fbpx

LITRÍKUR PASTELHEIMUR HJÁ MONTANA

HönnunKlassík

Danska hönnunarfyrirtækið Montana getur ekki annað en heillað uppúr skónum með litríkum innblástursheimi þar sem klassísku Montana hillunum er stillt upp í fallegum pastellitum í vandlega stíliseruðum rýmum. Ég fylgist með þeim á samfélagsmiðlum og finnst þau alveg “meðetta” þegar kemur að nútímalegri markaðssetningu á annars klassískri hönnun.

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen. Montana hillurnar er hægt að sérsníða að smekk hvers og eins og er hægt að velja úr óteljandi litum.

Þið sem hafið lesið bloggið í einhver ár munið kannski eftir fyrstu Montana hillunni sem ég keypti mér, mikil skyndikaup þar sem Peter J. Lassen var hliðiná mér eftir að ég hafði nýlokið að taka viðtal við þennan meistara. Ég vildi nefnilega fá áritun á hilluna mína sem varð að mjög góðum brandara þar sem sá gamli tók sér í hönd stóran olíutússpenna og krotaði veglega ofan á hana, SVANA – love Peter L. ásamt skissu af hans fyrstu Montana teikningu – og á meðan horfði ég stjörf á. Hann lést í lok síðasta árs svo mér þykir ansi vænt um mína hillu í dag, og kem líklega einn daginn til með að bæta enn meira við safnið.

Litaúrvalið heillar mig að minnsta kosti mjög mikið.

Myndir : Montana Press

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FALLEGAR HÖLDUR OG SKÁPAHURÐIR FRÁ SUPERFRONT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Eygló

    27. April 2020

    Það væri gaman að sjá mynd af þinni hillu og þessari frábæru áritun! :D