fbpx

SYKURLAUS & HJARTALAGA LAVA SÚKKULAÐIKAKA Á 30 SEKÚNDUM

Matur & baksturSamstarf

Nammmnamm…
Sykurlaus & hjartalaga lava súkkulaðikaka í tilefni Valentínusardags sem tekur aðeins 30 sekúndur að baka (!)

UPPSKRIFT 

1/3 bolli möndlumjöl
2 msk sætuefni (eða sykur)
2 msk kakó
1/2 tsk lyftiduft
Smá salt
– hræra þurrefnum
3 msk brætt smjör
1 egg
3 msk rjómi
1/2 tsk vanilludropar
– hræra
Ca 30+ gr súkkulaði ofan á – ég notaði bæði dökkt & ljóst sykurlaust frá Valor.
1 msk af vatni ofan á – gerir hana enn mýkri.

P.s. uppskriftin að ofan miðar að því að þú setjir (ofnhelda) skálina inn í örbylgju í 2 mínútur á háum hita. Þá kemur út ein stór djúsí lava kaka. Ég prófaði það að sjálfsögðu líka!

Ég setti svo hinsvegar ca 2 msk í sílikon mót í örbylgju í 30 sek hvert mót. Setti nokkra dropa af vatni ofan á fyrst ásamt súkkulaðibitum. Það má prófa sig áfram með tíma og magn af súkkulaði
Súkkulaðið á að bráðna í gegn…

Hvolfdu kökunni á disk & toppaðu með ís eða rjóma og ferskum berjum 🍒

Bon appetit!

Svona kom hver kaka út úr örbylgjunni hjá mér eftir 30 sekúndna bakstur.

Einfalt og gott !

FALLEG MARMARABORÐ X 6

Skrifa Innlegg