fbpx

TREND : VINTAGE SKÁPAR Í BARNAHERBERGIÐ

BarnaherbergiDIY

Gamlir og uppgerðir skápar sem hafa jafnvel verið málaðir í fallegum lit hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og þá sérstaklega í barnaherbergjum. Það eru eflaust margar fjölskyldurnar sem sitja uppi með gamla skápa frá ömmum og öfum jafnvel sem gefa mætti nýtt líf á þennan hátt. Gömul og sjarmerandi húsgögn gefa hlýju og notalegt andrúmsloft sem er tilvalið í barnaherbergið þar sem við viljum að börnunum okkar líði sem best.

Sjáið hvað þetta er fallegt,

Myndir // Svartahvitu Pinterest 

Herbergið hjá dóttur minni er afskaplega lítið en þó veit ég um einn gamlan skáp sem mamma hefur verið að vandræðast með að koma fyrir og kemur frá langömmu. Ég er mjög hrifin af svona hlýlegum barnaherbergjum og gæti verið gaman að prófa. Hvað finnst ykkur?

10 FALLEG BARNAHERBERGI

Skrifa Innlegg