fbpx

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : TÓMASARHAGI

EldhúsÍslensk heimili

Þetta fallega heimili er staðsett á Tómasarhaga og var húsið teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt. Bogadreginn stigagangurinn við “franskan” glugga setur sinn svip á heimilið bæði að utan og innan. Þessi eign var nýlega seld en ég má til með að deila nokkrum myndum með ykkur, eldhús og borðstofa eru mjög smart með marmaraflísum á gólfi og á innréttingu ásamt marmaraborðplötu. Veggirnir eru málaðir í mildum brúnum lit sem tónar vel við klassísk viðarhúsgögnin og viðarinnréttingar. Útkoman er mjög sjarmerandi og að lokum má sjá fjölmörg íslensk listaverk á veggjunum sem setja svo sannarlega punktinn yfir i-ið og gerir stílinn mjög persónulegan.

Kíkjum í heimsókn –

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is // Fasteignavefur Mbl.is

UPPÁHALDS JÓLAILMURINN ER FRÁ URÐ

Skrifa Innlegg