fbpx

ERNA HRUND SELUR FALLEGA HEIMILIÐ SITT Í SKEKTUVOGI

Íslensk heimili

Vinkona mín og fagurkerinn hún Erna Hrund sem þið þekkið líklega mörg sem fyrrum Trendnet bloggara hefur nú sett fallegt heimili fjölskyldunnar á sölu þar sem þau ætla að stækka við sig.
Um er að ræða glæsilega 4ra herbergja íbúð með riiisa geymslu sem Erna Hrund segir vera eitt það besta við íbúðina.. s.s. 20 fm geymslan!:)
“Og svo er íbúðin dásamleg svo björt og okkur líður mjög vel þarna… “
“Við værum ekki að flytja nema á nýja staðnum fá öll börnin sitt herbergi … en við ætlum ekki langt, bara í næsta hús. ” 
“Glæsileg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í fallegu nýlegu álklæddu lyftuhúsi. Íbúðin sjálf er 112,1 fm. Sérgeymsla í kjallara er 20,3 fm.  Samtals er eignin því skráð 132,4 fm.
Íbúðin er öll hin glæsilegasta með fallegum innréttingum og fataskápum.  Flísar og harðparket eru á allri íbúðinni. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir.  Mjög stór geymsla er í kjallara með mikilli lofthæð (20,3 fm) Frábær staðsetning á mjög vinsælum stað.”
Ég elska hvað svefnherbergið þeirra er notalegt, og liturinn svo hlýlegur og flottur.
Hér er líka ekki rykkorn að finna – enda Jonni hennar Ernu alveg einstaklega duglegur að gera heimilið fínt ;) Þið sem fylgið henni á Instagram ættuð að hafa tekið eftir því haha ♡
Kíkið endilega á skvísuna á Instagram til að sjá meira @ernahrund

DIMM FAGNAR 6 ÁRA AFMÆLI & 20% AFSLÁTTUR UM HELGINA

Skrifa Innlegg