30 HUGMYNDIR FYRIR BARNAHERBERGI

BarnaherbergiHugmyndir

Það gefur mér alltaf jafn mikla gleði að skoða myndir af barnaherbergjum og sérstaklega þegar þau eru svona falleg og hugmyndarík eins og þessi hér að neðan. Ég tók saman 30 ólík barnaherbergi sem gefa ykkur vonandi góðar hugmyndir, ég mæli með því að smella á myndirnar til að sjá þær stærri ♡

DÖKKMÁLUÐ BARNAHERBERGI

Barnaherbergi

Dökkmáluð barnaherbergi eru dásamleg og ég er alveg viss um að litlu krílin sofi extra vel í dökku rými. Ef þið smellið á myndirnar þá er hægt að skoða þær stærri sem ég mæli með að gera. Ég bætti vissulega saman við nokkrum myndum af veggfóðruðum barnaherbergjum sem eru ekki algeng þrátt fyrir að vera einstaklega falleg. Hann Bjartur minn á mjög bjart herbergi, hvítt og með einum myntugrænum vegg og öðrum doppóttum og þrátt fyrir að ég sé ólíklega að fara að mála það á næstunni er ég alveg heilluð af þessum myndum af dökkmáluðum herbergjum hér að neðan.

Myndir: Pinterest

Eitt fullkomið verkefni fyrir haustið er að mála, ég er alltaf að gæla við þá hugmynd án þess að koma henni í verk. Ef við værum í okkar eigin húsnæði væri ég líklega búin að mála alla veggi og loft líka:) Hversu falleg eru jú þessi herbergi!

HERBERGIÐ HANS BJARTS ♡

Barnaherbergi

Ég fæ að deila með ykkur einni mynd á þessum ótrúlega fallega degi. Það reynir virkilega á sjálfsagann að sitja inni og vinna við tölvuna þegar að sólin loksins kemur fram og er í þessu líka góða skapi. Herbergið hans Bjarts Elíasar varð fyrir valinu í tilefni þess að mamman tók til um helgina – þá sjaldan sem það er ekki dót útum allt þarna inni.

Herbergið er hlýlegt og fallegt og þarna má finna mögulega of mikið af dóti. Það er að vísu í dótakössum við hliðina á skrifborðinu mínu sem sjást ekki á myndinni. Ég er með litla vinnuaðstöðu inni hjá Bjarti sem hefur ekki verið neitt vandamál hingað til og mér finnst í góðu lagi að samnýta herbergi í litlum íbúðum. Tekk náttborðið er frá langaömmu minni og tekk kommóðuna gerði Andrés upp svo mér þykir stíllinn vera dálítið persónulegur en á veggjum eru einnig nokkrar myndir ýmist eftir vinkonur mínar eða mig sjálfa sem ég skipti reglulega út. Ikea leikeldhúsinu breytti ég smávegis fyrir löngu síðan, setti marmarafilmu á borðið og spreyjaði höldurnar og kranann í gylltu. Motturnar á gólfinu eru frá HAY og frá H&M home, en teppið sem liggur yfir stólnum er frá Iglo+Indi. Sólin skein svo skært þegar ég tók myndina að það sést varla í Svana-óróann sem hangir í loftinu en þann fékk ég í gjöf frá eiganda Flensted Mobiles en honum þótti ég þurfa að eiga einn “Svönu” óróa.

Þið látið mig vita ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita:)

Strákaherbergi heimilisins

HomeInteriorNew House

Finally the boys room is finished 🙌

This room took extra long to finalize bc of the flooring that we put in and the skirting on top of it. The floor is vinyl parket, super strong and completely quiet. Perfect in the kids room when sneaking out after bedtime. We got it from Murbudin and they where really helpful to show me how to put it in ourselves 👌

Then we decided to paint half the walls with color to keep the room light. The color we have used is from Nordsjö/Serefni and the shade is named Misty le Havre, the perfect dusty green/gray.

Petit received the outstanding brand Numero74 this week and I have been dreaming about their products for years. I just had to have this tent!

The garland is also from Numero74 and it really makes the room magical and spacious.

G for Gunnarssynir 😉

Wooden building blocks from DesignLetters

All Organic bedding for my little men, bedbumper and sheets from KongesSlojd.

Lulla helps us to “time” their sleeping habits.

I am so happy with Elvar and Viðars room, it was worth the wait 😘

Love, 

For more updates follow me on Instagram @lahle

HELGARINNLITIÐ : MEÐ ELEGANT ELDHÚS & TRYLLTAN PALL

Heimili

Ég veit að spáin um helgina lofar ekkert alltof góðu en ég varð svo bálskotin í þessu bjarta og opna heimili sem skartar stærðarinnar sólpalli sem hægt er að ganga út á beint frá stofunni. Undir venjulegum kringumstæðum ættum við auðvitað að vera úti núna að græja og undirbúa garðinn og pallinn fyrir komandi sólardaga – það er jú júní og allt það. En þess í stað fáum við að skoða fallegar myndir af smekklegum útisvæðum í útlöndum. Fyrir áhugasama þá hef ég áður skrifað um smekklegar svalir og má nálgast þá færslu HÉR. 

   

Myndir West East home

Ég vil annars þakka ykkur öll jákvæðu viðbrögðin sem ég fékk fyrir færslu gærdagsins, ég bráðnaði alveg yfir sumum skilaboðum sem ég fékk og það gleður mig að geta veitt einhverjum hvatningu.

Ég eyði minni helgi í bústað – ekki þessum eina sanna heldur ásamt öllum vinkonuhópnum mínum ásamt viðhengjum, 17 stykki takk. Eigið góða helgi!

SÆTUSTU LJÓSIN Í BÆNUM

Barnaherbergi

Af og til fæ ég vissa hluti á heilann og núna eru það krúttlegar mjúkar ljósakúlu seríur sem ég rakst á í gær á búðarrölti sem eru fullkomnar í barnaherbergi. Ég hef að sjálfsögðu séð svona ljós margoft áður og þau eru sérstaklega áberandi í innlitum í barnaherbergjum þó þær henti jafnt í stofuna eða svefnherbergið. Það er eitthvað við þessa mjúku áferð sem er svo kósý og gefur hlýtt yfirbragð.

3480d88b296dcc4a7ccf2bfd8305716d 9dff54cf11e2dfc0457c7e7ae818a8a2

Seríurnar sem ég var að skoða voru í Byko Breiddinni og voru til bæði einlitaðar (svartar og hvítar) en líka í svona huggulegum blönduðum litum en þið sem eruð með mig á Snapchat sáuð mögulega frá leiðangrinum mínum þangað. Ég fékk að minnsta kosti margar fyrirspurnir varðandi nokkra hluti sem ég sýndi, með mér rötuðu heim 3 æðislegar plöntur í leiðangrinum og ein þeirra er hin eftirsótta peningaplanta sem mig hefur dauðlangað í en aldrei fundið! Þvílík gleði ♡

svartahvitu-snapp2-1

Our Nursery Corner

InteriorKidsLife

Trying to be ready for our boy’s arrival at this point they can choose to come any day.. I hope they stay in to next year. It is hard to be “ready” for twins, we have no clue what to expect more than very little sleep ?

Today we put up the bed, babynest and washed the bedding. Most things we have is from Petit, the simple reason is that we think it is all beautiful and we know the good quality of the products. With these babies we are trying to have them mostly around pure produced products, so far all clothing, the bedding and babynest is made from organic cotton. Not only do I love the feeling and look of pure materials, one reason for organic is also that our babies are very likely to be born premature with a low immune system and to have them around organic products minimizes the risks of skin irritations and allergies. There is so much coloring, glue and chemicals in none organic products and the skin is the body’s biggest organ that absorbs very much into our system.

Love,

L

LEGO HAUSINN: FRAMHALD

BarnaherbergiPersónulegt

Ég þorði varla að segja ykkur það um daginn að ég hafi pantað mér aftur Lego geymsluhaus eftir grínið sem ég lenti í síðast, – sjá hér fyrir forvitna. Mér til mikillar gleði kom hausinn í réttri stærð í þetta sinn en ef þið horfið mjög vel á myndina þá má sjá litla hausinn þar líka;)

Screen Shot 2016-10-21 at 15.14.09

Litli hausinn er þó eftir að skemmta mér um ókomna tíð en þið gætuð ekki trúað því hvað það hafa margir gert grín af mér fyrir þessi kaup. Kaupin voru svo þess virði eftir allt saman…

skrift2