DRAUMAHÚS FRÁ 1930

Það er eitthvað ótrúlega heillandi við þetta hús sem byggt var um 1930 og skartar ennþá mörgum upprunalegum einkennum. Það er vissulega ekki hægt að komast yfir sambærileg hús hér á landi og stundum vildi ég hreinlega óska þess að ég byggi í Danmörku svo ég gæti eignast gamalt hús sem gaman væri að gera upp, en stíllinn á þessum gömlu klassísku húsum er svo fallegur. Hér er einnig að finna risastórann draumagarð en það er líka innbúið sjálft sem gerir þetta heimili ennþá meira heillandi.

Stofan er sérstaklega falleg og hlýleg, takið eftir hvað kristalljósakrónurnar gera mikið fyrir herbergin.

Ég gæti vel hugsað mér að setja Rand mottuna mína undir borðstofuborðið en það er mögulega með því ópraktískara sem hægt er að gera með barn á heimilinu.

Myndir via Residence 

Þvílíkur draumur að búa í svona sveitasjarma höll ef svo má kalla, ég er sérstaklega hrifin af því hvernig gömlum hlutum er blandað við módernískari hluti. Rand mottan á móti gömlum viðarstólum, ljósasería á móti kristalskrónum og inniplöntur sem gefa heimilinu líf. Einstaklega vel heppnað heimili með sál.

Hvernig finnst ykkur þessi sveitarómans stíll?

SJÚKLEGA FALLEGT & HLÝLEGT HEIMILI

Heimili

Það er varla annað hægt en að falla fyrir þessu heimili enda einstaklega fallegt með sínum skandinavíska sveitasjarma sem klikkar seint. Þarna fer saman á ómótstæðilegan hátt nýtt og gamalt þó svo að það gamla sé í meirihluta. Ég myndi kannski ekki sjálf búa þarna þar sem þetta er ekki beint minn eiginn stíll en það þýðir ekki að mér þykir þetta alveg hreint gullfallegt heimili og er baðherbergið í miklu uppáhaldi, ómæ hvað þessi gamli skápur gerir mikið fyrir lúkkið. Ef að ég ætti hús í sveitinni þá fengi það að líta svona út…

Cosy-and-relaxed-Scandinavian-living-room-with-mix-of-textures-and-natural-materialsStill-life-styling-Lotta-Agaton-photo-Kristofer-Johnssonkitchen-with-big-old-wooden-table-and-raw-wooden-stools

 Látlaust eldhús en afskaplega fallegt.

Mix-of-old-and-new-in-a-Scandinavian-homeView-to-bedroom-earthy-muted-green-wallBedside-stylingworkspace-still-life.-IKEA-Ilse-Crawford-deskCozy-Scandinavian-bedroom-linen-bedding-and-linen-curtains

Þetta svefnherbergi er draumur, rúmið, ljósin, Ton stóllinn og gardínurnar mmwaahh.

bathroom-with-black-textured-floor-tiles-old-vintage-cabinet-big-green-plant

Og eigum við að ræða baðherbergið eitthvað, skápurinn, ljósin, vaskurinn og svo spegilinn – alveg fullkomið.

bathroom-with-black-textured-tiles.-raw-wooden-stool.Simple-entry-with-long-wooden-bench

//stílisti Lotta Agaton og ljósmyndari Kristofer Johnsson fyrir Residence magazine //

Ég er mjög skotin í þessu heimili eins og fram hefur komið, hlutlaus litapallettan gefur heimilinu svo mikla ró og mögulega er það ástæðan að ég tengi það smá við sveitina en þar upplifi ég alltaf sem mesta ró. Það má endalaust rökræða um *of litlaust eða ekki* en það fer ekki á milli mála að hlutlausir litir eru að minnsta kosti mjög heitt innanhússtrend í dag. Ég á hálfpartinn í vandræðum með að finna innlit með litum þessa dagana:)

-Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HVÍTT & RÓMANTÍSKT

Heimili

Það gat ekki annað verið en að hér byggi innanhússtílisti, það er allt svo ótrúlega vel sett saman sem skapar eina fullkomna heild. Grunnurinn er allur hvítur og það er varla að sjá nokkurn hlut þarna inni sem er ekki hvítur eða brúnn sem skapar mjög afslappað andrúmsloft. Mjög marga hluti er að finna þarna úr basti, þá ýmist bastkörfur eða bastljós sem gera útlitið smá sveitó, svo auðvitað toppa gærurnar algjörlega lúkkið og eru þær látnar liggja á sófanum og stólum og gera heimilið mjög hlýlegt.

Það er þó ekki hægt að neita því að þetta heimili er algjört bjútí!

1431-bolig-7

Innanhússtílistinn og ljósmyndarinn Line Kay býr hér ásamt eiginmanni sínum rétt fyrir utan Osló.

1431-bolig-10 1431-bolig-9 1431-bolig-81431-bolig-6 1431-bolig-4 1431-bolig-3

Það kemur mjög vel út að hafa opnar innréttingar í eldhúsinu og leyfa öllu stellinu að njóta sín.

1431-bolig-2

Meira er betra á vel við hér, á þessu heimili fá allir hlutir að njóta sín og ekkert er falið inni í skápum.

1431-bolig-1

Ekki þetta hefðbundna stílhreina danska heimili sem ég er vön að birta, en þetta fær alveg 10/10 í einkunn. Norsk heimili eiga það til að vera afskaplega hlýleg og áberandi meiri notkun á nátturulegum efnum og textíl. Ef þið eruð hrifin af svona stíl þá mæli ég með norska tímaritinu Interiör Magasinet, þykkt og djúsí blað:)

Skemmtileg ráð sem Line Kay lét fylgja með:

-Hvítir veggir ganga við allt.

-Notaðu textíl.

-Það þarf ekki allt að passa saman.

-Settu hluti í geymslu sem þér líkar ekki við.

-Notaðu gólfið eins og þú notar bakka, raðaðu á það bókastöflum, blómum eða stafla af púðum.

-Raðaðu hlutum saman í hóp, jafnvel óspennandi hlutir verða spennandi í hópi með öðrum. 

-Brjóttu upp á textílinn og leiktu þér smá, jafnvel teppið undir kaffiborðinu þarf ekki að vera slétt og fínt.

Þar hafið þið það, hún Line kann þetta!

Myndir : Yvonne Wilhelmsen via Femina.

:)