DIMMT EN KÓSÝ

Heimili

Dálítið eins og veðrið út, dimmt en kósý. Dökkmáluð heimili njóta vinsælda um þessar mundir og það hefur færst í aukana að sjá dökkt þema sem nær þá yfir öll rými heimilisins en ekki bara t.d. svefnherbergi (eins og í mínu tilfelli…) Hér er stofan í fallegum ljósgráum lit, borðstofan í dökk grágrænum lit og eldhúsið brúnrautt og svart. Upplifunin verður allt önnur en væri hér allt hvítmálað, það verður allt dálítið meira elegant dökkmálað og síðan er sérstaklega smart þegar húsgögnin eru einnig valin út frá sömu litapallettu. Kannski ekki fyrir alla, en fallegt er það!

Myndir via Bolig Magasinet / Bjarni B. Jacobsen

Ég stefni svo á innlit í fallega verslun á Snapchat í vikunni – fylgist með.

ELEGANT HEIMILI & GRÁIR TÓNAR

Heimili

Ég rakst á þetta fallega og elegant heimili á netvafri mínu í gær eftir að Bjartur sofnaði og heillaðist alveg. Borðstofan er sérstaklega falleg með einstökum og sjaldséðum T-stólum Arne Jacobsen og grámálaðan glerskáp sem tónar vel við grængráa vegginn. Þetta haustveður okkur fær að hafa smá áhrif á heimilin sem ég skoða, er ég nokkuð ein um það að langa til þess að skríða undir teppi og kveikja á kerti á kvöldin?

Myndir via Hitta hem / Ljósmyndari: Sara Medina Lind / Hönnun og stílisering: Marie Ramse

Ég er dálítið skotin í þessum heimilum þar sem allir veggir eru málaðir, það verður eitthvað svo hlýlegt þó svo að þessi hugmynd henti okkur í leiguíbúðunum ansi illa haha.

Eigið annars alveg glimrandi sunnudag!

VELÚR & GYLLT SMÁATRIÐI

Heimili

Þetta heimili er eitthvað allt annað en við erum vön að sjá og er alveg guðdómlega fallegt. Lúxusinn og elegansinn nær nýjum hæðum með þessum fallegu og gólfsíðu gardínum, gull og kopar smáatriðum, fiskibeinamynstruðu parketinu, velúr sófa og vönduðum húsgögnum. Ég held reyndar að það hefðu allir gott af því að bæta smá velúr við heimilið sitt það er nefnilega fátt sem segir meiri “lúxus” en það og tala nú ekki um hvað það er notalegt að koma við slíka hluti ahhh.

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-05

Þessi sófi er frekar sexý…

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-01curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-03 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-04 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-06 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-07 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-08 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-09

Innan um allan þennan lúxus er hressandi að rekast síðan á gamla rauðvínsflösku nýtta sem kertastjaka. Það þarf a.m.k. eitthvað smá að geta komið á óvart!

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-10 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-02curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-11 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-12 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-13 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-14

Myndir Studio Oink via Nordic Design

Þessi spegill frá Normann Copenhagen á síðustu myndinni er hægt og rólega alltaf að minna mig á sig, ég verð komin með hann á heilann innan skamms enda alveg frábær hönnun! En tölum aðeins um þessa gordjöss íbúð – litapallettan svo yfirveguð og falleg. Íbúðin er þó dálítið eins og hótelherbergi eiga helst að vera, en sófinn mætti alveg koma inn á mitt heimili, mikið sem ég held að það sé gott að kúra í honum.

svartahvitu-snapp2-1

SKANDINAVÍSKUR STÍLL Á HEIMILI BLOGGARA

Heimili

Hér býr Katerina Dima bloggari Only deco love ásamt fjölskyldu sinni, en Katerina sem uppalin er í Grikklandi hefur komið sér vel fyrir á þessu einstaklega fallega heimili sínu í Sogndal í Noregi. Aðspurð segist hún alltaf hafa heillast af skandinavískum stíl og sést það vel á þessu minimalíska heimili, hér eru ljósir litir ráðandi ásamt danskri hönnun.

Fallegt heimili til að skoða svona rétt fyrir helgina,
living-room-2dining-room

living-room-detail
kitchen bedroom1 bedroom-detail-2 bedroom-detail-8 bedroom-3 bedroom-2OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Myndir : Katerina Dima / Only Deco love

Ég veit ekki með ykkur en helgin mín fær vonandi að fara í smá stúss fyrir heimilið, en það þarf mikið á smá athygli og ást að halda. Ég vona annars að þið eigið góða helgi og eins og áður þá er ykkur að sjálfsögðu velkomið að fylgjast með á Snapchat – svartahvitu þar sem ég set inn af og til það sem ég er að bralla:)

svartahvitu-snapp2-1

GRÁI DEMANTURINN HENNAR LOTTU AGATON TIL SÖLU!

Heimili

Haldið þið ekki að elsku Lotta Agaton okkar hafi verið að setja íbúðina sína á sölu! Þetta er auðvitað algjörlega einstakt heimili og ég fæ ekki nóg af því að skoða þessar myndir, þvílík fegurð. Áður hefur birst innlit frá heimilinu hennar í sænska Residence sem ég lét sérstaklega senda mér frá Svíþjóð en þar var ekki sýnt jafn ítarlega frá heimilinu og fasteignarmyndirnar gera núna og því hlakkar smá í okkur innanhússperrunum að fá að sjá inn í alla króka og kima hjá drottningunni sjálfri. En heimilið er óaðfinnanlegt frá a-ö og sérstaklega gaman að fá að sjá líka í unglingaherbergið og baðherbergið. En dembum okkur í innlitið, ég veit að þið fáið heldur aldrei nóg af Lottu okkar…

6174429 6180225 61802276180231 6180233 6180235 6180237 61802396174363esny_lotta_agaton_3-740x494 esny_lotta_agaton_6-copy-740x1011 esny_lotta_agaton_7-740x1011esny_lotta_agaton_kitchen-740x4946180235 esny_lotta_agaton_bathroom-740x997 6174369 6180239

Ef þið viljið fá fleiri myndir og upplýsingar varðandi þessa geggjuðu íbúð þá smellið þið hér !

Ég er hinsvegar á leið til Kaupmannahafnar í nótt og ætla að kíkja smá yfir til Stokkhólms eftir helgina – kannski ég banki upp á hjá Lottu;) Ég ætla að vera virk á snappinu á þessu ferðalagi mínu og reyni einnig að kíkja aftur hingað inn eftir helgi!

Eigið ljúfa helgi x

svartahvitu-snapp2-1

MÁLNINGARHUGLEIÐINGAR VOL.2

Fyrir heimiliðHugmyndir

Aldrei hefði mig grunað að það væri svona erfitt að ákveða liti á veggi en undanfarna viku hef ég verið að reyna að velja liti fyrir svefnherbergið og anddyrið og hef snúist í nokkra hringi með valið. Ég er búin að prófa núna fjóra liti og gat valið litinn fyrir anddyrið (ljósbleikur) en svefnherbergið ætlar að verða aðeins erfiðara, þar hélt ég að ég vildi einhverskonar gráan tón (sjá efstu tvær myndirnar hér að neðan) en eftir að hafa prófað tvo liti á svefnherbergið fannst mér það ekki nógu mikið ég, finnst ég þurfa aðeins hreinni lit og ferskari. Því er ég aftur komin yfir í bláu deildina og ætla að prófa tvo liti í viðbót sem ég er með í huga.

13903214_1023772241009559_3894887437111410816_n

Þessi hér að ofan var töluvert grænni en myndin gefur til kynna en þó virkilega fallegur. Heitir Intense le havre

piaulin-interiors-3a9d048f_w1440-620x826

Þessi hér að ofan er líka töff, litirnir sem ég prófaði hétu: Dusky Roubaix (dökkur) & Acomix Farver FN.02.37 (ljósari). Þið sem fylgdust með á Snapchat fattið muninn, skal birta aftur myndir af testunum þegar síðustu prufurnar mæta í hús:) Hér að neðan er mynd sem ég fann af Dusky Roubaix. Finnst hann mjög flottur en birtan í svefnherberginu gerði hann of brúnleitann sem ég var ekki nógu hrifin af.

1515379_857926664264914_416912898_n

14212195_1035973326456117_6853481256020411923_n

Liturinn hér að ofan heitir Grey Sparrow frá Nordsjö, í litakóða S 3502-Y.

14359057_1052110471509069_8173914631121245279_n

Síðan er það þessi litur sem ég er ansi heit fyrir, Denim Drift er litur ársins 2017 frá Nordsjö og er einstaklega fallegur.

14449959_1052109968175786_131675372508413055_n

Þetta er sami liturinn hér að ofan og að neðan, Denim Drift, liturinn er ólíkur eftir hvernig birtan er ásamt því að það getur spilað inní hvernig ljósmyndarinn hreinlega vinnur myndirnar sínar:) Hlakka til að sjá hvernig hann verður heima!

b25881c3bbdbc9afbdff95f8f8340d8f
Dulux-Colour-Futures-17-COTY-colour-palette-2

Hér að ofan má sjá lit ársins Denim Drift frá Nordsjö fyrir miðju ásamt fjölskyldu litapallettu hans sem tónar vel við.

Fyrir þau ykkar sem eruð í málningarhugleiðingum eins og ég þá prófaði ég í dag ókeypis forrit í símann sem leyfði mér að taka mynd hér heima í stofu og sjá hvernig ólíkir litir koma út í “raunveruleikanum”. Mamma benti mér á það eftir að hún heyrði af málningarhugleiðingunum mínum, en fyrir tilviljun var það frá sama fyrirtæki og ég hef verið að skoða málningu frá, Nordsjö sem fæst í Sérefni. Hér má sjá frekari upplýsingar um forritið. Þú getur einnig tekið mynd af uppáhaldshlutnum þínum, flík, listaverki eða öðru og fundið hvaða málning kemst næst þeim lit! Mæli með að prófa:)

Ég stefni á að sækja síðustu prufurnar á morgun og vonandi næ ég að blikka minn mann að mála með mér sem allra fyrst. Skal leyfa ykkur að fylgjast með á snappinu! x

skrift2

INNLIT: PANT BÚA HÉR –

Heimili

Ég elska þetta heimili í ræmur, hvert og eitt einasta rými! Heimilið er fullkomið í sínum ófullkomnleika ef svo má kalla, persónulegar myndir á veggjum, listaverk barnanna, rammar í bunkum sem bíða þess að vera hengdir upp á vegg, krumpaður sófi og “bara” einföld vekjaraklukka ásamt bók á náttborðinu. Hið venjulega líf sem mætti alveg birtast okkur oftar, ekki stíliseraður heimur. Þó mega húsráðendur eiga það að þau hafa þó ansi góðan smekk.

5584127 5584129 5584133 5584135 5584137 5584139 5584141 5584145 5584149 5584153 55841555595925

Myndir via Esny.se 

Grái liturinn á svefnherberginu er æðislegur, en heitust er ég þó fyrir þessum gamla glerskáp í eldhúsinu – algjör draumur að eiga glerskáp undir allt fíneríið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: SJARMERANDI MEÐ FALLEGRI HÖNNUN

Heimili

Í dag er ég komin heim endurnærð eftir ferðalag norður um helgina í brúðkaup hjá mágkonu minni og sit við tölvuna á meðan sonurinn tekur lúr og skoða efni síðustu viku á “netrúntinum” mínum. Það er eitt heimili sem ég vil endilega sýna ykkur, það er svo sannarlega í þessum ástsæla skandinavíska stíl en þó með persónulegu yfirbragði og hlýlegt. Hér búa hjónin þau Tintin Bäckdahl sem starfar sem læknir og Marcus Badman sem starfar einmitt sem innanhússarkitekt -það er sumsé karlmaðurinn á þessu heimili sem er smekkmaðurinn að þessu sinni og hann kann sko sitt fag. Hér má finna gott bland af fallegri hönnun í bland við antík, Montana vírahillur ásamt flottu Artek stólunum eftir Alvar Aalto, það hefur ekki mikið borið á þeim hér heima þó svo að þeir séu alveg einstaklega flottir. Gólfsíðu þykku gardínurnar í svefnherberginu er síðan eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér heim til mín til að loka dagsbirtuna úti á nætunar…

Njótið –

hemmahos6-700x934SFD226BDE1B0AE34E41BCCAD3EBBFD8263A_xLivingroom-with-daybed-700x467hemmahos12-700x941

Ég er alveg sjúk í þetta eldhús, fíla hvað loftið og veggir eru hafðir hráir

SFD28D9729BFFB7485BABAD47D2B40179A2_x

SFD8D59D25EAADA4C45B448CEB1A9142C7A_xSFDCF759F6AA1054A4D8B1971216E05C4D7_xSFD8126C5D3F84B4328B53C42D8BE52497D_x

Verner Panton er greinilega í uppáhaldi á þessu heimili, vírahillurnar hans frá Montana ásamt Flower Pot lampanum fræga skreyta m.a. stofuna

Wooden-wall-cabinets-700x467

Einfaldur upphengdur Ikea skápur

SFDB4F23D274AEF447D929E9E02A2BA3D1B_x

Borðstofusettið er frá Artek og AJ standlampinn stendur fyrir sínu, ég er hrifin af “galleríinu” sem fær einfaldlega að standa uppvið vegginn

SFD8F2888A148BF4724A70D747047CAF881_x

Hjónin töluðu um í viðtali á síðasta ári að guli sófinn hafi þurft mikla sannfæringu en þau gætu ekki verið ánægðari með valið í dag

SFD77CB9A115DA2447E817E7B79956C4D5A_x

Það sem að mér þykir skemmtilegast við þetta heimili er að ég get alls ekki bent á alla hlutina og nefnt hvaðan þeir eru, -sem ég venjulega er ansi lunkin í

SFDAD86CA6A0A754B91B21EAB92F6162A32_x

Þessi mynd gefur mér hugmynd hvar ég eigi að hengja upp Flensted svana-óróann minn:)

hemmahos8-700x934

Smart stílisering á baðherberginu, við byrjum oft og endum daginn okkar á baðherberginu -um að gera að hafa smá lekkert

SFD0AB992F35BFB4CA8BD7B559E9C8B0B77_x-copySFDF7EC83C616AD4D7EB9CBC5F34B3ED827_x

Myndir via 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

GRÁTT & STÍLISERAÐ

Heimili

Afmælisplön hafa átt hug minn allan undanfarnar 3 vikur og ég mun koma til með að gera góða færslu um veisluna sem ég hélt um helgina. Það er smá léttir að þetta sé núna allt yfirstaðið og ég get andað rólega og farið að sinna öðrum verkefnum en það kom mér á óvart hvað þarf að huga að mörgu en ég er alveg alsæl og þakklát fyrir helgina (mögulega ennþá þunn). Á meðan ég renndi yfir tölvupóstinn minn rétt í þessu þá rakst ég á þetta heimili sem nú er til sölu og það hefur ekkert verið til sparað þegar kom að stíliseringu, alveg típístk sænskt en agalega lekkert. Við erum þó ekki bara að tala um grámálaða veggi, heldur hafa hurðar einnig verið málaðar gráar ásamt gluggakörmum og svo er lúkkið toppað með allskyns gráum textíl og svarthvítum plakötum. Kannski of mikið? Skoðum þetta:)

1 2 3 4 5 05 06 006 09 010 12

16Myndir: BOSTHLM

Ég vona að þið hafið átt ljúfan þjóðhátíðardag í gær og eigið gott kvöld framundan, áfram Ísland og allt það;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111