fbpx

KLASSÍSK HÖNNUN : MONTANA WIRE

Hönnun

Wire hillurnar frá Montana eru klassísk hönnun eftir danska hönnuðinn Verner Panton frá árinu 1971. Panton Wire er hægt að setja saman á ólíka vegu og hentar ekki aðeins sem bókahilla heldur einnig sem náttborð, hliðarborð, skilrými og hægt að raða nokkrum saman sem sófaborð. Ég sé alltaf dálítið eftir því að hafa ekki keypt mér á sínum tíma gylltu útgáfuna sem kom í takmörkuðu upplagi sem náttborð – en hægt er einnig að bæta við toppum á hillurnar í ólíkum útgáfum eins og gleri, marmara og í lituðu MDF.

Klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best.

  

Fyrir áhugasama þá fæst Montana vörumerkið og Panton Wire hjá Epal. Ég gæti vel hugsað mér Panton Wire fyrir náttborð, en ég hef einmitt verið með augun opin fyrir rétta náttborðinu undanfarið.

NOKKRAR FALLEGAR LJÓSAKRÓNUR TIL AÐ LÁTA OKKUR DREYMA UM

Skrifa Innlegg