fbpx

SÆNSKT SJARMATRÖLL

BarnaherbergiHeimili

Sænskt og sjarmerandi eins og það gerist best – húsið var byggt árið 1926 og stendur í huggulegu einbýlishúsahverfi í Gautaborg. Stíllinn er blandaður, klassískur skandinavískur stíll í blandi við sveita rómantík, slík blanda er yfirleitt mjög heillandi. Herbergin eru 8 talsins svo það mun eitt þeirra að minnsta kosti heilla þig uppúr skónum, hjá mér er það barnaherbergið sem er algjört æði. Kíkjum í heimsókn,

Sjáið þetta ævintýralega barnaherbergi, dýramottuna hef ég áður skrifað um en hún fæst hjá Purkhús.is – ofarlega á listanum fyrir herbergið hans Bjarts.

Þessi blái litur minnir mig mikið á Denim Drift frá Sérefni, fullkominn á svefnherbergið.

Myndir via Lundin fasteignasala

Svo fallegt ekki satt?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HELGARINNLIT : SÆNSKT & LEKKERT

Skrifa Innlegg