fbpx

ÓSKALISTINN // MARS

Óskalistinn

Fallegir hlutir fyrir heimilið og sitthvað fyrir mig sjálfa fá að sitja á óskalista mars mánaðar. Það er vor í lofti og mörg ykkar komin með nokkrar auka stundir sem eyða má meðal annars til að koma heimilinu í gott stand. Vorhreingerning, mála og ditta að verkum sem hafa setið lengi á to do listanum. Okkar helgi mun fara í það að mála nokkra veggi ásamt barnaherberginu – hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

Eigið góða helgi –

// 1. Eyrnalokkar frá Hlín Reykdal. // 2. Veggljós frá Snúrunni. // 3. Sumarlegt viskastykki frá Kokku. // 4. Bleikt fínerí frá Raawii, Epal. // 5. Montana tv skápur úr Epal. // 6. Iittala plöntuvökvari. // 7. Plakat frá Paper Collective. // 8. Senso leðurskór frá Apríl skór. // 9. Heymat motta frá Dimm. // 10. Korbo gyllt karfa frá Kokku. //

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HEIMILIS INNBLÁSTUR // FALLEGAR BORÐSTOFUR

Skrifa Innlegg