fbpx

TRENDNÝTT

LÚXUS HÚÐSLÍPUN er andlitsdekur af bestu gerð – ÁRALÖNG REYNSLA

FÓLKKYNNING

Nýtt hjá Húðfegrun – Lúxus Húðslípun 

Lúxus Húðslípun er ný og spennandi meðferð sem hefur slegið algjörlega í gegn hjá viðskiptavinum Húðfegrunar að undanförnu – fjölvirk meðferð sem veitir húðinni allt í senn slípun, raka og næringu. Lestu lengra .. 

Andlitsdekur af bestu gerð

Díana, yfirhjúkrunarfræðingur Húðfegrunar, segir vinsældir Lúxus Húðslípunar stafa af því að meðferðin sé bæði þægileg og mjög áhrifarík.

„Þetta er þríþætt meðferð sem hefst á því að dauðar húðfrumur eru fjarlægðar af yfirborði húðarinnar með léttri slípun þar sem notað eru AHA sýrur. Mörgum finnst tilfinningin mjög notaleg, enda virkar slípunin eins og nokkurs konar andlitsnudd. Í næsta skrefi er sogi beitt á húðina sem losar enn frekar um óhreinindi og húðfitu sem föst eru í húðlögunum. Samhliða eru BHA ávaxtasýrur notaðar til að djúphreinsa húðina, án þess þó að valda ertingu. Í þriðja skrefinu er virkt serum borið á húðina, en það inniheldur bæði andoxunarefni sem vernda húðina gegn sindurefnum (e.free radicals) og þar með koma í veg fyrir ótímabæra öldrun húðarinnar og kollagen sem hjálpar til við að viðhalda teygjanleika húðarinnar. Meðferðin er því sannkallað andlitsdekur af bestu gerð,“ segir Díana.  

Meðferðin er ætluð öllum kynum ..

BÓKAÐU TÍMA Í LÚXUS HÚÐSLÍPUN HÉR – TRENDNET MÆLIR MEÐ

Húðfegrun er húðmeðferðastofa sem hefur yfir 20 ára reynslu á sviði húðmeðferða og húðumhirðu, með það að markmiði að bæta heilsu húðarinnar á náttúrulegan hátt. Hjá fyrirtækinu starfa hjúkrunarfræðingar og snyrtifræðingar sem eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur húðinni. Mikið er lagt upp úr því að starfsfólk hljóti stöðuga þjálfun og fræðslu og áhersla lögð á að fylgjast vel með nýjungum á sviði húðmeðferða og bjóða upp á bestu fáanlegu tækni á markaðnum hverju sinni.

Undanfarin ár hafa miklar tækniframfarir átt sér stað á markaðnum fyrir náttúrulegar húðmeðferðir og hefur Húðfegrun samhliða aukinni eftirspurn og hraðri þróun á þessu sviði lagt áherslu á að bæta bæði aðstöðu og meðferðaúrval. Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 verið staðsett í hlýlegu og rúmgóðu húsnæði í Vegmúla 2 og býður nú upp á yfir 20 mismunandi húðmeðferðir, allt frá mildum dekurmeðferðum sem viðhalda heilbrigði húðarinnar til meðferða sérstaklega ætluðum til að vinna á ákveðnum húðvandamálum. Starfsfólk veitir persónulega ráðgjöf varðandi meðferðaval, auk þess sem greiningarbúnaður byggður á nýjustu tækni getur skyggnst dýpra niður í undirlög húðarinnar og greint vandamál sem ekki er komin upp á yfirborðið.

//TRENDNET

LITRÍKUR INNBLÁSTUR FRÁ TÍSKUVIKUNNI Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg