Ég nýtti mér svo sannarlega jóladagatal Lumex í ár, en í samstarfi við Lumex eignaðist ég draumagólflampann minn (til margra ára). Ég er í skýjunum þessa stundina.. gólflampinn sem ég hef hugsað um oftar en einu sinni og oftar en hundrað sinnum er orðinn okkar! Við höfum ætlað að kaupa okkur fallegt stofuljós síðan við fluttum inn en ég frekar hef haft ekkert í stað þess að kaupa “tímabundið”. Við vorum því einungis með halogen loftljós, sem eru falleg, en þau fylgja húsinu, ekki okkur.. þið skiljið hvað ég á við :)
Við vildum eignast ljós sem stæðist tímans tönn. Ljós sem passaði við gult sófasett, jafnvel brúna eða græna veggi, fjólublátt teppi, fiskibeinsparket eða marmaraflísar. Fyrir mér er þessi gólflampi algjörlega tímalaus. Hann hentar hvaða stíl sem er, hvaða rými sem er. Ég vel vandlega inn til mín & hef því hugsað þetta gólflampamál alveg til enda. Gólflampinn mun alltaf passa inn til okkar, sama þó við skiptum um sófasett eða lit á veggjum. Þetta er það sem ég hreinlega elska við góða hönnun. Hún lifir & því eru kaupin að mínu mati ekkert nema fjárfesting.
Hér að neðan má sjá jóladagatal Lumex í ár, en það virkar þannig að á hverjum degi fram að jólum er tiltekin vara á afslætti. Ég á nokkrar uppáhalds.. og ég varð smá glöð í hjartanu að sjá rétt í þessu að smávörur eru aftur á 20% afslætti þann 22. desember.
Borðlampar eru á 20% afslætti á morgun, þann 11. desember. Ég er hrikalega skotin í Foscarini Gregg borðlömpunum og BELL borðlampann frá Tom Dixon. Alveg rúmlega flottur! En ég get ekki sleppt því að minnast á SNOOPY frá Flos. Hann er klárlega í uppáhaldi hjá mér af þeim borðlömpum sem eru til í Lumex. Svartur eða grænn, báðir ofsalega gæjalegir og tilvaldir inn á skrifstofuna mína (sem ég á ekki enn).
Það er ástæða fyrir því að þessi hafa slegið í gegn. Iðnaðarstíllinn á þessum LED skrautperum frá tala er einum of djúsí. Það er hægt að poppa upp ýmis rými með þessum perum.. en það sem er m.a. heillandi við perurnar er að fyrir hverjar 200 seldar skrautperur skuldbindur fyrirtækið sig til að gróðursetja 10 tré. Fyrirtæki að mínu skapi!
Uppáhellt kaffi hlýtur að smakkast guðdómlega með þessu setti frá Tom Dixon. Pant drekka espresso bollann úr þessum sjúku bollum! Ég elska macchiato eða espresso bolla og vil kaffið helst ekki öðruvísi.. þessir bollar eru alveg að hjálpa manni að “lúkka” með bollann :) Svo kemur þetta í mjög fallegri gjafaöskju, en ég er mikill aðdáandi fallegra gjafaaskja.
Hversu rausnarlegur afsláttur af Caboche loftljósinu? Himneskt loftljóst sem mætti fara beint fyrir ofan borðstofuborðið mitt. Ég hafði lengi haft augastað á minnsta Caboche veggljósinu en ég keypti hins vegar HOPE by Luceplan í staðinn. Bjútíful ljós í alla staði ♡
Jæja krakkar. Hér er díllinn. Alveg er ég viss um að þessi gjöf klikki ekki..Púðarnir frá Tom Dixon eru úr flauel- og kasmírblöndu, með einstökum detail sem er koparlitaður rennilás. Litirnir eru geeeeðveikir en ég er hrifnust af sinnepsgula púðanum en myndi aldrei segja nei við hinum. Allur textíll er á 20% afslætti 21. desember.. ég myndi allavega droppa við (snemma) þar sem þó nokkrir hugðust ætla að nýta sér tilboðið af snapchat að dæma en ég sýndi þar aðeins frá nokkrum uppáhaldshlutum um daginn.
Smávörurnar eru aftur á afslætti en ég var mjög glöð að sjá það því þessi flokkur er eflaust vinsælastur fyrir jólin.. hér er um nóg að velja.. sápur, kertastjakar, whiskey glös og karafla, vínglös, bakkar, moscow mule glös, vasar, kerti og ilmstangir og margt fleira.
… tadarammmm! Og loks er það draumagólflampinn sem ég hef hugsað um dálítið oft og velt fyrir mér hvort hann yrði minn einn daginn. Við keyptum hann í vikunni og stofan okkar fór úr NOT yfir í HOT. Ég er að búa til eina djúsí færslu en hann er bara einum of fallegur. Það er góð ástæða fyrir því að við völdum að kaupa hann í Lumex. Segi ykkur betur frá því næstu færslu.
En nú er þessi færsla orðin sú allra lengsta.. ég vona að þið hafið notið góðs af, ég er allavega búin að sitja hér í nokkuð langan tíma að dúllast í henni :)
Skrifa Innlegg