fbpx

HEIMILIS HUGMYNDIR FYRIR HAUSTIÐ

EldhúsHeimiliSvefnherbergi

Þrátt fyrir að flest okkar séum enn á ferðalögum um landið í sumarfríum er gott að staldra við með kannski einn kaffibolla í morgunsárið og sækja sér smá heimilisinnblástur. Þar sem sumarið fer að líða undir lok er tilvalið að byrja að huga að því núna hvað við ætlum að gera fyrir heimilið í haust – sem er minn uppáhaldstími til að gera & græja. Punkta niður hugmyndir að nýjum litum á veggi, nýjar uppraðanir fyrir húsgögn og hillur eða jafnvel stórkostlegar breytingar.

Þetta fallega heimili veitir innblástur. Gluggaveggurinn sem aðskilur eldhús og stofu er sérstaklega smart, það er líklega ekkert of flókið að útbúa svona vegg og myndi gjörbreyta hvaða heimili sem er. Ég er einnig orðin mjög spennt fyrir því að prófa að setja lista á veggi í t.d. svefnherberginu, það gerir rýmið svo sjarmerandi.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir // Entrance Makleri

Ég vona annars að þið séuð að njóta síðustu daga sumarsins. Ég er svo sannarlega að því:)

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

NÝTT HEIMILI FERM LIVING Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg