fbpx

SJARMERANDI BARNAHERBERGI & FLOTT LJÓS

BarnaherbergiHeimili

Helgarinnlitið að þessu sinni er sænskt og sjarmerandi með fallegum ljósum og dásamlegu barnaherbergi. Pappírsljósið Formakami frá &tradition er mjög skemmtilegt yfir borðstofuborðinu og einn uppáhalds lampinn minn, Flowerpot prýðir stofuna. Barnaherbergið heillar með klassískum Ikea Ivar skáp máluðum í björtum lit sem ég gæti vel hugsað mér að leika eftir. Bleiki liturinn er frábær við ljósgrænan litinn á veggjunum. Það er margt annað sniðugt í herberginu eins og blöðru náttljósið, dótahillurnar og kaffikrókurinn á miðju gólfinu. Hér er án efa gaman að leika.

Kíkjum í heimsókn á þetta bjarta og fallega heimili,

Myndir // Alvhem fasteignasala

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

GORDJÖSS JÓLASTJÖRNURNAR FRÁ WATT & VEKE - NÚNA Í RÖNDÓTTU!

Skrifa Innlegg