibúðin og söluaðilar iittala. // 16. Bitz salatáhöld. Snúran, Bast og Póley. // 17. Hlýja sængurföt Ihanna home x Epal

 

Þá höfum við fyrstu 50 jólagjafahugmyndirnar – Hlakka til að deila með ykkur fleiri hugmyndum. Njótið!

 

// Ef þú kæri lesandi áttir eftir að skoða jólagjafahugmyndir – Fyrir hann – smelltu þá hér ♡

GIRNILEGAR JÓLAMATARHUGMYNDIR SEM MUNU SLÁ Í GEGN

Skrifa Innlegg