fbpx

Montana vs. EKET

HEIMILIÐ MITT

Montana hillur mega sko alveg verða mínar.. en ég var ekki að fara eyða svo miklum pening í tvær fyrirferðalitlar hillur, sem henta jafnvel bara akkurat núna í þetta rými. Kannski myndi ég kaupa þær fyrir framtíðarhúsnæðið.. kannski bara aldrei… allavega kaupi ég þær alls ekki þegar ég finn svona fínar frá IKEA sem líta nánast eins út. Auðvitað eru gæðin talsvert lakari. En þegar kemur að tveimur saklausum hillum þykir mér algjör óþarfi að eyða 110 þúsund krónum í þær. Ég keypti þessar tvær í IKEA og setti þær í forstofuna. Við geymum lykla í öðrum skápnum.

screen-shot-2017-02-18-at-4-57-05-pmscreen-shot-2017-02-18-at-4-56-36-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-45-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-53-pm

Blómapottinn keypti ég í IKEA, plöntuna í Garðheimum og glerhausinn keypti ég í Bandaríkjunum. Vinur minn hann Eyjó var með mér þegar ég keypti hann. Ég var ólétt og því hélt hann á honum fyrir mig ásamt öðru dóti. Það kom því ekki annað til greina en að skíra glerhausinn Eyjó. Ég rauk að glerhausnum í búðinni.. mér fannst hann geggjaður. Ég er svo sem ekki viss um að Eyjó hafi þótt hann jafn flottur. En mikið sem við hlóum… eflaust var þessi glerhaus búinn að vera til í einhverja mánuði án þess að einhver liti við honum.

Með hurð: fæst hér.
Án hurðar: fæst hér.

karenlind1

Dermapen húðmeðferð

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Eyjó

    18. February 2017

    Ég elska Eyjó glerhaus!
    Hann er mjög sómasamlegur í þessari hillu.