5 STJÖRNU STÓLAMIX

Heimili

Það er eitthvað alveg einstaklega heillandi við þetta heimili hvort sem það séu listaverkin á veggjunum, litrík gólfmottan eða stólamixið við glerborðið. Hér býr hin hollenska Stephanie sem bloggar á Coosje og þó það sjáist í lítið annað en borðstofu og stofu þá er ég heilluð…

Stólamixið er í mestu uppáhaldi hjá mér enda stólar eftir nokkra meistara samankomnir. Børge Mogensen (Shaker J39) – Hans J.Wegner (Y-chair) – Verner Panton (Panton chair) – Philippe Starck (Eros) og Peter Opsvik (Tripp Trapp)! Það skemmtilegasta sem ég safna eru stólarnir mínir og á ég stóla eftir þrjá af meisturunum sem ég tel upp hér að ofan þó ég væri gjarnan til í að bæta við safnið stól eftir meistara Mogensen og þá helst Hunting chair.

Mikið kemur það vel út að stilla plöntunni svona hátt upp – dálítið eins og hún vaxi úr loftinu!

Wire hillurnar /borð eftir Verner Panton er mjög skemmtileg hönnun.

Löng helgi framundan, best að nýta hana sem best ♡

NÝTT & DJÚSÍ FRÁ TOM DIXON // GJAFALEIKUR

Hönnun

Það kemur líklega engum á óvart sem fylgst hefur með blogginu mínu í nokkurn tíma að ég er bálskotin í Tom Dixon og öllu því sem hann gerir. Í dag þann 4. apríl kynnir hann í fyrsta sinn splunkunýja og gordjöss línu á hönnunarsýningunni í Mílanó / Salone del Mobile sem er jafnframt sú flottasta í öllum heiminum.

Eftir margra ára notkun á málmum og gljáandi áferðum ákvað Tom Dixon loksins að færa sig yfir í meiri mýkt þegar hann hóf að hanna línu úr textíl og er afraksturinn dásamlega fallegir púðar ásamt fleiri sjúklega flottum vörum. Ég skoðaði nokkrar af þessum vörum á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi fyrr á árinu og var þar stranglega bannað að taka myndir af hlutunum enda algjört top secret á þeim tíma. Þar mátti meðal annars skoða nýja hreinlætislínu WASH sem ég er mjög spennt fyrir, hún felur í sér sápur, uppþvottalög, handáburði og ýmiss konar fallega aukahluti fyrir baðherbergi.

Tom Dixon hóf feril sinn sem hönnuður og listrænn stjórnandi fyrir ríflega 35 árum. Á þeim tíma hefur honum tekist að skapa sér nafn og skipa sér sess meðal fremstu hönnuða samtímans og það vita allir hver hann er sem áhuga hafa á hönnun. Mörg af hans meistarastykkjum prýða nú lista- og hönnunarsöfn á borð við MOMA í New York og Pompidou safnið í París!

Í dag 4. apríl kynnti LUMEX nýju línuna á sama tíma og Tom Dixon kynnti hana í Mílanó og í tilefni þess ætlum við að efna til gjafaleiks þar sem hægt er að næla sér í púða úr nýju línunni SOFT í lit að eigin vali. Við erum að tala um að vinningshafinn verður þá einn af þeim fyrstu í heiminum til að næla sér í þessa fallegu hönnun! SOFT línan er úr hágæða Mohair flaueli sem framleitt er úr Suður-Afríkskri geita angóru – sem hefur í gegnum tíðina verið álitin jafn verðmæt og gull. Fyllingin er úr dönskum andafjöðrum…. jiminn eigum við að ræða þessa lúxus púða!

screen-shot-2017-04-04-at-18-09-44 screen-shot-2017-04-04-at-18-12-39

úllen – dúllen – doff! Ég er með augun á einum lit ♡

textile_lifestyle_2_-_line_and_soft_with_wingback_micro

screen-shot-2017-04-04-at-19-59-36

washing-tom-dixon-soap-costmetic-design-products_dezeen_2364_col_2-852x568

Hér má síðan sjá WASH línuna en þess má geta að sápan er svört á litin sem er frekar spennandi!washing-tom-dixon-soap-costmetic-design-products_dezeen_2364_col_9-852x568

// Gjafaleikurinn er í samstarfi við verslunina LUMEX sem er söluaðili Tom Dixon á Íslandi.

Til þess að eiga möguleika á að vinna elegant púða úr SOFT línunni í lit að eigin vali þá þarft þú að:

1. Skilja eftir athugasemd með nafni

2. Deila færslunni

3. Extra karma stig eru gefin fyrir að smella like við Lumex, og Svart á hvítu á facebook

// Dregið verður úr athugasemdum laugardaginn 8.apríl.

Búið er að draga út vinningshafa í Tom Dixon púðaleiknum – sú heppna heitir Halla Dröfn og dró ég hana út af handahófi að sjálfsögðu.

Takk kærlega fyrir þátttökuna og Halla Dröfn! Hafðu samband ♡

svartahvitu-snapp2-1

LOKSINS: TOM DIXON MINI JACK

HönnunUppáhalds

Ég er svo ánægð með nýjasta heimilismeðliminn minn að hann á skilið sérfærslu. Í nokkur ár hefur mini Jack hurðastopparinn frá Tom Dixon verið á óskalistanum mínum en kostað þónokkuð meira en ég var tilbúin að borga. Þessi dásamlega fallegi hurðastoppari/bókastoð eða einfaldlega hillupunt er eftirmynd af staflanlega og margnota Jack ljósinu fræga sem Tom Dixon hannaði árið 1994 og hlaut hönnunarverðlaun fyrir. Ljósið sjálft er ekki beint minn tebolli en mini Jack er það allra dásamlegasta. Þegar ég heyrði að Epal væri að hætta með Tom Dixon vörumerkið þá vissi ég að mini Jack yrði loksins minn, og það með 45% afslætti.td0228ls1_11407990954930

Ég þarf eins og er ekki beint á hurðastoppara að halda, en þessi dásemd mun svo sannarlega eignast sinn stað á heimilinu.

skrift2

IKEA Í SAMSTARF VIÐ HAY & TOM DIXON!

HönnunIkea

Risa fréttir úr hönnunarheiminum! Ikea tilkynnti fyrr í dag um samstarf þess við bæði HAY og Tom Dixon og á fyrri línan að koma í verslanir í ágúst 2017 (Hay) og seinni línan (Tom Dixon) kemur út í janúar/febrúar 2018. Mjög löng bið en hún verður pottþétt þess virði:) Ég er ekki frá því að þarna sé á ferð nokkur af mínum allra uppáhaldsmerkjum og á ég því von á æðislegri útkomu frá þessum samstörfum, annað er hreinlega ekki hægt. Eitt af nýjustu samstörfunum hjá Ikea er annars Sinnerlig línan frá Ilse Crawford sem heppnaðist einstaklega vel að mínu mati. Það er frábær þróun að fylgjast með öllum þessum spennandi samstörfum hjá hönnunarmerkjum í dag, hvort sem það sé H&M eða IKEA það er alveg sama hversu stór þú ert eða frægur, það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt af öðrum:)

tom-dixon-hay-ikea

02_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon 05_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon

Ég er ofur spennt! En þið?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

MEÐ GYLLTAN KRANA & NÓG AF PLÖNTUM

Eldhús

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem ég tók saman fínerí fyrir eldhúsið þá er tilvalið að deila myndum af þessu hrikalega fallega eldhúsi með ykkur. Þegar að um svona litla íbúð er að ræða eða 57fm eins og þessi og með eldhúsið inni í stofu nánast þá er fallegt að sleppa efri skápunum og hafa í stað þess litla skrauthillu og leyfa nokkrum fallegum áhöldum og plöntum að njóta sín sem punt. Plönturnar og kryddjurtirnar gefa eldhúsinu mikið líf og gyllti kraninn setur að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

305183_karl_gustavsgatan_11b-12.jpg-965045418-rszww1170-80 305183_karl_gustavsgatan_11b-14.jpg-986665898-rszww1170-80 305183-Karl-Gustavsgatan-11B-15-1024x683 305183-Karl-Gustavsgatan-11B-20 huvudbild.jpg-939736442-rszww1170-80

Fyrir áhugasama þá má sjá fleiri myndir af íbúðinni hjá sænsku fasteignasölunni Bjurfors, sjá hér. 

Innréttingarnar eru afskaplega einfaldar með flotuðum toppi og fallegum höldum sem gera mikið fyrir lúkkið, minna mig dálítið á þessar frá Superfronts. Ég er að fíla alla þessa gylltu detaila í eldhúsinu, lampinn, kraninn, sláin og krókarnir gefa því smá “klassa” ef við slettum smá. Ég þarf að gera aðra tilraun við að halda kryddjurtum á lífi í eldhúsinu mínu, það er algjör lúxus að geta teygt sig í ferskar jurtir en mikið sem ég á erfitt með að halda öllu sem er grænt á lífi, það er mér nánast ómögulegt.
Ég vona að þetta fína eldhús gefa góðar hugmyndir! Þangað til næst:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TÖLVUTEIKNAÐ HEIMILI

HeimiliHönnunStofa

Ég er ekki að grínast í ykkur en myndirnar hér að neðan af þessari súper smekklegu stofu eru tölvuteikningar!

48b6a3408d8b0743f252b95c443e1a2ba11888c961122e703bf8932efa1ecb4a 9164acea6ecf4f98d3cc3042db538af4 7667abd3d1c5554c02de624bc67a8c8c 795c50f9a66a59f06d4ceeb8ebbf5613

Snillingurinn á bakvið þessar myndir er þrívíddarlistakona Raya Todorova, þetta er ekki eina rýmið sem hún hefur teiknað en hægt er að skoða fleiri verk eftir hana -hér. 

Hún hefur þó ansi góðan smekk þessi stelpa, Muuto stacked shelf, Coppershade og Tablo table eru greinilega á óskalistanum hennar:)

TOM DIXON ÁST

Heimili

Ég veit að nokkur ykkar þarna úti deila ást minni á Tom Dixon. Ég held mest upp á ljósin hans þrátt fyrir að úrvalið af flottum fylgihlutum fyrir heimilið eftir hann sé orðið mjög gott. Ljósin eru þó alveg sér á báti, flest þeirra verða að miðpunkti athyglinnar í rýminu og þau fara framhjá fæstum. Algjörlega punkturinn yfir i-ið.

Þessi íbúð væri allt önnur ef það væri ekki fyrir Beat ljósin og koparljósin.

TD1TD5TD4TD2TD8 TD7

TD4 TD2 TD3

Virkilega falleg íbúð! Og nokkrir draumahlutir sem þarna má sjá, Mega Dot rúmteppið situr hátt á óskalistanum ásamt DLM hliðarborðinu frá HAY.

Björt og fullkomin íbúð! Sammála?:)

DRAUMASTOFAN & NÝJA KOMMÓÐAN

HeimiliPersónulegtStofa

Ég er aðeins að reyna að breyta til í stofunni hjá mér núna en hef reyndar ekki komist mikið lengra en það að taka sjónvarpið úr sambandi og niður á gólf, mikið er ég eftir að verða vinsæl haha! Við bara horfum svo lítið á sjónvarp og notum helst tölvurnar okkar fyrir bíómyndir svo ég sé hreinlega ekki tilgang þess að eiga sjónvarpstæki sem sýnir í þokkabót bara Rúv:)

Ég keypti mér nefnilega kommóðu á Barnalandi í gær, hélt ég væri að kaupa tekkkommóðu miðað við myndina en sit núna uppi með brúna eikarkommóðu frá ameríska hernum sem er líka alltof stór til að passa hingað inn. Þangað til að ég eignast draumatekkmubbluna eða að ég splæsi í String hillukerfið í Epal þá leyfi ég kommóðunni að búa hjá mér í smástund. Mér skilst að ég þurfi aukageymslupláss fyrir barnið.. ekki barnið sjálft heldur allt sem fylgir því, og því langar mig til að fækka öðrum ljótum mubblum í bili úr litlu stofunni minni eins og tv-inu. Er það ekki bara 100% eðlilegt, nei ég bara spyr?:)

Draumastofan væri hinsvegar svona:

Bloocwebb2.png Bloocwebb3.png

 Og þarna er sko ekkert sjónvarp! :)

Myndirnar stíliseraði Annalena fyrir Blooc. /sjá hér.

MYND DAGSINS

HeimiliRáð fyrir heimiliðStofa

7278a20385ea113845d39a536997e2c5

 Ég er búin að eyða dágóðum tíma á Pinterest í kvöld, -sjá hér.

Ég heillast alltaf jafn mikið af hvítu, eins og þið hafið líklega þegar tekið eftir. Þessi mynd birtist í Elle Decoration fyrir löngu síðan, hvernig bókunum er staflað undir og ofan á skenknum finnst mér koma vel út. Sem og Mirror Ball ljósið eftir Tom Dixon og hvítt+viðar mix af stólum.

“Furniture should be useful and work hard. The dinner table should be at the heart of the home, large enough to accommodate family meals, dinner parties, homework or other pastimes. When it comes to your sofa, spend as much as you can afford. As this is probably going to be one of your biggest investments, opt for something classic that will stand the test of time.” 

:)