fbpx

TRENDNÝTT

KAFFI, KRUÐERÍ OG HÚÐMÆLING HJÁ BIOEFFECT

KYNNING

Loksins Trendnet morgunstund eftir allltof langa bið. Það var BioEffect sem stóð fyrir litlu boði í fallegri verslun sinni á Hafnartorgi – kaffi, kruðerí og húðmæling sem er ný og byltingarkennd þjónusta hjá fyrirtækinu – að okkar mati alveg frábær þjónusta sem okkur langar að segja ykkur betur frá.

Um er að ræða nýtt húðmælingatæki sem mælir litabletti, hrukkur, áferð húðar og húðholur – með svörun veit kúnninn betur hvaða vörur henta hverjum og einum. Þjónustan er í boði fimmtudaga og föstudaga á milli 14:00 – 17:30 í BIO store Hafnartorgi og við getum vel mælt með.
Greitt er 4.000 kr. fyrir húðmælinguna en upphæðin gildir upp í vöruúttekt í versluninni. Kynnið ykkur betur HÉR

Svana í þessu magnaða tæki.
Skráning í húðmælingu HÉR


Í BIOEFFECT versluninni starfar sérþjálfað starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu í húðráðgjöf,  Trendnet mælir með heimsókn !
Vá hvað var gaman að byrja daginn með svona skemmtilegum konum, takk fyrir okkur BioEffect.

//TRENDNET

NÝTT LITAKORT EVU LAUFEYJAR FYRIR BYKO - 8 GÓMSÆTIR LITIR

Skrifa Innlegg