CURRENT MAKEUP FAVORITES

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Gleðilegan sunnudag xx

Vonandi eru þið búin að eiga yndislegan dag en dagurinn minn er meira og minna búinn að fara í lærdóm. Ég ákvað að taka mér smá pásu frá bókunum og gera lista með mínum uppáhalds vörum í augnablikinu.

Hérna er nokkrar vörur sem eru búnar að vera í miklu uppáhaldi hjá mér síðastliðnar vikur..

 

GUERLAIN – AQUA NUDE 

 

Ég fékk þennan farða fyrir nokkrum vikum og hann fór beint í snyrtibudduna mína. Formúlan er ótrúlega þunn og líkist einmitt vatni einsog nafnið gefur til kynna. Mér finnst þessi farði fullkomin þegar ég vill kannski ekki vera með mjög þekjandi farða eða er að eiga góðan “húðdag”. Hann gefur létta þekju og manni líður einsog það sé ekkert á húðinni.

 

HÁTÍÐARSETTIN FRÁ REAL TECHNIQUES – THE ILLUMINATE + ACCENTUATE

Ég er gjörsamlega ástfangin af nýju hátíðarsettunum frá RT og þá sérstaklega þessu setti sem heitir The Illuminate + Accentuate. Þetta eru sjö áhöld sem hægt er að nota til þess að ná fram ljómandi förðun. Ég er sérstaklega skotin í stærsta burstanum í settinu en það er sólarpúðursbursti og kemur hann einungis í þessu setti. Þessi sett koma líka einungis í takmörkuðu upplagi og því mæli ég með að hafa hraðar hendur ef ykkur langar í þau.

 

ALL HOURS CONCEALER

 

YSL var að koma út með nýjan farða og hyljara. Ég er ekki ennþá búin að prófa farðann en er búin að vera nota hyljarann seinustu daga og vá hvað hann er góður. Hann þekur ótrúlega vel, mjög kremaður og mér finnst hann haldast mjög vel undir augunum.

BIOEFFECT EGF + 2A DAILY TREATMENT

Ég er búin að vera nota þessa tvennu síðan að ég fékk hana um daginn á kynningu hjá BIOEFFECT en þið getið lesið nánar um þá kynningu hér hjá Karenu. Ég finn mikinn mun á húðinni minni og ég er gjörsamlega ástfangin af þessum vörum. Þessi tvenna á að vernda húðina gegn mengun og öðrum óhreinindum sem eru að finna í umhverfinu. Ég er búin að sjá mikinn mun á húðinni minni og hlakka til að sjá hvernig framhaldið verður.

 

BECCA BACKLIGHTING PRIMING FILTER

 

Þetta er ljómagrunnur sem þú getur sett undir farða eða blandar við farðann þinn og lætur húðina verða ljómandi. Það líka hægt að setja þetta á kinnbeinin og á þá staði sem þú vilt ljóma ef þú ert með mjög olíumikla húð en ég persónulega maka þessu yfir allt andlitið.

 

INIKA CERTIFIED ORGANIC PURE PRIMER

INIKA er nýtt snyrtivörumerki hérlendis og er ég búin að vera prófa mig áfram með vörurnar frá þeim. Vörurnar eru allar hreinar, vegan, ekki prófaðar á dýrum og úr náttúrulegum efnum og olíum. Ég er búin að vera ótrúlega hrifin af þessum grunni frá þeim en þetta er rakagefandi grunnur sem stíflar ekki svitaholurnar, heldur gefur húðinni fallegan ljóma og lætur farðann haldast á lengur.

 

INIKA CERTIFIED ORGANIC BB CREAM

 

Ég er mikið fyrir létta farða dagslega og er þetta BB krem búið að vera í miklu uppáhaldi. Ég er alltaf að prófa nýja farða þannig ég flakka mikið á milli en þetta er búið að vera það eina sem ég nota. Það gefur létta þekju og endist allan daginn. Það er líka ótrúlega góð og fersk lykt af þessu sem er extra hressandi á morgnana.

 

VISEART THEORY PALETTE

Theory palletturnar frá Viseart eru búnar að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en ég keypti mér tvær í seinasta mánuði og er búin að nota þær mikið síðan. Þær eru litlar, þægilegar, litirnir blandast mjög vel og eru litsterkir.

MAYBELLINE – MASTER BLUSH

Mér finnst þessi palletta bara svo ótrúlega krúttleg og þægileg fyrir þá sem vilja kannski prófa fleiri en einn kinnalit á góðu verði. Ég er ekki mikið fyrir kinnaliti en ég er búin að grípa nokkrum sinnum í þessa, sem segir mikið því ég nota alltaf sömu kinnalitina. Þetta er líka örugglega frábær palletta fyrir förðunafræðinga í kittið sitt.

 

NYX MEGA SHINE – NATURAL

Ég er búin að eiga þennan gloss í svolítinn tíma núna en var að fara í gegnum snyrtidótið mitt um daginn og fann hann aftur. Þessi gloss er fallega “nude” á litinn og ég set hann mikið yfir varablýanta eða aðra varaliti í svipuðum lit. Ég held að glossar séu að koma aftur og mattir litir séu að fara í smá pásu og ég mæli hiklaust með þessum glossum, mjög þægilegir á vörunum og ódýrir.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

Undur á Íslandi

HÚÐ

Þetta blogg þarf bara að vera lengra en gengur og gerist! En ég og Guðrún Sortveit fórum í heimsókn í höfuðstöðvar BioEffect. Þessi heimsókn hverfur seint úr minni mér en við sátum fyrst fund hjá Hildi og Bryndísi en þær starfa í markaðsdeildinni. Ég þekki Hildi og sú er flott í sínu starfi. Hún á hrós skilið fyrir frábæran fund.. en hún taldi mér trú um að BioEffect droparnir séu mér jafn nauðsynlegir og Omega 3 fitusýrurnar, sem sagt lífsnauðsynlegir! Ég hefði viljað vera “live” á einhverjum samfélagsmiðli svo fleiri gætu fengið að njóta þessara upplýsinga, en allt varðandi BioEffect er stórkostlegt. I aint joking! Ég var hrifin af þessum vörum en núna er ég fan number one! Framleiðslan, innihaldsefnin, virknin, árangurinn af BioEffect, vísindalegu rannsóknirnar… sölustaðir BioEffect, allar stjörnurnar sem nota vörurnar .. þetta er allt “negla”. Ætli það sé ekki bara þannig þegar maður er með svona ótrúlega hreina og öfluga afurð í höndunum.

Eins fórum við í húðgreiningu. Mér leið eins og ég væri á leið í próf, stressið heltók mig. Ég beið eftir hræðilegum niðurstöðum þrátt fyrir að hafa hugsað vel um húðina í langan tíma (notað BioEffect lengi, forðast sólböð, nota sterka vörn, sleppi ljósalömpum og fl.). Fyrstu niðurstöður voru satt að segja mjög fyndnar og alveg í takt við mig.. ég gleymdi s.s. að taka af mér laust púður sem ég setti á augnsvæðið. Púðrið myndar skugga og því mældist ég hrikalega í fyrstu. Sá sem greindi okkur sagði að ég væri nánast við dauðans dyr miðað við þessar niðurstöður.. frábært… en ekta ég.. en svo þreif ég andlitið og augnsvæðið og þá var niðurstaðan allt önnur. Hitt gat bara ekki verið, að ég liti verr út en allar konur á mínum aldri. Sko, allar…. haha. Maður þarf sem sagt að vera ómálaður.

Ég hef verið svo heppin að fá vörur frá BioEffect í nokkur ár. Ég hef oft skrifað um þær hér enda er ég loyal því sem ég fíla. Í gær fengum við ótrúlega veglegan gjafakassa. Þetta er allt svo high-end fallegt.. alveg sér á báti. En við fengum eftirfarandi:

BioEffect bók
EGF + 2A daily treatment – Ný vara. Hún verndar húðina gegn umhverfinu.
EGF EyeSerum + EGF Eye Mask Treatment – eye mask er magnað, I’m telling you!
BioEffect Volcanic Exfoliator – bókstaflega í uppáhaldi til margra ára.
EGF Day Serum – Þetta nota ég ótrúlega mikið (sem betur fer). Set á mig fyrir svefn.

Ég veit að Guðrún ætlar að segja ykkur frá vörunum svo ég leyfi henni að sjá um það.

Takk fyrir mig, I’m one happy camper!

Rakabomba frá BIOEFFECT

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Mig langar að segja ykkur frá húðvörunni sem ég hef verið að nota núna samfleytt undanfarnar vikur – vörunni sem kom minni hrikalega illu förnu húð í jafnvægi eftir harðan vetur. Ég er náttúrulega endalaust búin að vera að kvarta yfir því hvað húðin mín er búin að vera þur og illa farin síðustu vikurnar og eftir sirka 10 daga notkun á nýja EGF Day Seruminu frá BIOEFFECT gat ég loksins hætt að tuða. Nú þori ég ekki að hætta að nota vöruna af ótta við að hún fari aftur í sama far – svo ef þið kannist við málið haldið þá endilega áfram að lesa.

Þið ættuð nú flest allar að þekkja íslenska merkið EGF – merkið er betur þekkt sem BIOEFFECT erlendis en þær vörur eru virkari en EGF vörurnar af frumuvökunum og virku efnunum í vörunum. Hér á Íslandi höfum við aðeins fengið að kynnast BIOEFFECT en 30 Day Treatment droparnir komu í búðir nú fyrir jól og nú er Day Serumið fáanlegt á sölustöðum merkisins. Ég fékk kynningu á vörunni þegar hún kom á markaðinn og eftir að hafa notað hana nú, kynnst virkninni og fundið hana virka langar mig að deila minni upplifun með ykkur. En eins og þið vonandi vitið reyni ég alltaf að prófa húðvörur í alla vega 2-3 vikur áður en mér finnst ég geta fyllilega dæmt hvernig varan virkar fyrir mig :)

rakabomba4

Ég er svakalega hrifin af BIOEFFECT umbúðunum – þessum grænröndóttu pakkningum sem toga í athygli manns og um leið og ég sá þær varð ég heilluð. Svo mér finnst eiginlega skemmtilegra að fá vörur frá því merki en EGF – bara útaf pakkningum. Stundum er ég yfirborðskennd þegar kemur að pakkningum, engu öðru – lofa!

Day Serumið kemur í flösku með pumpu sem skammtar manni ráðlagðan dagskammt. Varan er virkilega drjúg og flott og það er mælt með því að varan sé notuð á hverjum morgni og meirað segja ætti þetta serum að vera nóg á morgnanna fyrir allar húðtýpur – s.s. ekkert rakakrem. Ég komst ekki upp með það í fyrstu skiptin sem ég notaði vöruna því ég var svo svakalega þur. Svo stundum setti ég bara annan skammt af seruminu á húðina eða notaði létt rakakrem yfir.

Frumuvakinn í seruminu örvar endurnýjun frumnanna í húðinni svo virkni þeirra eykst til muna og smám saman nær virkni serumsins að endurvekja þessa endurnýjun frumnanna og hvetja þær áfram. En þegar við eldumst þá hægist á þessari framleiðslu. Seruminu er því ætlað að koma húðinni í gott jafnvægi og þar á meðal þegar kemur að rakamagni húðarinnar sem er það sem ég persónulega leitaðist aðallega eftir.

rakabomba

Ég er ekki marktæk á breytingar á öldrunareinkennum húðarinnar nema fyrst og fremst þegar kemur að rakanum í húðinni. Mér finnst mín húð eftir notkunina komin í jafnvægi þegar kemur að honum, húðin mín er áferðafalleg og eins og alltaf eftir að ég nota þessar EGF vörur þá finnst mér hún ljóma og fá ennþá meiri náttúrulega útgeislun sem er aldrei ókostur.

Eins og aðrar vörur frá BIOEFFECT og EGF er varan virkilega drjúg og það þarf lítið sem ekkert magn til að ná að dreifa kreminu yfir allt andlitið. Til að byrja með þurfti mín húð aðeins meira en hún þarf núna, eftir þriggja vikna notkun finn ég mikinn mun á því hvað ég þarf mikið af vörunni – í dag er þetta litla magn sem þið sjáið hér fyrir neðan alveg feykinóg fyrir mig.

rakabomba2

Að lokum langar mig að deila með ykkur einum svona aukakosti við vöruna. Áferð gelsins minnir óneitanlega á primer eða farðagrunn. Þó ég gangi kannski ekki svo langt með að segja að varan komi í staðin fyrir primer þá grunnar kremið húðina mjög vel og áferð húðarinnar verður jöfn og falleg og þar af leiðandi verður auðveldara að bera grunnförðunarvörur yfir húðina – þær dreifast mun betur og renna fallega yfir húðina.

Á móti kreminu er mælt með notkun á BIOEFFECT dropunum fyrir nóttina og þá hef ég samviskusamlega notað á móti og fæ því alveg fulla virkni.

Þetta er frábær vara til að koma húðinni í gott jafnvægi eftir erfiðan vetur og ég gef Day Seruminu mín allra bestu meðmæli. Merkið heldur áfram að senda frá sér gæðamiklar vörur sem standast kröfur kvenna um allan heim en vissuð þið að BIOEFFECT vörurnar eru fáanlegar í mörgþúsund verslunum um allan heim, hafa unnið fjöldan allan af verðlaunum og eru iðulega sýnilegar á blasíðum flottra tímarita um heim allan – held að vörurnar séu að verða komnar á góða leið með að verða vinsælli en fiskurinn okkar og skyrið… :)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

p.s. að lokum þá sjáið þið hér nafn dömunnar sem ég dró út í I Love… leiknum:

Screen Shot 2015-04-28 at 6.38.57 PM

Til lukku Elva Rún – sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og ég læt þig vita hvar þú getur nálgast vinninginn :)

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Húðdroparnir sem eru að sigra heiminn!

Ég Mæli MeðFyrir eldri húðHúðLífið MittSnyrtivörur

Fyrir nokkru síðan bauðst mér að koma í heimsókn og kynnast vörunum frá EGF eða Bioeffect eins og merkið er betur þekkt sem erlendis. Ég hef áður sagt ykkur frá minni reynslu af vörunum sem ég var þá að prófa í fyrsta sinn og ég heillaðist langmest af húðdropunum mögnuðu eins og svo margir á undan mér. Þessir stórkostlegu dropar vekja mikla athygli hvert sem þeir koma og það var ótrúlega gaman að sjá hversu frægir þeir eru – það er nánst hægt að líkja þeim við Björk og Sigurrós en bara í bjútíheiminum ;)

En að fara í heimsókn og fræðast um merkið og fá að sjá tilraunarglösin þar sem þessi flottu virku efni eru að þroskast og að fjölga sér var eiginlega bara frekar magnað og það var líka bara mjög gaman að sjá hvernig þetta er allt saman gert. Ég heilsaði t.d. bara uppá skvísurnar sem sjá um að setja pakkningarnar saman og að setja vörurnar í þær – þetta er bara gert í höndunum nánast frá A-Ö. En eins og ég segi hér fyrir ofan þá er merkið betur þekkt undir nafninu Bioeffect erlendis og ég hef alltaf laðast sérstaklega að pakkningunum þeirra (þær eru öðruvísi hér á Íslandi nefninlega). Þær grípa svo athygli manns í erlendum tímaritum þar sem ég hef ófáum sinnum rekist á þær og þau sýndu mér t.d. lang flestar af umfjöllununum sem hafa verið gerðar um þessar undravörur og ég þessar vörur hafa verið í gegnum þær að ná til ótrúlega breiðs hóps.

Húðdroparnir sópa einnig að sér verðlaunum og þau nýjustu eru virtustu snyrtivöruverðlaun í Póllandi í flokki lúxussnyrtivara. Verðlaunin hafa verið veitt árlega í tuttugu ár til alþjóðlegra og pólskra vörumerkja og húðvara sem þykja skara fram úr á hverjum tíma. Aðrir verðlaunahafar þetta árið voru: Lancome, Clarins, La Mer, Estee Lauder, Tom Ford, L`Oreal Paris, Vichy og Issey Miyake. Ég get nú ekki sagt annað en að mér finnist stórkostlegt að vara frá okkar litla Íslandi sé hér í flokki með mörgum af flottustu húðvörumerkjum í heiminum í dag og ég held að við á litla Íslandi áttum okkur ekki á vinsældunum ef ég tala fyrir mig alla vega þá gapti ég af undrun. En vörurnar eru seldar í yfir 700 stórverslunum, snyrtivöruverslunum, læknastofum, heilsulindum og flugfélögum í 25 löndum!

SK:, , fot. Podlewski/AKPA

Hér sjáið þið dreifiaðila Sif Cosmetics í Póllandi taka á móti verðlaununum.

Ég verð að segja fyrir mitt leyti að húðdroparnir eru með gæðamestu snyrtivörum sem ég hef prófað. Þetta er vara sem fór óskaplega vel með mína húð, þetta er vara sem er svo drjúg og endist því lengi, þetta er vara sem virkar og gerir nákvæmlega það sem hún segist ætla að gera og að lokum þá er þetta einföld vara í klassískum umbúðum sem er eitthvað sem ég lít alltaf á sem gæðamerki því einfaldara, því betra.

Eftir fræðsluna um merkið fékk ég prufur af nýjustu vöru Sif Cosmetics hér á landi sem hefur eingöngu fengist erlendis og er nú s.s. til hér á Íslandi undir merkinu Bioeffects…

bioeffect

Varan heitir 30 Day Treatment og er sérstaklega öflug meðferð sem er með þrisvar sinnum meira af EGF frumuvakanum en húðdroparnir og fyrir og eftir myndirnar sem ég sá voru sláandi. Þeir hjá Sif Cosmetics tóku líka fram við mig að þær myndir hefðu komið þeim mikið á óvart líka – sem er auðvitað frábært að varan sé að veita öfluga og góða meðferð og sé að skila miklum árangri og sporna þannig við öldrun húðarinnar og draga úr einkennum hennar með því að örva frumurnar okkar. En það sem frumuvakarnir eru að gera er að þeir eru eiginlega að plata frumurnar til að haga sér eins og áður – áður en það hægðist á starfsemi þeirra en það er það sem gerist þegar húðin eldist er að starfsemi húðfrumnanna verður hægari, endurnýjun verður hægari, húðin missir fyllingu og teygjanleika og það slaknar á henni. Það sem gerist einnig er að húðin þinnist en rannsókn sem óháður húðlæknir og prófessor við háskóla í Þýskalandi, Dr. Martina Kerscher, gerði sýndi fram á aukna þykkt í húðinni við noktun á húðdropunum.

bioeffect2

30 daga meðferðar droparnir eru alveg stórkostlega flott vara og húðdroparnir eru það líka – þeir eru t.d. ótrúlega flott gjöf fyrir þá konu sem þið gefið jólagjöf sem á skilið gott húðdekur. Takið eftir því að pakkningarnar eru merktar með Made in Iceland – ég veit ekki með ykkur en ég varð smá stolt þegar ég sá þetta og hugsaði svo – vá þessi flotta vara er til í yfir 700 verslunum, ég er alla vega mjög ánægð með að þessar vörur séu meðal þeirra sem kynna erlent fólk fyrir landinu okkar og duglega og skapandi fólkinu sem býr hér og starfar.

Þemað fyrir næsta Reykjavík Makeup Journal er nú þegar ákveðið og ég hef nú þegar ákveðið að vörurnar frá Sif Cosmetics fái góða umfjöllun og ég hlakka til að deila meiri upplýsingum um þetta flotta merki með ykkur. En auk þess verð ég að mæla með greininni sem hún Lilja Ósk skrifaði í nýjasta tölublað Nýs Lífs um byltingu frumuvakanna í snyrtivöruheiminum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.