fbpx

VILTU VINNA TOM DIXON MELT LJÓS?

HönnunSamstarf

Í gær átti ég einn skemmtilegasta dag lífs míns þegar uppáhalds hönnuðurinn minn Tom Dixon opnaði sýninguna sína Around the world. Ég fékk að koma að uppsetningu á sýningunni, skipuleggja fjölmiðlafund um morguninn og undirbúa risa opnunarpartý um kvöldið. Hjörtur Matthías Skúlason er einn mesti snillingur sem ég þekki og hann dró mig inní þetta verkefni með sér sem hann hélt utan um ásamt versluninni Lumex og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir þetta tækifæri og við vorum að rifna úr stolti í gær yfir afrakstrinum sem hópur af  fleiri snillingum komu að.

Það eru eflaust einhverjir sem vita ekki meira um Tom Dixon en að hann hafi hannað nokkur ljós, en Tom Dixon er lifandi goðsögn og ég get staðfest það hér og nú að ég mun aldrei á minni ævi hitta frægari hönnuð nema Arne Jacobsen sjálfur rísi upp frá dauðum. Við byrjuðum daginn á skemmtilegum fjölmiðlahitting þar sem Tom Dixon hélt fyrirlestur og áritaði nokkrar bækur fyrir aðdáendur. Síðar um daginn kom að risa opnuninni sem gekk glimrandi vel þar sem Tom hélt aftur fyrirlestur og varð svo úr mjög gott partý þar sem einn heppinn gestur fékk með sér heim glænýtt Melt ljós. Þaðan héldum við lítill hópur af arkitektum, nokkrum starfsmönnum Lumex ásamt Tom Dixon í Marshall húsið þar sem við skoðuðum sýningu Ólafs Elíassonar sem Tom er mikill aðdáandi að og fengum að lokum dýrindis mat – mæli svo sannarlega með.

Sýningin Around the world er opin dagana 16.-17. júní á milli kl. 11-17 í Kexverksmiðjunni, Skúlagötu 28. – Ekki missa af!

Einn heppinn gestur sem mætir á sýninguna gæti unnið Melt ljósið í glænýrri svartri útgáfu með því að birta mynd á Instagram og merkja hana #lumeXdixon

Þetta er ekki það síðasta sem ég mun skrifa um Tom Dixon því ég tók við hann stutt viðtal í gær sem á enn eftir að birta:)

Takk fyrir mig Hjörtur & Lumex ♡

TOM DIXON // ÓSKALISTINN

Skrifa Innlegg