fbpx

TRENDNÝTT

NÝTT LITAKORT EVU LAUFEYJAR FYRIR BYKO – 8 GÓMSÆTIR LITIR

FÓLKKYNNING

Nýtt og persónulegt litakort BYKO hefur litið dagsins ljós.

Berjakeimur, Pistasía, Marengstoppar, Karamella, Vanilludraumur, Makkarónur eða Tiramísú? Það er hin geysivinsæla dagskrágerðakona, matarbloggari og áhrifavaldur Eva Laufey Kjaran sem hefur skapað þesssa gómsætu litapallettu sem gleður augað.

,,Frá því ég var lítil þá hef ég verið hrifin af fallegum litum og þá sérstaklega pastel litum. Ég gerði því litakort sem endurspeglar það, þessa kósý og notalegu stemningu. Pastel litir eru allsráðandi hjá mér, bæði í eldhúsinu og í bakstrinum. Litakortið er því með skemmtilega tengingu við bakstur og ljúffengar kökur.”

LESTU LÍKA: LITAKORT BYKO – BASIC ER BEST

Kynnumst litunum hér að neðan …

BERJAKEIMUR

“Berjakeimur er nákvæmlega það sem hann er. Hann er með svona “hint” af berjum. Svakalega mjúkur og róandi litur myndi ég segja. Fullkominn á kökur og ég held að hann sé líka enn betri inni í barnaherbergi.”

PISTASÍA

“Pistasía er ljósgrænn litur með smá bláum keim og ég er rosalega hrifin af þessum lit. Mér finnst hann róandi og fagur og ég notaði hann sem rauðan þráð í bakstursbókinni minni. Ég var alltaf með þennan lit í huga og mig langaði að ná þessari rólegu, góðu og kóstýstemningu með þessum lit”

EVU BLEIKUR

“Ég er bara rosalega mikið bleik og hef alltaf verið og þess vegna fannst mér nauðsynlegt að vera með einn bleikan á litakortinu og hann heitir Evubleikur af því að það er það sem ég er, ég er bleik.”

MAKKARÓNUR

“Þetta er svona fallega blár litur og það er einmitt liturinn sem kemur fyrst upp í hugann á mér þegar ég hugsa um makkarónur. Hann er svona augnayndi sem að gleður augað og það er nákvæmlega það sem að makkarónur eru. Þessi litur lýsir þeim best.”

MARENGSTOPPAR

“Marengstoppur er einstaklega fallegur hvítur litur, silkihvítur og hlýr, ótrúlega hlýr. Það er ekki annað hægt en að elska hann. Ég meina það elska allir marengstoppa.”

KARAMELLA

“Karamella er einstaklega fallegur brúnn litur og ég elska saltaða karamellusósu og nota hana mjög mikið í bakstrinum þannig að það kom ekki annað til greina en að hafa hana á spjaldinu.”

VANILLUDRAUMUR

Vanilludraumur er litur sem að einkennir minn bakstur vegna þess að ég baka rosa mikið af vanillukökum og ég elska vanillukökur og dætur mínar elska vanillukökur þannig að það kom ekki annað til greina en að hafa Vanilludraum á kortinu.”

TIRAMISU

“Tiramisú er eins og nafnið gefur til kynna einstaklega fagur brúnn litur. Tiramísú er minn uppáhaldseftirréttur og þess vegna fannst mér tilvalið að vera með lit sem heitir Tiramisú á þessu korti”

LESTU LÍKA: LITAKORT ANDREU FYRIR BYKO

Vel gert EVA ! Trendnet mælir með heimsókn í verslanir BYKO um helgina þar sem fólk getur nælt sér í litaprufur.

Boðið verður upp á litaráðgjöf í nýju og bættu sýningarrými málningardeildar BYKO Breidd á morgun, laugardaginn 12.febrúar milli 12-15. Það er  innanhúshönnuðurinn Jóhanna Heiður Gestsdóttir sem stendur vaktina.  Í litaráðgjöfinni er unnið með raunverulegar litaprufur auk þess sem að breyta má birtuskilyrðum í sýningarrými sem er ný og ekki hvað síst nauðsynleg nálgun þegar velja á liti á rými. Boðið verður uppá bollakökur frá 17 sortum í öllum verslunum BYKO  – tilvalið fyrir fólk að skoða úrvalið, kíkja á litakortin og gæða sér á girnilegri bollaköku.

Trendnet mælir með! Kynntu þér málið eða bókaðu tíma í litaráðgjöf – HÉR

Litaval er persónubundið og upplifun á litum ólík og mikilvægt að litaval miðist út frá óskum hvers og eins.

//TRENDNET

LÚXUS HÚÐSLÍPUN er andlitsdekur af bestu gerð - ÁRALÖNG REYNSLA

Skrifa Innlegg