INNLIT: BLÁTT & BJÚTÍFÚL

Heimili

Má bjóða ykkur að sjá einstakt heimili þar sem bláir litir ráða ríkjum. Takið einnig eftir hvernig glugga og hurðakarmar hafa verið málaðir í sama fallega lit og veggirnir sem kemur svona sérstaklega vel út. Það þarf að vera ansi djarfur til að leggja í að mála allt heimilið í svona sterkum lit en hér er útkoman stórkostlega falleg!

Myndir : Vosges Paris 

SJARMERANDI HEIMILI MEÐ BLÁUM TÓNUM

Heimili

Þetta fallega heimili vakti athygli mína á netvafri kvöldsins. Litirnir eru sérstaklega fallegir, dökkmálað svefnherbergið og bláir tónar sem teygja anga sína um allt heimilið, bláar eldhúsinnréttingar, bláir púðar í stofunni og bláir skápar í forstofu. Heimilið er hlýlegt með úrvali af listaverkum og ljósmyndum á veggjum ásamt fallegum smáatriðum. Það er ekki erfitt að finna innblástur frá þessum myndum og ætla ég að vista nokkrar þeirra á Pinterest til að geta flett þeim upp síðar, svefnherberginu vil ég ekki gleyma enda algjör draumur. 

Myndir via Historiska Hem

DRAUMUR Á MARARGÖTU

HeimiliÍslensk hönnun

Hér býr ein smekklegasta dama sem ég þekki – þó víða væri leitað. Því kemur lítið á óvart að heimilið sé eins og klippt úr tímariti svo einstaklega fallegt er það. Ég hef einmitt farið í innlit til hennar þá fyrir Glamour og ég man hvað þetta fallega bláa heimili vakti mikla athygli – þetta var með fyrstu myndunum sem birtust af íslensku heimili sem var heilmálað í svona dökkum lit en núna er það að verða æ algengari sjón. Enda ekki skrítið þegar þessar myndir eru skoðaðar, hver væri ekki til í að búa þarna?

Myndir via Smartland á Mbl 

Fyrir áhugasama þá er opið hús á morgun, mánudag og ég er alveg sannfærð um að þessi íbúð muni rjúka út. Draumastaðsetning í fallegu húsi og að mér skilst með drauma nágranna;)

LÚXUS HEIMILI BLOGGARA & RITSTÝRU

Heimili

Það er ekki hægt að segja annað en að mikill glamúr einkenni þetta ótrúlega fallega heimili en hér býr Petra Tungardern sem þekkt er í sínu heimalandi enda ritstýrir hún tísku og heimiliskafla sænska Metro, er bloggari, stílisti og frumkvöðull. Heimilið sem staðsett er í Stokkhólmi er alveg einstakt, en þrátt fyrir að hafa verið tekið í gegn þá var mörgum upprunalegum einkennum haldið við eins og t.d. loftlistarnir sem setja mikinn svip á heimilið. Það fer ekki á milli mála að einhver mjög hæfur innanhússhönnuður hannaði breytingarnar og er baðherbergið með því fallegasta sem ég hef séð ásamt mörgum fallegum lausnum í stofu og eldhúsi. Litavalið er fallegt og blái liturinn á stofu og svefnherbergi ekkert ósvipaður Denim Drift sem ég er með á mínu svefnherbergi.   

Það er varla til glæsilegri stofa en þessi, arininn er engum líkur og loftið er eins og í konungshöll. Flottar módernískar hönnunarvörurnar skapa síðan flotta andstæðu við allan íburðinn sem fylgdi húsinu. Engar þungar ljósakrónur heldur einföld og töff ljós.

Fallegar hillurnar á eyjunni þar sem stilla má upp smá punti eða tímaritum.

Stofan er afmörkuð með stóru ljósu teppi sem er þó í svipuðum lit og gólfið, hér skiptir máli að teppið nái undir öll þau húsgögn sem tilheyra stofunni en ekki bara undir stofuborðið.

Anddyrið er glæsilegt með dökkum marmara á gólfum og dökkmáluðum veggjum.

Baðherbergið er algjör dásemd! Bleikur veggurinn á móti marmaranum, gyllt blöndunartæki og fallegir skrautmunir.

Glæsilegt fataherbergi með opnum skápum og teppalagt fyrir smá hlýleika

Það hlýtur að vera mjög góð tilfinning að vera nývöknuð og stíga fram úr rúminu á mjúkt teppi!

Þetta heimili fær topp einkunn enda ótrúlega glæsilegt – fyrir áhugasama þá má fylgjast með Petru á MetroMode hér.

BLÁTT SVEFNHERBERGI

Heimili

Þetta er að vísu ekki mitt bláa svefnherbergi en ég mun birta myndir af því um leið og ég er búin að klára að græja það! Þetta bláa svefnherbergi er hinsvegar gordjöss ef svo má segja. Ekki svo langt frá litnum sem ég valdi á mitt herbergi nema mögulega aðeins ljósari. Z1 ljósið ásamt Eos fjaðraljósinu eru alveg dásemdin ein og ég hefði ekkert á móti þeim báðum hingað heim til mín, þá fjaðraljósið inn í svefnherbergið og Z1 í stofuna sem er öfugt við innlitið hér að neðan. Kíkjum í heimsókn…

bjurfors1 bjurfors2 bjurfors3 bjurfors4

Eldhúsið er æðislegt og skemmtilegt stólamixið sem og háu listarnir á veggnum sem gefa rýminu svo notarlegt yfirbragð. Það er eitthvað við það að hafa eldhúsbekk og kemur vel út að leggja á hann gæru, svo “effortless” og flott lúkk.

bjurfors5

Ég elska veifur í barnaherbergjum, þessar eru mjög látlausar en það er einnig hægt að bæta við veifum sem keyra upp stuðið í allskyns litum! Ég keypti nýlega hvítar veifur í herbergið hans Bjarts á breska Amazon, sjá hér. Ég keypti bara eina en held ég muni panta aðra til viðbótar því þær eru heldur stuttar. (ath þessi seljandi sendir ekki til Íslands).

bjurfors6

Svo aðeins meira frá fallega svefnherberginu…

bjurfors8

Via My Scandinavian Home

 Æðislegt innlit og fær fullt hús stiga, hvernig lýst ykkur á?

skrift2

MÁLNINGARHUGLEIÐINGAR VOL.2

Fyrir heimiliðHugmyndir

Aldrei hefði mig grunað að það væri svona erfitt að ákveða liti á veggi en undanfarna viku hef ég verið að reyna að velja liti fyrir svefnherbergið og anddyrið og hef snúist í nokkra hringi með valið. Ég er búin að prófa núna fjóra liti og gat valið litinn fyrir anddyrið (ljósbleikur) en svefnherbergið ætlar að verða aðeins erfiðara, þar hélt ég að ég vildi einhverskonar gráan tón (sjá efstu tvær myndirnar hér að neðan) en eftir að hafa prófað tvo liti á svefnherbergið fannst mér það ekki nógu mikið ég, finnst ég þurfa aðeins hreinni lit og ferskari. Því er ég aftur komin yfir í bláu deildina og ætla að prófa tvo liti í viðbót sem ég er með í huga.

13903214_1023772241009559_3894887437111410816_n

Þessi hér að ofan var töluvert grænni en myndin gefur til kynna en þó virkilega fallegur. Heitir Intense le havre

piaulin-interiors-3a9d048f_w1440-620x826

Þessi hér að ofan er líka töff, litirnir sem ég prófaði hétu: Dusky Roubaix (dökkur) & Acomix Farver FN.02.37 (ljósari). Þið sem fylgdust með á Snapchat fattið muninn, skal birta aftur myndir af testunum þegar síðustu prufurnar mæta í hús:) Hér að neðan er mynd sem ég fann af Dusky Roubaix. Finnst hann mjög flottur en birtan í svefnherberginu gerði hann of brúnleitann sem ég var ekki nógu hrifin af.

1515379_857926664264914_416912898_n

14212195_1035973326456117_6853481256020411923_n

Liturinn hér að ofan heitir Grey Sparrow frá Nordsjö, í litakóða S 3502-Y.

14359057_1052110471509069_8173914631121245279_n

Síðan er það þessi litur sem ég er ansi heit fyrir, Denim Drift er litur ársins 2017 frá Nordsjö og er einstaklega fallegur.

14449959_1052109968175786_131675372508413055_n

Þetta er sami liturinn hér að ofan og að neðan, Denim Drift, liturinn er ólíkur eftir hvernig birtan er ásamt því að það getur spilað inní hvernig ljósmyndarinn hreinlega vinnur myndirnar sínar:) Hlakka til að sjá hvernig hann verður heima!

b25881c3bbdbc9afbdff95f8f8340d8f
Dulux-Colour-Futures-17-COTY-colour-palette-2

Hér að ofan má sjá lit ársins Denim Drift frá Nordsjö fyrir miðju ásamt fjölskyldu litapallettu hans sem tónar vel við.

Fyrir þau ykkar sem eruð í málningarhugleiðingum eins og ég þá prófaði ég í dag ókeypis forrit í símann sem leyfði mér að taka mynd hér heima í stofu og sjá hvernig ólíkir litir koma út í “raunveruleikanum”. Mamma benti mér á það eftir að hún heyrði af málningarhugleiðingunum mínum, en fyrir tilviljun var það frá sama fyrirtæki og ég hef verið að skoða málningu frá, Nordsjö sem fæst í Sérefni. Hér má sjá frekari upplýsingar um forritið. Þú getur einnig tekið mynd af uppáhaldshlutnum þínum, flík, listaverki eða öðru og fundið hvaða málning kemst næst þeim lit! Mæli með að prófa:)

Ég stefni á að sækja síðustu prufurnar á morgun og vonandi næ ég að blikka minn mann að mála með mér sem allra fyrst. Skal leyfa ykkur að fylgjast með á snappinu! x

skrift2

FRÁ TOPPI TIL TÁAR: BLÁTT

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOP

Það er frábært að fylgjast með samstöðunni í samfélaginu þessa dagana og það er tuðruleik að þakka – hver hefði trúað því? Það sameinast allir bakvið strákana og það eru allir með, enginn á móti – hefur það gerst áður?
Takk íslensku fótboltastrákar fyrir mig! Ég hef aldrei haldist eins lengi yfir fótboltaleikjum eins og síðustu vikurnar. Ég er ein af 320.000 öðrum Íslendingum sem er svo svo stolt af ykkur og tel niður dagana í næsta leik.
ÍSLAND – FRAKKLAND í París á sunnudag, það verður eitthvað!!

Glamour talaði um að landsliðstreyjan væri heitasta flík sumarsins, það er örugglega rétt þó það hafi komið mörgum á óvart. Hún hefur verið uppseld á flestum sölustöðum hérlendis og erlendis,  en það má gera gott úr því.
Bláar vörur og flíkur hafa sjaldan verið mikilvægari í íslenskum verslunum. Ég tók saman bláar kauphugmyndir sem geta virkað vel um helgina og áfram út sumarið.

Ég ætla að klæðast bláu um helgina! Örugglega ekki ein um það .. ÁFRAM ÍSLAND!

FYRIR HANN

blahann

Skyrta: Nores Projects/HúrraReykjavík , Peysa: WoodWood/HúrraReykjavík, Buxur: Won Hundred/GK Reykjavík, Jakki:Norse Projects/HúrraReykjavík, Skór:Nike/HúrraReykjavík, Bakpoki:Herchel/Gallerí17

FYRIR HANAblafot

Stuttermabolur: 66°Norður, Buxur: Lindex, Veski: Furla/38Þrep, Jakki: Zara, Úr: Daniel Wellington, Inniskór: Hunter/Geysir, Varalitur: Maybelline/Hagkaup

FYRIR HEIMILIÐ

Fyrir okkur sem erum að skreyta EM stofuna heima hjá okkur þá getum við farið alla leið með því að velja rétta litinn á innbúið. Úrvalið var allavega til staðar þegar ég skoðaði bláar vörur hjá íslenskum heimilisverslunum. Svana á Svart á Hvítu tók einnig saman sambærilegt á sínu bloggi fyrr í dag. Sjá: HÉR

blaarkaup_heima

Sófi: Línan, Teppi: Ratzer/Hrím, Stóll: Sjöan/Epal, Ristavél: SMEG/Hrím, Stóll: ACAPULCO/Epal, Púði: Norr11

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Blue, blue, blue…

Ég Mæli MeðFashionneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSS14StíllTrend

Ég er in love af nýjasta naglalakkinu í snyrtibuddunni. Það er sko BLÁTT! En framarinn í mér er sjúk í litinn sem neglurnar mínar eru búnar að klæðast síðustu daga og mig langar eiginlega ekkert að skipta. Þrátt fyrir að þetta sé mjög svo óhefðbundinn litur sem mögulega ætti ekki að passa við mikið þá finnst mér hann passa við allt.

bláarneglur2

Lakkið flotta er úr sumarlínunni frá Lancome. Naglalökkin frá merkinu eru voðalega einföld í útliti en gæðin eru svo sannarlega til staðar. Liturinn heitir Nuit D’Azur og er úr French Riviera línunni hjá Lancome.

bláarneglur

Ég er nú alveg spennt fyrir því að framundan sé trend í bláum naglalökkum en það munum við sjá hvort standist hjá mér þegar haustlínur merkjanna detta í verslanir. Alla vega þá er blár litur í sumarlínu YSL sem ég sýndi ykkur um daginn en því miður mun það lakk ekki koma til landsins. Svo er ekki hægt að tala um blá naglalökk án þess að minnast á uppáhalds sumarlakkið mitt frá Dior Porcelaine sem er pastelblátt. Mér finnst þetta sjúkur litur og ég held að hann sé fullkominn við all white dress – sammála?

Einnig kom svona blár eyeliner sem þið sjáið frama á nýjasta Lifið Heil (tímarit Lyfju) en þar má sjá gullfallega förðun eftir hina yndislegu Kristjönu hjá Lancome.

EH

p.s. hafið þið nokkur tíman vitað um jafn naglalakkaóða manneskju og mig… ;)

Naglalakkið sem ég nota í þessari færslu fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.