fbpx

HELGARINNLIT : SÆNSKT & LEKKERT

Heimili

Ég hrífst af mjúkri litasamsetningunni á þessu heimili sem ég vil deila með ykkur í dag. Ljósgrábleikar hörgardínur við ljósgráa veggi, dásamlegt eikar fiskibeinaparket og silfurgrá mottan sem rammar inn stofuna. Sjáið hvað þetta fer vel saman við marmarann í opnu eldhúsinu og glæsilegan marmarastandinn á Arco lampanum. Svo eru vel valin atriði sem gera heimilið áhugaverðara þó ég hefði viljað sjá ögn meira af slíku, þar má nefna tígrisdýramynstraða púða, sebra mottu, rautt glerborð og svo bláa skálin í eldhúsinu – allt saman mikilvæg atriði til að heildin sé ekki flöt.

Æðislegir púðar, mjög ofarlega á mínum lista. Finnst gólflampinn þó hálfpartinn týnast umkringdur meistaraverkum á við Arco og Snoopie í sama rými.

Stílhrein vifta fyrir ofan eldavélina.

Sjá þessar fallegu gardínur, ég er alveg veik fyrir svona hörgardínum.

Myndir: Alexanderwhite fasteignasala

Vona að helgin ykkar hafi verið ljúf ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

BJÖRN BRAGI SELUR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR

Skrifa Innlegg