fbpx

TRENDNÝTT

BIOEFFECT TEITIÐ

FÓLK

BIOEFFECT kynnti á dögunum byltingarkennda nýjung, EGF Power Cream og bauð í tilefni þess í veislu í glæsilegri verslun þeirra við Hafnartorg. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu ásamt því að boðið var uppá búbblur og léttar veitingar og áhugasamir gestir gátu farið í húðmælingu sem þótti mjög spennandi.

Nýtt slagorð BIOEFFECT var jafnframt kynnt „Embrace the Effect“, sem vísar í virkni varanna og þann staðfesta og ótvíræða árangur sem vörurnar hafa í för með sér. EGF Power kremið hefur verið í undirbúning í langan tíma og þrátt fyrir að vera aðeins nýkomið á markað hefur það strax unnið til verðlauna! Það var valið besta nýja varan á Women & Home Beauty Awards í Bretlandi í sl. viku. Trendnet óskar BIOEFFECT til hamingju með þessa glæstu viðurkenningu.

 

„EGF Power Cream markar nýja kynslóð andlitskrema og boðar ákveðin þáttaskil á húðvörumarkaði.  Við höfum þróað flókna og einstaka efnaformúlu þar sem EGF-ið okkar, sem við framleiðum úr byggi, gegnir lykilhlutverki.  EGF, virka innihaldsefnið í BIOEFFECT húðvörunum dregur úr hrukkum og fínum línum og eykur þéttleika og þykkt húðar.  Kremið er kraftmikið og næringarríkt andlitskrem sem inniheldur einungis 23 hrein, náttúruleg og virk efni.  Við notuðum einnig virk og áhrifarík efni á borð við sérunnið betaglúkan úr byggi, níasínamíð og órídónín, sem er algjört undraefni fyrir húðina.  Í sameiningu styðja og efla þessi einstöku efni náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar –  eins og okkar húðrannsóknir sýndu svo vel. Nýja andlitskremið er afurð áralangrar rannsóknar- og þróunarvinnu og með miklu stolti getum við loksins kynnt EGF Power Cream til sögunnar,“ segir Dr. Björn Örvar, einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóri vísinda og viðskiptaþróunar.

BIOEFFECT framkvæmdi 90 daga virknirannsókn á áhrifum EGF Power Cream þar sem 50 íslenskar konur voru fengnar til að nota kremið tvisvar á dag. Vísindateymið notaði Visia Skin Analysis kerfið til að mæla árangurinn. Niðurstöðurnar eru ótvíræðar og sýna fram á að kremið:

– dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka um allt að 53%

– dregur úr litabreytingum um allt að 36%

– eykur þéttleika húðar um allt að 60%

 

Takk fyrir okkur –

// TRENDNET 

HEIMA HJÁ STOFNANDA ACNE - DRAUMI LÍKAST

Skrifa Innlegg