fbpx

NÝTT & SPENNANDI: GEYSIR HEIMA

Íslensk hönnunSamstarf

Nýlega bættist aldeilis við verslunarflóru miðbæjarins þegar Geysir Heima opnaði á Skólavörðustígnum fallega verslun. Við könnumst nú flest við Geysir sem hingað til er þekktust fyrir fatnað og kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég heyrði af heimilisverslun í þeirra stíl, sem ég er mjög hrifin af og tala nú ekki um hönnunina á verslununum sem er í höndunum á Hálfdáni Pedersen. – Áhugasamir geta smellt hér til að sjá fleiri verk eftir þann snilling.

Spenntust er ég fyrir að skoða rúmfötin þeirra sem verða seld stök, til að hægt sé að blanda litum saman að vild og þessir bleiku heilla mig mikið sem koma í tveimur ólíkum litatónum. Myndin hér að neðan er líka nokkuð góð, greinilega ekki sami smekkur hjá þessu pari og skemmtileg útkoman. Ég mun kíkja við hjá þeim í næstu viku en það er einhver órjúfanlegur partur af jólunum að heimsækja Laugaveginn og Skólavörðustíginn og skoða fallegar verslanir og setjast á kaffihús á meðan horft er á mannlífið.

Fyrsta sendingin af rúmfötunum þeirra rauk út en von er á nýrri um miðja næstu viku fékk ég að vita.

Hér að neðan eru svo nokkrar myndir úr versluninni sjálfri,

  

Ég er alvarlega að íhuga að gefa pabba svona ullarteppi í jólagjöf (hann les ekki bloggið mitt haha…)

Myndir : Geysir 

9 dagar til jóla – tick tack tick tack – best að nýta þá sem best og þá helst í faðmi fjölskyldu og vina.

Eigið góða helgi ♡

HVERNIG Á AÐ RAÐA IITTALA KERTASTJÖKUM?

Skrifa Innlegg