fbpx

FALLEGT ELDHÚS MEÐ BLÁUM SJÖUM OG FLÍSAKLÆDDUM MARMARAVEGG

Heimili

Vissuð þið að Sjöan er einn mest seldi stóll í öllum heiminum? Hann þykir afar eftirsóttur sérstaklega þegar kemur að eldhússtólum og hér má sjá hann í djúpum bláum lit sem hressir eldhúsið við á móti klassískum marmara og ljósgrárri innréttingu. Það er dálítið sniðug lausn að klæða vegginn á milli efri og neðri eldhússkápa með marmaraflísum sem er án efa ódýrara fyrir þá sem hrífast af þessu útliti án þess að geta endilega leyft sér ekta marmara á heilan vegg.

Stofan er skreytt fallegum húsgögnum, Bollo stóllinn er alltaf dálítið skemmtilegur og Arco lampi Castiglioni trónir yfir stofunni en það þarf ekki ljósakrónu þegar þessi lampi er annars vegar.

Kíkjum í heimsókn –

Borðstofan er mjög smart, með stærðarinnar glerborði og ljósbleik-brúnum gardínum sem gefa smá hlýju.

Skemmtilegt svefnherbergi með lítilli vinnuaðstöðu, en ég mæli svo sannarlega ekki með því að raða svona uppá rúmgaflinn því það er slysahætta í jarðskjálfta.

Myndir // Alvhem

Fallega heimili – ég vona að þið hafið átt góða helgi. Ég er að koma mér í gírinn fyrir komandi viku í páskafríi með börnin og reyna að sinna smá vinnu meðfram. Skemmtilegt páskaskraut er ofarlega í huga og kem ég án efa til með að deila einhverju með ykkur.

Þangað til næst, Svana

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : BJART Í URRIÐAHOLTI

Skrifa Innlegg