fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR SVARTÁHVÍTU : FYRIR HANA

HugmyndirJól

Þá hef ég loksins tekið saman jólagjafahugmyndir til að deila með ykkur hér en undanfarna daga hef ég deilt með yfir 100 jólagjafahugmyndum á Svartahvitu snappinu sem ég vona að hafi einnig nýst ykkur vel. Þrátt fyrir það þá hef ég fengið mörg skilaboð um að taka líka saman lista hér á blogginu – hér koma því fyrstu 16 hugmyndirnar sem ég hugsaði sem “fyrir hana” og það kemur ykkur líklega ekki á óvart að flest er þetta heimilistengt. Ég stefni á fleiri svona lista og ég vona svo sannarlega að ég komi til með að geta aðstoðað ykkur eitthvað með jólagjafakaupin. Þetta er á breiðu verðbili, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

//1. Gloria kertastjakar, 13.900 kr. Winston Living.  //2. Mirror Ball, Tom Dixon, 126.000 kr. Lumex.  //3. Reflection kertastjaki, 15.900 kr. Snúran.  //4. HK kanna Georg Jensen, 51.000 kr. Epal.  //5. TAKK home handklæði, 7.900 kr. Snúran & Epal.  //6. Iittala Vitriini skartgripabox, frá 5.490 kr. Iittala í Kringlunni. //7. Vinter gærupúði, 995 kr. Ikea.  //8. Rúmföt Dots, ihanna home, 14.200 kr Epal.  //9. Blómapottur, 9.800 kr. Winston Living.  //10. Vinter kertastjaki og vasi, Ikea, 495 kr.  //11. Aarre hanki frá Iittala, 34.290 kr. Iittala í Kringlunni.  //12. Ikea PS borðlampi, 4.990 kr.  //13. Bolia bekkur, 41.850 kr. Snúran.  //14. Korbo vírakarfa, frá 14.900 kr.  //15. Marmarabakki, 7.990 kr. Dimm.is.  //16. Kviknað bók -allt um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Mjög vegleg bók fyrir konur í barneignarhugleiðingum eða með ung börn. – Bókaverslanir. 

Og munum einnig að það er hugurinn sem skiptir máli og stundum er góð samvera jafnvel nóg. 6 dagar til jóla – munum að njóta.

NÝTT & SPENNANDI: GEYSIR HEIMA

Skrifa Innlegg