fbpx

LJÓST & RÓMANTÍSKT Í STOKKHÓLMI

Heimili

Á þessu draumaheimili er hátt til lofts og birtan flæðir inn um þakgluggana. Stíllinn er rómantískur og stílhreinn þar sem nánast allt er í hvítum lit eða ljósgráum fyrir utan stök viðarlituð húsgögn og upprunalega bita í loftum. Heimilið er sjarmerandi og hér býr augljóslega mikill fagurkeri, sjáið fallega arininn og bókahillan á bakvið sófann er einnig sérstaklega smart.

Kíkjum í heimsókn í þessa fallegu loft íbúð sem staðsett er í Stokkhólmi –

Myndir : Alexander White fasteignasala

Hvítt og rómantískt heillar, baðherbergið er lýsandi fyrir þennan stíl – algjör draumur. Hvað finnst ykkur?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

INNLIT : MEÐ SJÓNVARPIÐ FALIÐ Í FULLKOMNUM MYNDAVEGG

Skrifa Innlegg