Montana vs. EKET

HEIMILIÐ MITT

Montana hillur mega sko alveg verða mínar.. en ég var ekki að fara eyða svo miklum pening í tvær fyrirferðalitlar hillur, sem henta jafnvel bara akkurat núna í þetta rými. Kannski myndi ég kaupa þær fyrir framtíðarhúsnæðið.. kannski bara aldrei… allavega kaupi ég þær alls ekki þegar ég finn svona fínar frá IKEA sem líta nánast eins út. Auðvitað eru gæðin talsvert lakari. En þegar kemur að tveimur saklausum hillum þykir mér algjör óþarfi að eyða 110 þúsund krónum í þær. Ég keypti þessar tvær í IKEA og setti þær í forstofuna. Við geymum lykla í öðrum skápnum.

screen-shot-2017-02-18-at-4-57-05-pmscreen-shot-2017-02-18-at-4-56-36-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-45-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-53-pm

Blómapottinn keypti ég í IKEA, plöntuna í Garðheimum og glerhausinn keypti ég í Bandaríkjunum. Vinur minn hann Eyjó var með mér þegar ég keypti hann. Ég var ólétt og því hélt hann á honum fyrir mig ásamt öðru dóti. Það kom því ekki annað til greina en að skíra glerhausinn Eyjó. Ég rauk að glerhausnum í búðinni.. mér fannst hann geggjaður. Ég er svo sem ekki viss um að Eyjó hafi þótt hann jafn flottur. En mikið sem við hlóum… eflaust var þessi glerhaus búinn að vera til í einhverja mánuði án þess að einhver liti við honum.

Með hurð: fæst hér.
Án hurðar: fæst hér.

karenlind1

♡ HFJ

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunPersónulegtPlagöt

Það er tvennt sem að ég þarf að sýna ykkur í þessari færslu, fyrst og fremst er það Hafnarfjarðar plakatið fína sem ég fékk mér reyndar í lok sumars en þar sem að ramminn brotnaði fljótlega er ekki svo langt síðan að það endaði uppi á vegg. En svo er það Montana hillan mín sem ég var búin að segja ykkur frá, ég hef verið í smá vandræðum hvar ég ætti að koma henni fyrir og er með hana núna inni í stofu ofan á tveimur kollum í mátun svo ég fari nú ekki að bora í veggi að óþörfu. Mér sýnist þetta þó vera staðurinn fyrir hana fyrir utan það að hún verður hengd upp í sömu hæð og sófinn er. Ég var síðan svo sannarlega ekki að ýkja þegar ég sagði ykkur frá krotinu á hillunni en ég hef haft tímarit ofan á þessari blessuðu eiginhandaáritun til þess að ég geti horft á hana á hverjum degi, ég er ekki alveg komin yfir áfallið en brosi þó alveg yfir þessum ósköpum. Áritunina má sjá á neðstu myndinni… *Þið ykkar sem vitið ekki hvað ég er að tala um verðið fyrst að lesa þessa færslu hér “Fyrsta Montana hillan mín”. 
12236572_10154320210743332_849918761_o

Horft úr eldhúsi inni í stofu, mér hefur þótt frekar erfitt að fá fallega blómapotta undir stórar plöntur eins og Monstera en ég er ennþá eftir að finna þann eina rétta. Ég er mjög hrifin af þessum í gluggakistunni en þeir eru úr Garðheimum og svo er svarti frá Postulínu. Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er ég bara að máta hilluna þarna og þessvegna er hún ofan á kollunum:)

12235643_10154320210628332_1383887469_o

Áritunin er vel falin undir nokkrum tímaritum… úff, ég lofa að ykkur mun bregða smá:)

12236663_10154320211018332_1051615015_o

Plakötin frá Reykjavík Poster eru seld víða, ég fékk mitt í gegnum síðuna þeirra því ég vildi láta sérmerkja mitt sem þau bjóða einmitt upp á. Sum plakötin eru þá með “Ég bý hér”, en vegna þess að við höfum flutt mjög oft og erum ennþá á leigumarkaðnum vildi ég geta átt plakatið lengur og fékk því hönnuðinn til að setja lítil bleik hjörtu við alla staðina sem við höfum búið saman á í Hafnarfirðinum. Ef þið horfið vel á neðri myndina þá ættuð þið að geta séð fjögur hjörtu öll í kringum miðbæinn. Efsta hjartað er reyndar heima hjá foreldrum mínum en þar sem við Andrés vorum bara 16 ára þegar við kynntumst þá eyddum við mörgum árum þar:)

12228159_10154320210943332_640671199_o 12250381_10154320211088332_748044737_o

Ég veit að Epal, Snúran og Hrím hafa verið að selja plakötin, en Hafnarfjarðar plakatið er líka hægt að kaupa í Litlu Hönnunarbúðinni á Strandgötunni.

12228124_10154320211223332_130003255_o

Hér bættist svo einn gordjöss leðurpúði við á dögunum en hann er frá Andreu og ég er alveg hrikalega skotin í honum:)

Svo er það aðalmálið sem ég veit að sum ykkar voru mjög forvitin að sjá.. úff ég veit varla hvort ég eigi að vera að sýna þetta! Hér er brot úr færslunni þar sem ég sagði ykkur frá þessu “ Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni…”

12236518_10154320210473332_2139248927_o

Hér má sjá þessa glæsilegu eiginhandaáritun frá Peter Lassen sjálfum og svona fín teikning líka, haha ég held að mér muni aldrei hætta að þykja þetta fyndið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

FYRSTA MONTANA HILLAN MÍN

HönnunKlassík

Síðasta vika hefur verið viðburðarík en meðal þess sem ég hef verið að gera var að taka viðtöl við nokkra mjög áhugaverða einstaklinga sem staddir voru hér á landi í tilefni 40 ára afmælis Epal sem haldið var hátíðlega á föstudagskvöld. Ég hef enn ekki náð að vinna úr viðtölunum en meðal þeirra sem ég ræddi við var Jacob Holm sem hefur verið forstjóri hjá Fritz Hansen í rúm 18 ár og býr hann yfir hafsjó af fróðleik um hönnun. Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni… Fyrst teiknar hann á hilluna stílabók og stóran blíant sem á að vera að skissa fyrstu Montana hilluna, (kassi 60*60*30), efst skrifar hann svo “SVANA” og undir teikninguna “Love Peter L.”

Ég er enn að jafna mig eftir áfallið svo þið fáið ekki mynd af hillunni sjálfri. Ég hlæ reyndar sem betur fer af þessu, en hillunni mun ég aldrei koma í verð. Hillan sem ég fékk mér var hvít og einföld grunneining (x2) sem ég svo er eftir að ákveða smá hvernig ég vil skipta hólfunum upp, það er nefnilega hægt að leika sér endalaust með þessar hillur.

81f452f78707bdd30afe7aea9249226f4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b1408558ccaca86debd3b10ad421e8a7dpeter_lassen_billede

Það er ekki hægt að vera svekktur út í þennan dásamlega og krúttlega mann.

Þetta fer bara í reynslubankann, aldrei að sleppa gömlum manni lausum með olíutúss á rándýra hillu.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

#EPALDESIGN SIGURVEGARI

HeimiliHönnun

Við þökkum fyrir frábæra þátttöku í instagramleik Epal & Trendnet þar sem lesendur voru beðnir um að merkja sínar myndir #epaldesign og #trendnet. Að lokum var ein mynd valin sem vinningsmynd og hlýtur í verðlaun Hay Dot púða.

12476_10152963298428332_6747264070187847234_n

Það voru svo ótrúlega mikið af flottum myndum sem bárust í keppnina og það var virkilega erfitt að finna bara eina vinningsmynd, en eftir að hafa velt þessu fram og tilbaka og álitsgjafar frá Trendnet og Epal sagt sína skoðun varð þessi mynd hér að ofan fyrir valinu.

Eigandi hennar er Rebekka Pétursdóttir

Falleg mynd af fallegri stofu og flottum Montana GRID hillum eftir Peter J.Lassen. Ég hef ekki oft séð Grid-týpuna á heimilum fólks, oftar þessar klassísku Montana einingarnar og Grid hefur þá verið vinsælli í verslunarrýmum. Þó koma þær einstaklega vel út í stofunni hjá Rebekku og gaman að sjá hvernig plönturnar fá að flæða í gegnum rammann.

Til hamingju Rebekka með nýja Hay Dot púðann þinn sem mun eflaust njóta sín vel í stofunni þinni:)

Hafðu samband á svartahvitu@trendnet.is fyrir nánari upplýsingar.

Takk fyrir þátttökuna!

-Svana