fbpx

PANTONE LITUR ÁRSINS 2020 // CLASSIC BLUE

Fyrir heimilið

Á hverju ári í byrjun desember gefur alþjóðlega litakerfið Pantone út hver litur ársins er og fyrir árið 2020 varð fyrir valinu Classic Blue eða Pantone litur no. 19-4052.

Árið 2019 var það bjartur Living Coral fyrir valinu, árið 2018 var fallegur fjólublár Ultra Violet sem vissulega náði aldrei mikilli hæð, árið 2017 var plöntugrænn Greenery og allt trylltist, árið 2016 var ljós bleikur Rose Quartz og núna er klassískur blár sem tekur við keflinu. Blár hefur þó vissulega spilað stórt hlutverk undanfarin nokkur ár í heimilistískunni, svo maður spyr sig… Er Pantone ekki ennþá með puttann á púlsinum þegar kemur að litaspádómum, eða er bláa heimilistrendið rétt að byrja?

Pantone litaspákortin ná þó lengra en aðeins inn á heimilin, við eigum eftir að sjá litinn ná inná tískupallana, í förðunarvörur, í bílaframleiðslu og svo má lengi áfram telja.

Liturinn er fallegur fyrir árið 2020 – því er ekki að neita! Hér að ofan tók ég saman falleg blá heimili sem veita innblástur, Classic Blue liturinn er dálítið bjartur og ekki alveg sá blái tónn sem hefur verið mest áberandi, þessir sem eru með smá gráum í.

Hvað finnst ykkur? Er Classic Blue málið?

// Sjáumst á Instagram @svana.svartahvitu

VINNUR ÞÚ GLÆSILEGAN VIRVA LAMPA FRÁ IITTALA?

Skrifa Innlegg