fbpx

NÝTT HEIMILI FERM LIVING Í KAUPMANNAHÖFN

FréttirHönnunVerslað

Nýlega opnaði danska hönnunarmerkið Ferm Living nýja og glæsilega flaggskipsverslun sína í Kaupmannahöfn, staðsetta í glæsilegu og sögulegu húsnæði frá árinu 1777 að Kuglegården 1-5. Ferm Living er eitt af mínum uppáhalds hönnunarmerkjum og bjóða upp á úrval af dásamlegum smávörum fyrir heimilið ásamt sífellt stækkandi húsgagnalínu. Heimili Ferm Living er stórglæsilegt, um 450 fermetrar og má þar skoða allar vörulínur þeirra stilltar upp í fallegu umhverfi og ásamt því er hægt að versla hér sérvalda vintage muni, plöntur, sófaborðsbækur og aðra fylgihluti fyrir heimilið.

Sjáið myndirnar frá fallega Ferm Living heimilinu, algjört möst að kíkja við í næstu Köben ferð –

 Myndir // Ferm Living 

Ferm Living heillar svo sannarlega, ég held sérstaklega upp á barnavörulínuna þeirra en það eru nokkrir hlutir á myndunum hér að ofan sem ég er ansi hrifin af! Fyrir áhugasama þá fæst Ferm living hjá Epal.

Þið finnið Ferm Living heimilið hér : 

Kuglegårdsvej 1-5
1434, Copenhagen K

Opnunartímar:
Mán-Fös: 12-18
Lau: 10-16

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

ÆVINTÝRALEGUR & BLEIKUR KASTALI TIL SÖLU

Skrifa Innlegg