fbpx

TOM DIXON KEMUR TIL ÍSLANDS!

HönnunSamstarfUppáhalds

Sjálfur Tom Dixon er á leiðinni til landsins í vikunni og ég sem er hans mesti aðdáandi er byrjuð að telja niður dagana þangað til ég hitti minn uppáhalds hönnuð, goðsögnina sjálfa – en það mun ég fá að gera á föstudaginn. Það bókstaflega ískrar í mér af spenningi og ég er með fiðrildi í maganum, eðlilega?

Tom Dixon flýgur til Reykjavíkur til að opna sýninguna sína Around the world sem mun standa opin alla helgina 16. – 17. júní í KEXverksmiðjunni á Skúlagötu 28 (fyrir neðan Kex hostel) á milli kl. 11 – 17. Það er LUMEX sem stendur að sýningunni og verður veittur 30% afsláttur af öllum vörum og pöntunum á Tom Dixon um helgina – vel hægt að nýta sér það!

En það sem gerir þetta ennþá skemmtilegra er að einn heppinn gestur sem mætir á sýninguna um helgina á kost á því að vinna MELT ljósið í glænýrri svartri útgáfu með því að taka þátt í laufléttum Instagram leik #LumeXdixon

Ég hef verið svo heppin að fá að koma að þessu spennandi verkefni og get ekki beðið eftir að sjá útkomuna á þessari glæsilegu sýningu sem þið megið ekki missa af. Ég mæli einnig eindregið með því að fylgja Lumex á Instagram @lumexlight til að missa ekki af neinu.

– Þá vitum við hvað við eigum að gera um helgina –

AFMÆLISHELGIN Í BÚSTAÐ // 09.06.

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Andrea

  13. June 2018

  Svo glaaaaaatað að missa af þessu <3
  Þú massar þetta Svana hlakka til að heyra meira og fylgjast með í gegnum Instagram <3
  Knús frá Vestmannaeyjum
  A