fbpx

TOM DIXON LAGERSALA Í LUMEX!

HönnunSamstarf

// Færslan er unnin í samstarfi við verslunina Lumex 

Í dag fór ég í heimsókn í Lumex og kynnti mér Tom Dixon lagersölu sem hefst á morgun, föstudaginn 31. janúar! Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé hin veglegasta útsala og nóg af kræsingum fyrir fagurkera. Hér má finna klassískar Tom Dixon vörur á 50% afslætti og það er erfitt að koma tómhent/ur héðan út. Eins og einhverjir vita þá er Tom Dixon í miklu uppáhaldi hjá mér og ég rauk því á stað um leið og ég heyrði af þessari útsölugleði til að vita meira um málið.

Hér getur þú m.a. fundið Tom Dixon lampa og ljós, húsgögn, kertastjaka, textílvörur og margt fleira á mjög góðu verði en allar vörurnar í útsöluhorninu eru á 50% afslætti. Bleikur hægindarstóll vakti athygli mína ásamt geggjuðum speglaborðum, hrikalega smart gylltum vegglampa ásamt fallegum karöflum, marmaravörum og fleiri gersemum.

Ef þú ert fyrir smá glamúr og hönnun með lúxusyfirbragði þá verður þú ekki svikin/n hér. Lagersalan hefst föstudaginn 31. janúar kl. 9:00 og stendur fram í næstu viku. Ég mæli svo sannarlega með að kíkja við og gera góð kaup! Ég tryggði mér amk ein mjööög góð kaup ♡

Verslunin Lumex er staðsett að Skipholti 37. 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

INNLIT Á ÚTSÖLUNA Í EPAL SKEIFUNNI

Skrifa Innlegg