GLÆSILEG HÖNNUNARÍBÚÐ Í KJARRHÓLMA

HeimiliÍslensk hönnun

Ég elska að skoða íslensk heimili og skoða fasteignasölur nánast eingöngu í þeim tilgangi að finna góðar hugmyndir þar sem ég hef ekki beint verið í kauphugleiðingum undanfarin ár. Þessa íbúð sendi hún Elísabet mín Gunnars þar sem hún deilir með mér áhuga um falleg íslensk heimili. Ég áttaði mig þó ekki alveg strax á því að íbúðin er staðsett í sömu blokk og systir mín bjó í nokkur ár og er sömu stærðar að auki, nema það að þessi er gjörólík vegna skemmtilegra lausna og opnara rými. Ég hef séð margar íbúðir í þessari blokk og eiga þær ekki roð í þessa hér að neðan sem er virkilega falleg og búið að draga það besta fram í henni með því að brjóta niður vegg á milli eldhúss og stofu en þannig eru íbúðirnar að minnsta kosti upphaflega teiknaðar og sjónsteypan á gólfum spilar einnig stórt hlutverk. Það er sérstaklega gaman að deila þessum myndum þar sem blokkin í Kjarrhólma sem um ræðir er gífurlega stór og því fjölmargir íbúar hennar sem geta tengt við þessar breytingar og fengið góðar hugmyndir í leiðinni.

Fyrir áhugasama þá má finna frekari upplýsingar um þetta fallega heimili hér.

Algjört draumaheimili og útsýnið er ekki af verri endanum alla leið út að Esju. Miðað við breytingarnar sem þessi íbúð hefur gengið í gegnum get ég ímyndað mér að hún hafi ekkert verið alltof heillandi í upphafi en stundum þarf bara smá hugmyndaflug til að sjá möguleikana og mikið sem ég held að það sé gaman að fá að taka í gegn sitt eigið heimili og gera að sínu.

BÓHEM & BJÚTÍFÚL

Heimili

Rómantískt veggfóður, dökkur viður og bóhem fílingur er eitthvað sem ég skrifa ekki oft um, en almáttugur hvað þessi íbúð er falleg. Héðan má fá margar hugmyndir af fallegum myndaveggjum enda nóg af þeim á aðeins 58 fermetrum, takið eftir hvernig myndirnar eru einnig hengdar upp á ólíklegustu staði – fyrir ofan hurðarop, og á litlum bita sem staðsettur er fyrir ofan ísskápinn í eldhúsinu – hrikalega flott! Það eru líklega margir sem hefðu kosið ljósara gólfefni en mikið fer það vel við dökku húsgögnin og allt þarna inni passar svo fullkomnlega saman.

 12-paris-styling-700x1049

  24-paris-styling-700x46720-paris-styling-700x467

Takið hér eftir flottu loftljósunum í eldhúsinu, þessi einföldu! Þarna sést einnig hversu vel það kemur út að hengja upp myndir á ólíklegum stöðum.

   28-paris-styling-700x46709-paris-styling-700x104913-paris-styling-700x1049

  27-paris-styling-700x1049

Ég get alveg gleymt mér að horfa á þessa myndaveggi, og marokkósku flísarnar setja punktinn yfir i-ið.

07-paris-styling-700x104915-paris-styling-700x467

Dökk og stór viðarhúsgögn hafa ekki verið of áberandi undanfarið, en sjáið hvað svona klassísk húsgögn njóta sín vel í réttu umhverfi. Hringlaga spegillinn léttir örlítið á ásamt látlausri skreytingu ofan á skenknum.

16-paris-styling-700x467

– Bara passa að festa rammana vel ef það á að hengja upp fyrir ofan rúm! EOS ljósið er síðan alltaf jafn fallegt og er mögulega eitt vinsælasta svefnherbergja ljósið um þessar mundir:)

23-paris-styling-700x104904-paris-styling-700x104903-paris-styling-700x467

Myndir: Alice Johansson Stílisering: Pernilla Algede fyrir Alvhem

Það fallegasta sem ég hef séð í langan tíma ♡

// P.s. ég kíkti í dag í heimsókn á Snapchat á vinnustofuna hjá hönnuðinum Steinunni Völu – Hring eftir hring. Ef þið hafið áhuga þá er ykkur velkomið að fylgjast með þar.

svartahvitu-snapp2-1

FRÉTTIR ÚR BLOGGLANDI

Heimili

… það er aldeilis allt að frétta úr Blogglandi þessa dagana en það sem ég er spenntust fyrir er að bloggskvísan Hrefna Dan er að selja sætu íbúðina sína á Akranesi til að stækka við sig. Ég hef að sjálfsögðu fylgst lengi með Hrefnu og finnst smá eins og við þekkjumst útaf því, kannist þið við þannig tilfinningu? Ég læt fylgja með nokkrar myndir af instagraminu hennar sem eru alltaf svo líflegar og fínar. Fleiri myndir af íbúðinni getið þið séð hér.

Screen Shot 2016-10-26 at 13.02.07 Screen Shot 2016-10-26 at 13.15.23 Screen Shot 2016-10-26 at 13.19.25

Ég er ekki viss um að sunnudagsbrönsinn hennar fylgi með kaupunum haha, en hvatning fyrir verðandi eigendur að halda í þessa skemmtilegu hefð hennar Hrefnu. Kannski fæ ég einn daginn boð í svona bröns!

Screen Shot 2016-10-26 at 13.20.19

Þessi skvís er meðetta, getið fylgst með henni á snapchat og instagram : hrefnadan

skrift2

INNLIT: BJART & HRIKALEGA FALLEGT SÆNSKT HEIMILI

BarnaherbergiHeimili

Ég elska þegar ég dett inná innlit sem eru nánast fullkomin og þetta er klárlega í þeim hópi. Ofsalega björt íbúð og innbúið alveg einstaklega fallegt með fullkominni blöndu af gömlu og nýju, klassík og trendum, ég tek sérstaklega eftir ljósunum sem er ansi veglegt safn af t.d. Eos fjaðraljósið, AJ lampi, Koushi ljós og fleiri. Ég mun koma til með að skoða þetta heimili aftur og aftur í leit að innblæstri…

SFDA1DEDEA8A5564FEB940870B14629C8C2 SFD7765AA252E774875B39A128072496581 SFDE9AED94AAAAD41AFB40F104F47318CE2

Fallegur viðarbekkur við borðstofuborðið, eitthvað sem við sjáum ekki mikið af og hrikalega flottur myndaveggur á bakvið.

SFD1B122A7B2EE14ABBAC987D5A47A9096E SFD4B20A69923E643818B33C1F87B18932E

Kristalsljósakróna yfir borðkróknum – hversu smart!

SFD5AE5AF9D862D417CB3365167094754BFSFDA8AC50B9762C445A8F51683B2A371F5B

Það er ekki oft sem ég verð upptekin af tækjum og græjum, en ég gæti alveg hugsað mér svona græjusett í mitt eldhús.

SFD33BEDA3C1402450ABA2AD87D39ED8E82

Ikea Sinnerlig ljósið er að koma sterkt inn,

SFD60C2577571F040BB96FA2DFE56BA936F

Eos fjaðraljósið frá Vita er líka guðdómlegt, gæti vel hugsað mér að eiga eitt stykki.

SFD7765AA252E774875B39A128072496581SFD9288960B19A64C4289CFFD59987C0A46 SFDE6D4F35B4DE74E51836D858662CEE413SFD76BE3083D02F4F3A99AD7B01E8F9ADEBSFDD8173C2474864F82B2A4D31734B25678

Góðan dag vel raðaði fataskápur!

SFD9AE859E7323D4A79807C6833A16D9E0BSFDD53A95DB7E6B430985A456A0BE8E8165SFD1CF2D6BF9BB44E8E85A819A5446B04CE SFDD2B5D6CF0DDE423FB20906BECB8D7D10

Og svo er það unglingaherbergið… algjör draumur!

SFD14D28113CDD7427E9D150DC224C82E63

Mikið sem það kemur vel út að stilla rúminu upp í miðju herbergisins, verður dálítill prinsessu fílingur á þessu og ljósið svo toppar þetta!

SFDDB29405BE852423FA6F6A8C6122D2095

Hér sést vel hversu góð blanda af gömlu og nýju er á þessu heimili, snyrtiborðið, stóllinn og borðlampinn virka alveg einstaklega vel í þessu umhverfi í bland við ljósari liti og meira módern hönnun. Of mikið af hvorum stíl getur alveg steindrepið stemminguna að mínu mati;)

SFDDB9661D28B7C41ADA8F036BCD836170F

Og þá er það barnaherbergið sem ég er mjög skotin í…

SFD8AD8891990BA42C9A8F0257E630E268ESFD6C2C31CE5B084E41802A7EC668E9E094SFD8D1E2776D0A847898D5E30EBB99A4B80SFD795B536F1A154B92B584332D491815AB

Ein mynd af baðherberginu fær að læðast með –

SFDE68F0B4CAB1F4590B8DD06BD687F1805SFDA343DB8006D8406B8C281BF08D3ED465SFD956297ECA671428383935B843576D3EBMyndir via Alvhem fasteignasala

Jiminn einasti hversu geggjað heimili? Ég er alveg bálskotin og er ekki frá því að nokkrir hlutir hafi ratað á óskalistann minn, -í fyrsta lagi er ég enn staðfastari á því nú að “ég verði” að eignast Eos ljósið í svefnherbergið eða í barnaherbergið og má ég líka biðja um að eignast eitt stykki unglingsstelpu til að geta græjað svona drauma unglingaherbergi fyrir?:)

Frá einum uppí tíu hversu fínt er þetta heimili að ykkar mati? I loooove it

P.s. varstu búin að sjá að ég er mætt á Snapchat? Er að prófa þann fína miðil og þér er velkomið að kíkja í heimsókn á svartahvitu ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

TJÚLLUÐ ÚTSÝNISÍBÚÐ TIL SÖLU

Heimili

Vinir mínir voru að setja íbúðina sína á sölu í Sólheimum og ef þú ert í íbúðarhugleiðingum þá er þessi klárlega möst-see. Ég man ennþá svo vel eftir fyrstu heimsókninni minni til þeirra því annað eins útsýni hef ég ekki séð og tala nú ekki um hvað íbúðin er ofsalega björt og vel skipulögð, -hér eru sko miklir möguleikar! IMG_5862 IMG_5871 IMG_5838IMG_5848 IMG_5886

Þessar svalir eru alveg tjúllaðar.

IMG_5914

Þegar maður á flott hjól þá er ekki slæm hugmynd að hengja það upp á vegg;)

IMG_5820

Svalir útfrá svefnherberginu er draumur margra…

IMG_5815

IMG_5810IMG_5856IMG_5944 copy

Opið hús á morgun, mánudaginn 20. Júní kl. 17:30-18:00 – íbúð 10-04! Sjá nánar hér.

Mæli með x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

GRÁTT & STÍLISERAÐ

Heimili

Afmælisplön hafa átt hug minn allan undanfarnar 3 vikur og ég mun koma til með að gera góða færslu um veisluna sem ég hélt um helgina. Það er smá léttir að þetta sé núna allt yfirstaðið og ég get andað rólega og farið að sinna öðrum verkefnum en það kom mér á óvart hvað þarf að huga að mörgu en ég er alveg alsæl og þakklát fyrir helgina (mögulega ennþá þunn). Á meðan ég renndi yfir tölvupóstinn minn rétt í þessu þá rakst ég á þetta heimili sem nú er til sölu og það hefur ekkert verið til sparað þegar kom að stíliseringu, alveg típístk sænskt en agalega lekkert. Við erum þó ekki bara að tala um grámálaða veggi, heldur hafa hurðar einnig verið málaðar gráar ásamt gluggakörmum og svo er lúkkið toppað með allskyns gráum textíl og svarthvítum plakötum. Kannski of mikið? Skoðum þetta:)

1 2 3 4 5 05 06 006 09 010 12

16Myndir: BOSTHLM

Ég vona að þið hafið átt ljúfan þjóðhátíðardag í gær og eigið gott kvöld framundan, áfram Ísland og allt það;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

PÍNULÍTIL & SJARMERANDI STÚDÍÓ ÍBÚÐ

HeimiliRáð fyrir heimiliðSvefnherbergi

Þessi pínulitla stúdíó íbúð er algjör draumur, hver fermeter er ofsalega vel nýttur og rúmið hengt upp í loft sem sparar heilmikið pláss. Uppsetningin minnir mig reyndar mjög mikið á herbergið sem ég bjó í þegar ég var við nám í Hollandi, en þar var rúmið einmitt hengt upp í loft og undir því var ég með litla stofu. Þetta er stórsniðug lausn sem væri gaman að sjá oftar nýtta, þó svo að kojur séu gjarnan vinsælar í barnaherbergi þá er líka hægt að nýta þetta í unglingaherbergi og háskólaíbúðir þar sem fermetrar eru af skornum skammti. Mitt herbergi var þó ekki svona smekklegt, allar innréttingar voru dökkbláar og brúnt teppi á gólfinu og ég deildi baðherbergi með einni hrikalegri konu sem bjó á sömu hæð og ég í húsinu… Hér hefði ég mikið frekar viljað búa:)

3 4 6 7 9 13 17 21

Vonandi verður helgin ykkar ljúf, minni helgi verður varið í smá sveitasælu með fjölskyldunni og vonandi kem ég endurnærð tilbaka.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR BÚA!

EldhúsHeimiliStofaSvefnherbergiUppáhalds

Þetta heimili fær 10 stig af 10 mögulegum í einkunn hjá mér bara svo það sé komið á hreint en þrátt fyrir að vera ekki nema 68 fermetrar er íbúðin svo snilldarlega skipulögð að hver fermeter nýtist vel. Það er þó helst svefnherbergið sem er mesta snilldin en þetta eina rými þjónar þeim tilgangi fyrir utan það að vera svefnherbergi hjónanna að vera barnaherbergi tveggja barna þeirra ásamt vinnuaðstöðu og það verður að teljast ansi gott! Herberginu hefur verið skipt upp með sniðugum millivegg með skápaplássi að neðan en að ofan er gler sem hleypir dagsbirtunni vel í gegn. Oftast enda ég á svefnherbergjum í innlitum en núna ætla ég að byrja á því enda líklega best skipulagða svefnherbergi í heimi…

JB1 JB2

Þegar að vinnuaðstaðan er svona einföld er ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana í svefnherberginu.

JB4

Kojur barnanna eru einnig vel skipulagðar með góðu geymsluplássi að neðan.

JB5 JB6SFDF7F164DB83914739B86BB14F0D6931D5-640x479

Það er líklega aðeins meira á þessum fataslám þegar það er ekki verið að ljósmynda íbúðina, en hér býr einmitt einn aðalstílisti sænsku fasteignasölunnar Stadshem, hún Johanna Bagger.

JB3JB7

Stofan er glæsileg og þessi sófi er sérstaklega smart, mér sýnist þetta vera Söderhamn frá Ikea.

SFD6BC5581FE22240A1B9C7E90D7C533E02-640x479

Þessar síðu gardínur eru akkúrat það sem stofan mín þarfnast.

JB9 JB9aSFDFE07666014DE4AD5957C6F0075421075

Svo er það eldhúsið sem er algjört æði, Mirror ball ljósið eftir Tom Dixon og allir smáhlutirnir sem skreyta rýmið gera það að algjöru augnakonfekti.

SFD6D1DDF7029D64E2D95E57F00B7456418SFD3CBC70C7D40A447EA17E47EF0ABFF379

SFD38DE38DD40E848ABAF70343B872BBD0D-640x853

Vel nýttur veggur undir bækur og punt.

SFDE3757EA52C92485480DC6C2C1D231830-640x479

SFDDDB93B58A5E84DE89BF60956203ADA3E-640x853

SFD13738671340840A7A142F200521F9388

Smekkkonur eins og hún Johanna Bagger eru að sjálfsögðu líka með smart inni í skápum.

JB9d

Í andyrrinu má m.a. finna vegghilluna sem Inga Sempé hannaði fyrir Wrong for HAY.

SFDCE9F9C4C241C4E9FAF5226665606DCDF

Myndir via Stadshem

Og eigum við svo að ræða smáhlutina sem skreyta baðherbergið? Hér býr augljóslega sannur fagurkeri!

Þetta heimili er algjörlega æðislegt, fullt af frábærum hugmyndum sem hægt er að nýta sér ásamt því að vera hreint og beint augnakonfekt. Þið megið endilega smella á like hnappinn ef þið fílið þetta heimili:) Eigið annars alveg frábæran föstudag!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

TIL SÖLU: V KJÓLL

LÍFIÐSHOP

 

UPDATE: Kjóllinn er seldur. 

10841548_10152610420447568_1398875085_n-400x400

 

Ég tel niður dagana, næstum mínúturnar í kossaflens með þessum hér að ofan. En það er ekki það sem þessi póstur snýst um. Hann snýst um jólakjólinn sem ég klæddist á aðfangadagskvöld. Flegin niður á maga og fallegur að öllu leyti, frá H&M Trend. 

Ég fékk nokkra pósta eftir að ég birti “DRESSIД í desember en núna í síðustu viku hef ég heyrt að hann sé uppseldur í flestum verslunum utanhafs. Og fólk virðist ekki vera parsátt með þá staðreynd.

Ég hef ákveðið að selja minn og því getur einhver lesandi dottið í lukkupottinn ef áhugi er fyrir hendi. Frekari upplýsingar gef ég á eg@trendnet.is – sjáumst þar!

Ég fýlaði hann pínu “loose” á mér og tók hann því í stærð 38.

DSCF5812-400x602 DSCF5797-400x602

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR