fbpx

ÆVINTÝRALEGUR & BLEIKUR KASTALI TIL SÖLU

Heimili

Látum okkur aðeins dreyma um að búa í þessum bleika og ævintýralega kastala sem er svo fallegur að það hálfa væri hellingur – og er nú kominn á sölu. Gärsnäs kastalinn á sér merkilega sögu sem nær aftur til 14. aldar og er talinn einn af fallegri kastölum í Svíþjóð og hefur birst í fjölda kvikmynda, m.a. Walt Disney mynd. Það væsir ekki um þann sem festir kaup á þessari dásemd, með 27 svefnherbergi, endalausar stofur, fjölda baðherbergja, matsalir, veitingarstaðaeldhús og fleira. Ótrúlegt en satt þá býr hér í dag fjölskylda í afmörkuðum hluta kastalans ásamt hundi sem er án efa ánægður með allt plássið til að hlaupa um.

Mikið af húsgögnunum og innréttingum hefur verið hluti af kastalanum frá upphafi og fær að fylgja með ásamt draugum og öllu hafi kaupandi áhuga. Vá hvað þetta er falleg bygging.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir // Fantastik Frank

Þvílíkur draumur ekki satt! Getum við ekki lagt í púkk nokkur og keypt kastalann saman, en hann kostar rúmar 300 milljónir ekki nema. Hver sem þó festir kaup á Gärsnäs kastalanum mun lifa ævintýralega fallegu lífi. Bleikur draumur alveg hreint!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI Í HAFNARFIRÐINUM

Skrifa Innlegg