fbpx

MÁ BJÓÐA ÞÉR SMÁ LÚXUS? MARMARA VILLA Í STOKKHÓLMI

Heimili

Vinkona mín sendi mér þessa geggjuðu eign með orðunum “Eigum við að kaupa okkur hús saman í Stokkhólmi” og opnaði ég skilaboðin með raunverulegum væntingum að hún hefði fundið eitthvað pínulítið gamalt og sjarmerandi en ó mæ ó mæ þetta hús er eitthvað allt annað. Annan eins lúxus hef ég aldrei séð áður nema helst þá heimili Hollywood stjarna en þetta slær þeim flestum út! Húsið er algjör meistarasmíði, staðsett á Skeppsholmen, einum eftirsóttasta stað í Stokkhólmi og hér var svo sannarlega vandað til verka og efnisval allt á heimsmælikvarða en þess má geta að allt innbú sem var sérhannað fylgir með eigninni. Heimilið er klætt marmara á gólfum, veggjum og innréttingum og má hér finna bíósal, stærðarinnar sundlaug, vínkjallara, bílakjallara og líkamsrækt svo fátt eitt sé nefnt en stærðin er um 1.000 fm. Villan kostar yfir 2 milljarða íslenskra króna – en það er gaman að láta sig dreyma og hver veit nema við fáum héðan einhverjar góðar hugmyndir…?

Eins og t.d. stærðarinnar skiltið í garðinum DREAM…. nema við kannski bætum við ON haha. En kíkjum aðeins í heimsókn –

Myndir : Skeppsholmen.se

Eigum við ekki bara að leggja nokkur saman í púkk? ♡ En stóra spurningin er, hver ætli hafi búið þarna?

MÆLI MEÐ: JÓLAMARKAÐUR BJARNA SIGURÐSSONAR UM HELGINA

Skrifa Innlegg