fbpx

PASTELDRAUMUR // MONTANA BAÐHERBERGI

BaðherbergiHönnun

Danski húsgagnaframleiðandinn Montana sendi nýlega frá sér þessar dásamlegu og litríku myndir af baðherbergislínunni þeirra en hægt er að fá Montana innréttingar og hillur í 30 nýjum litum sérvöldum af heimsþekkta danska litasérfræðingnum Margrethe Odgaard.

Sjáið þessar æðislegu litasamsetningar, algjör baðherbergisdraumur!

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen. Montana hillurnar er hægt að sérsníða að smekk hvers og eins og er hægt að velja úr óteljandi litum. Montana fæst í versluninni Epal fyrir áhugasama.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

BLÓMIN HEIMA

Skrifa Innlegg